Jehóva gerir alltaf það sem rétt er
Jehóva gerir alltaf það sem rétt er
„Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum.“ — SÁLMUR 145:17.
1. Hvernig líður þér ef einhver gerir sér ranga mynd af þér og hvað getum við lært af því?
HEFUR einhver gert sér ranga mynd af þér, jafnvel ætlað þér rangar hvatir eða sett út á eitthvað sem þú gerðir án þess að þekkja allar staðreyndir málsins? Þér hefur þá örugglega sárnað og það er skiljanlegt. Draga má mikilvægan lærdóm af þessu: Við ættum ekki að vera fljót að draga ályktanir ef við þekkjum ekki allar hliðar málsins.
2, 3. Hvernig bregðast sumir við frásögum í Biblíunni sem eru ekki nógu ítarlegar til að svara öllum spurningum okkar, en hvað segir Biblían um Jehóva?
2 Það er gott að hafa þetta í huga þegar við myndum okkur skoðun á Jehóva Guði. Af hverju? Af því að vissar frásögur í Biblíunni gætu í fyrstu valdið okkur heilabrotum. Þetta gætu verið frásögur af dómum Guðs í fortíðinni eða breytni þjóna hans og kannski eru þær ekki nógu ítarlegar til að svara öllum spurningum okkar. Því miður gagnrýna sumir slíkar frásögur og draga jafnvel í efa að Guð sé réttlátur og sanngjarn. Biblían segir hins vegar að Jehóva sé „réttlátur á öllum sínum vegum“. (Sálmur 145:17) Þar erum við líka fullvissuð um að hann ‚fremji ekki ranglæti‘. (Jobsbók 34:12; Sálmur 37:28) Ímyndaðu þér hvernig Jehóva hlýtur að líða þegar aðrir gera sér ranga mynd af honum.
3 Við skulum athuga fimm ástæður sem við höfum til að treysta dómum Jehóva. Síðan skulum við hafa þessar ástæður í huga þegar við
skoðum tvær frásögur í Biblíunni sem sumum finnst erfitt að skilja.Af hverju ættum við að treysta dómum Jehóva?
4. Af hverju ættum við að vera auðmjúk þegar við hugleiðum það sem Guð hefur gert? Lýstu með dæmi.
4 Í fyrsta lagi þekkir Jehóva allar staðreyndir en við ekki. Við ættum því að vera auðmjúk þegar við hugleiðum það sem hann hefur gert. Tökum dæmi: Ímyndaðu þér að dómari, sem er þekktur fyrir mjög sanngjarna dóma, hafi dæmt í ákveðnu máli. Hvað fyndist þér um þann sem gagnrýndi dóm hans án þess að þekkja allar staðreyndir eða skilja að fullu lögin sem dómurinn var byggður á? Óviturlegt er að gagnrýna slíkt án þess að þekkja málið til hlítar. (Orðskviðirnir 18:13) Er ekki enn óviturlegra fyrir ófullkomna menn að gagnrýna ‚dómara alls jarðríkis‘? — 1. Mósebók 18:25.
5. Hvað ættum við að muna þegar við lesum frásögur í Biblíunni af dómum sem Guð felldi yfir ákveðnum einstaklingum?
5 Í öðru lagi sér Guð hvað býr í hjörtum fólks en mennirnir ekki. (1. Samúelsbók 16:7) Í orði hans stendur: „Ég, Drottinn, er sá, sem rannsaka hjartað, prófa nýrun, og það til þess að gjalda sérhverjum eftir breytni hans, eftir ávexti verka hans.“ (Jeremía 17:10) Þegar við lesum frásögur í Biblíunni af dómum, sem Guð felldi yfir ákveðnum einstaklingum, skulum við muna að alsjáandi augu hans tóku með í reikninginn leyndar hugsanir, hvatir og fyrirætlanir þeirra þó að þær væru ekki skráðar í orð hans. — 1. Kroníkubók 28:9.
6, 7. (a) Hvernig hefur Jehóva sannað að hann heldur sig við réttlátan mælikvarða sinn jafnvel þótt það kosti hann mikið? (b) Hvað ættum við að muna ef við lesum eitthvað í Biblíunni sem vekur efasemdir um það hvort Guð hafi verið réttlátur?
6 Í þriðja lagi getum við treyst dómum Jehóva vegna þess að hann fylgir alltaf réttlátum mælikvarða sínum jafnvel þótt það kosti hann mikið. Tökum dæmi: Hann fullnægði réttlátum mælikvarða sínum þegar hann gaf son sinn sem lausnargjald til að frelsa hlýðið mannkyn undan synd og dauða. (Rómverjabréfið 5:18, 19) Samt sem áður hlýtur það að hafa valdið honum ólýsanlegum þjáningum að horfa á ástkæran son sinn þjást og deyja á kvalastaur. Hvað segir þetta okkur um Guð? Biblían segir um lausnargjaldið sem Jesús greiddi: „Þannig sýndi Guð réttlæti sitt.“ (Rómverjabréfið 3:24-26) Önnur þýðing á Rómverjabréfinu 3:25 segir: „Þetta sýndi að Guð gerir alltaf það sem er rétt og sanngjarnt.“ (New Century Version) Já, fyrst Jehóva var fús til að fórna svona miklu til að sjá okkur fyrir lausnargjaldinu hlýtur hann að hafa hæsta mælikvarðann á það hvað er „rétt og sanngjarnt“.
7 Ef við lesum eitthvað í Biblíunni sem vekur efasemdir um það hvort Guð hafi verið réttlátur eða sanngjarn ættum við að muna þetta: Jehóva var svo trúr réttlátum mælikvarða sínum að hann var tilbúinn til að láta son sinn deyja kvalafullum dauðdaga. Myndi hann þá víkja frá þessum mælikvarða í öðrum málum? Sannleