Farsælt hjónaband í heimi nútímans
Farsælt hjónaband í heimi nútímans
„Íklæðist . . . elskunni, sem er band algjörleikans.“ — KÓLOSSUBRÉFIÐ 3:14.
1, 2. (a) Hvað er ánægjulegt að sjá þegar litið er yfir kristna söfnuðinn? (b) Hvað er farsælt hjónaband?
ER EKKI ánægjulegt að líta yfir söfnuðinn og sjá svona mörg hjón sem hafa verið hvort öðru trú í 10, 20, 30 ár eða jafnvel enn lengur? Þau hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt. — 1. Mósebók 2:24.
2 Flestir viðurkenna að hjónaband sitt hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Kona nokkur skrifaði: „Í farsælum hjónaböndum verður ekki komist hjá áhyggjum og vandamálum. Það skiptast á skin og skúrir. . . . En einhvern veginn . . . heldur þetta fólk áfram að vera gift þrátt fyrir [álag og eril] lífsins.“ Þeir sem eru í góðu hjónabandi hafa lært að takast á við mótlæti og erfiðleika sem koma óhjákvæmilega upp vegna álags lífsins. Þetta á sérstaklega við ef hjónin hafa alið upp börn. Þau hafa lært af reynslunni að sannur kærleikur „fellur aldrei úr gildi“. — 1. Korintubréf 13:8.
3. Hvað gefa tölulegar upplýsingar til kynna um hjónabönd og skilnaði og hvaða spurningar vekur það?
3 Á hinn bóginn hafa milljónir hjónabanda farið út um þúfur. Í frétt nokkurri sagði: „Gert er ráð fyrir að helmingur allra hjónabanda í Bandaríkjunum endi með skilnaði. Helmingur þessara [skilnaða] á sér stað innan fyrstu 7,8 ára hjónabandsins. . . . Af þeim 75 prósentum, sem gifta sig á ný, munu 60 prósent skilja aftur.“ Ástandið hefur meira að segja breyst í löndum þar sem skilnaðartíðni var áður mjög lá. Í Japan hefur hún til dæmis næstum tvöfaldast á undanförnum árum. Hvaða vandamál hafa ýtt undir þessa þróun sem stundum hefur gert vart við sig í kristna söfnuðinum? Og hvað þarf til að gera hjónabandið farsælt þrátt fyrir tilraunir Satans til að veikja grundvöll þessa fyrirkomulags?
Tálgryfjur sem þarf að varast
4. Nefndu sumt af því sem getur veikt grundvöll hjónabandsins.
4 Orð Guðs bendir okkur á ýmislegt sem getur veikt grundvöll hjónabandsins. Tökum sem dæmi hvernig Páll postuli sagði að ástandið yrði í heiminum: „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!“ — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
5. Af hverju stofna þeir sem eru „sérgóðir“ hjónabandi sínu í hættu og hvaða leiðbeiningar gefur Biblían í þessu sambandi?
5 Þegar við skoðum orð Páls nánar sjáum við að margt af því sem hann taldi upp getur eyðilagt hjónabandið. Sem dæmi má nefna að „sérgóðir“ menn eru eigingjarnir og tillitslausir í garð annarra. Eiginmenn eða eiginkonur, sem eru sjálfselsk, eru staðráðin í að fá sínu framgengt. Þau eru stíf og ósveigjanleg. Stuðla slíkir eiginleikar að farsælu hjónabandi? Alls ekki. Páll postuli gaf kristnum mönnum, þar á meðal hjónum, viturleg ráð: „Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra.“ — Filippíbréfið 2:3, 4.
6. Hvernig getur peningaást veikt hjónabandið?
6 Peningaást getur kynt undir sundurlyndi milli hjóna. Páll varaði við: „Þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun. Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“ (1. Tímóteusarbréf 6:9, 10) Því miður eru mörg hjónabönd nú á dögum lifandi dæmi um að Páll hafði rétt fyrir sér. Margir eru svo uppteknir af því að afla sér peninga að þeir vanrækja þarfir maka síns, þar á meðal þörfina fyrir stuðning og hlýjan félagsskap á reglulegum grundvelli.
7. Hvers konar hegðun hefur stundum leitt til hjúskaparbrots?
7 Páll sagði líka að á síðustu dögum yrðu sumir „vanheilagir [„ótrúir“, NW], kærleikslausir [og] ósáttfúsir“. Hjúskaparheitið er hátíðlegt loforð sem ætti að leiða til varanlegs sambands en ekki svika. (Malakí 2:14-16) En sumir hafa sýnt öðrum en maka sínum ástleitni. Kona á fertugsaldri, sem gekk í gegnum skilnað, sagði að áður en maðurinn hennar fór frá henni hafi hann verið of nærgöngull og of ástúðlegur við aðrar konur. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvers konar hegðun væri óviðeigandi fyrir gifta menn. Þegar hún sá þetta gerast varð hún mjög sár og reyndi háttvíslega að vara hann við því að hann væri á hættulegri braut. En þrátt fyrir það framdi hann hjúskaparbrot. Jafnvel þótt brotlegi makinn hafi fengið vingjarnlega viðvörun vildi hann ekki hlusta og féll beint í gryfjuna. — Orðskviðirnir 6:27-29.
8. Hvað getur leitt til hjúskaparbrots?
8 Biblían varar mjög skýrt við hjúskaparbroti. „Sá sem drýgir hór með giftri konu, er vitstola, sá einn gjörir slíkt, er tortíma vill sjálfum sér.“ (Orðskviðirnir 6:32) Hjúskaparbrot gerist yfirleitt ekki skyndilega og fyrirvaralaust. Eins og biblíuritarinn Jakob benti á eiga slíkar syndir sér oftast stað eftir að búið er að gæla við hugsunina í einhvern tíma. (Jakobsbréfið 1:14, 15) Brotlegi makinn hættir smám saman að vera trúr þeim sem hann hét ævilöngum trúnaði. Jesús sagði: „Þér hafið heyrt, að sagt var: ‚Þú skalt ekki drýgja hór.‘ En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ — Matteus 5:27, 28.
9. Hvaða viturlegu ráð er að finna í Orðskviðunum 5:18-20?
9 Það vitnar bæði um visku og trúfesti að Orðskviðirnir 5:18-20.
hlýða fyrirmælum Orðskviðanna: „Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega. En hví skyldir þú, son minn, láta léttúðarkonu töfra þig, og faðma barm lauslátrar konu?“ —Anaðu ekki út í hjónaband
10. Af hverju er viturlegt að gefa sér tíma til að kynnast vel tilvonandi maka sínum?
10 Vandamál geta komið upp í hjónabandi ef stofnað er til þess of fljótt. Kannski eru hjónin of ung og óreynd. Þau gætu líka hafa gefið sér of lítinn tíma til að kynnast hvort öðru, til dæmis er varðar smekk, markmið og uppeldisumhverfi. Það er viturlegt að sýna þolinmæði og gefa sér tíma til að kynnast tilvonandi maka sínum. Mundu eftir Jakobi syni Ísaks. Hann þurfti að vinna fyrir tilvonandi tengdaföður sinn í 7 ár áður en hann fékk að giftast Rakel. Hann var fús til að gera það því að tilfinningar hans voru byggðar á sönnum kærleika en ekki aðeins líkamlegu aðdráttarafli. — 1. Mósebók 29:20-30.
11. (a) Hvað sameinast við hjónabandið? (b) Af hverju er nauðsynlegt að hjón hafi taumhald á tungunni?
11 Hjónaband er ekki bara ástarsamband. Það sameinar tvo einstaklinga sem koma frá ólíkum fjölskyldum og hafa ólíkan persónuleika, ólíkt tilfinningalíf og oft gerólíka menntun. Stundum sameinast líka tvenns konar menning og hjónin tala jafnvel hvort sitt tungumálið. Að minnsta kosti koma saman tvær raddir sem geta haft ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Þessar raddir eru veigamikill þáttur hjónabandsins. Þær geta stöðuglega gagnrýnt og kvartað eða verið hlýlegar, hvetjandi og uppbyggjandi. Já, orð okkar geta annað hvort sært eða glatt maka okkar. Ef við höfum ekki taumhald á tungunni getur það valdið mikilli spennu í hjónabandinu. — Orðskviðirnir 12:18; 15:1, 2; 16:24; 21:9; 31:26.
12, 13. Hvaða raunsæja viðhorf erum við hvött til að hafa til hjónabands?
12 Það er því viturlegt að gefa sér tíma til að kynnast vel tilvonandi maka sínum. Reynd kristin systir sagði einu sinni: „Þegar þú virðir tilvonandi maka þinn fyrir þér skaltu telja upp tíu eiginleika sem þú vildir sjá í fari hans. Ef þú finnur aðeins sjö skaltu spyrja sjálfan þig hvort þú sért tilbúinn til að líta fram hjá hinum þrem sem vantar upp á og hvort þú getir daglega umborið þessa annmarka. Ef þú ert ekki viss skaltu staldra við og hugsa málið.“ Auðvitað er nauðsynlegt að vera raunsær. Ef þig langar til að gifta þig skaltu hafa hugfast að þú átt aldrei eftir að finna fullkominn maka. Mundu líka að sá sem þú giftist að lokum hefur ekki heldur fundið fullkominn maka. — Lúkas 6:41.
13 Hjónaband krefst fórna. Páll vakti athygli á því þegar hann sagði: „Ég vil, að þér séuð áhyggjulausir. Hinn ókvænti ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, hversu hann megi Drottni þóknast. En hinn kvænti ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hann megi þóknast 1. Korintubréf 7:32-34.
konunni, og er tvískiptur. Hin ógifta kona og mærin ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, til þess að hún megi vera heilög, bæði að líkama og anda. En hin gifta kona ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hún megi þóknast manninum.“ —Af hverju slitnar upp úr sumum hjónaböndum?
14, 15. Hvað getur veikt hjónabandið?
14 Kristin kona gekk nýlega í gegnum skilnað eftir 12 ára hjónaband þegar eiginmaðurinn fór frá henni og tók saman við aðra konu. Sá hún hættumerki fyrir skilnaðinn? Hún segir: „Hann var hættur að biðja. Hann kom með lélegar afsakanir fyrir því að sleppa safnaðarsamkomum og boðunarstarfinu. Hann sagðist annaðhvort vera of upptekinn eða of þreyttur til að verja tíma með mér. Hann talaði ekki við mig og hann talaði ekki um trúmál. Því miður var hann ekki lengur sami maðurinn og ég giftist.“
15 Aðrir hafa tekið eftir svipuðum merkjum. Þeir hafa séð maka sinn vanrækja biblíunám, bænir eða samkomur. Með öðrum orðum hafa margir sem yfirgáfu að lokum maka sinn látið samband sitt við Jehóva veikjast. Andleg sjón þeirra varð óskýr fyrir vikið. Þeir litu ekki lengur á Jehóva sem lifandi Guð. Fyrirheitin um nýjan, réttlátan heim voru ekki lengur raunveruleg. Stundum hefur þessi andlega hnignun átt sér stað áður en ótrúi makinn tekur upp samband við einhvern utan hjónabandsins. — Hebreabréfið 10:38, 39; 11:6; 2. Pétursbréf 3:13, 14.
16. Hvað styrkir hjónabandið?
16 Á hinn bóginn sögðu hjón, sem eru mjög hamingjusöm, að farsælt hjónaband þeirra sé því að þakka að þau stunda trú sína í sameiningu. Þau biðja saman og nema saman. Eiginmaðurinn segir: „Við lesum Biblíuna saman. Við förum saman í boðunarstarfið. Við höfum gaman af því að gera ýmislegt í sameiningu.“ Lærdómurinn er því skýr: Gott samband við Jehóva stuðlar að sterku hjónabandi.
Verið raunsæ og talið saman
17. (a) Hvað tvennt stuðlar að góðu hjónabandi? (b) Hvernig lýsir Páll kristnum kærleika?
17 Kristinn kærleikur og góð samskipti stuðla einnig að góðu hjónabandi. Ástföngnu pari hættir til að horfa fram hjá göllum hvort annars. Þegar parið giftir sig síðan hefur það kannski óraunhæfar væntingar sem byggjast á ástarsögum eða kvikmyndum. En fyrr eða síðar verða hjónin að horfast í augu við raunveruleikann. Þá gætu minni háttar gallar eða pirrandi ávanar orðið að stórum vandamálum. Ef það gerist verða kristin hjón að sýna ávöxt andans sem felur meðal annars í sér kærleika. (Galatabréfið 5:22, 23) Kærleikurinn er mjög öflugur, og þá er ekki átt við rómantíska ást heldur kristinn kærleika. Þegar Páll lýsti kærleikanum sagði hann: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. . . . [Hann] leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. . . . Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ (1. Korintubréf 13:4-7) Sannur kærleikur umber greinilega mannlegan ófullkomleika. Hann er raunsær og krefst ekki fullkomleika. — Orðskviðirnir 10:12.
18. Hvernig geta góð samskipti styrkt samband tveggja einstaklinga?
18 Góð samskipti eru líka nauðsynleg. Hjón verða alltaf að tala saman og hlusta vandlega hvort á annað, sama hversu lengi þau hafa verið gift. Eiginmaður nokkur segir: „Við tjáum tilfinningar okkar frjálslega en gerum það á vingjarnlegan hátt.“ Smám saman læra hjón að hlusta ekki aðeins á það sem er sagt heldur líka það sem er ósagt. Það þýðir að með árunum læra þeir sem eru í góðu hjónabandi að skilja hugsanir og tilfinningar makans þótt hann tjái þær ekki. En sumar eiginkonur segja að menn þeirra hlusti ekki nógu vel á þær. Og sumir eiginmenn kvarta undan því að konur þeirra velji óheppilegan tíma til að tala við þá. Samskipti fela í sér umhyggju og skilning. Bæði eiginmaður og eiginkona hafa gagn af góðum samskiptum. — Jakobsbréfið 1:19.
19. (a) Af hverju getur verið erfitt að biðjast afsökunar? (b) Hvað vekur með okkur löngum til að biðjast fyrirgefningar?
19 Til að samskipti séu góð þarf stundum að biðjast afsökunar. Það er ekki alltaf auðvelt. Það krefst auðmýktar að viðurkenna mistök sín. En það hefur mjög góð áhrif á hjónabandið. Einlæg afsökunarbeiðni getur komið í veg fyrir árekstra, auðveldað hinum aðilanum að fyrirgefa og hjálpað hjónunum að finna lausn á vandamálinu. Páll sagði: „Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.“ —20. Hvernig ættu kristin hjón að koma fram hvort við annað í einrúmi og í viðurvist annarra?
20 Það er líka nauðsynlegt að kristin hjón styðji hvort annað. Þau ættu að geta treyst hvort öðru og reitt sig hvort á annað. Hvorugt þeirra ætti að gera lítið úr maka sínum eða grafa undan sjálfsvirðingu hans með öðrum hætti. Við hrósum maka okkar hlýlega en gagnrýnum hann ekki harðlega. (Orðskviðirnir 31:28b) Auðvitað gerum við ekki lítið úr maka okkar með því að hafa hann að athlægi í hugsunarleysi. (Kólossubréfið 4:6) Gagnkvæmur stuðningur milli hjónanna styrkist ef þau tjá hvort öðru hlýhug sinn reglulega. Snerting eða falleg orð geta sagt: „Ég elska þig enn. Það er gott að hafa þig hérna hjá mér.“ Nú hafa verið nefnd nokkur atriði sem hafa áhrif á samband hjóna og hjálpa þeim að gera hjónabandið farsælt í heimi nútímans. Í næstu grein fjöllum við um fleiri meginreglur Biblíunnar sem stuðla að farsælu hjónabandi. *
[Neðanmáls]
^ gr. 20 Meiri upplýsingar er að finna í bókinni Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, gefin út af Vottum Jehóva.
Geturðu útskýrt?
• Hvað getur grafið undan hjónabandi?
• Af hverju er ekki skynsamlegt að ana út í hjónaband?
• Hvaða áhrif getur andlegt hugarfar hjóna haft á hjónabandið?
• Hvað styrkir hjónabandið?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 10]
Hjónabandið er meira en ástarsamband.
[Myndir á blaðsíðu 12]
Gott samband við Jehóva hjálpar hjónum að byggja upp farsælt hjónaband.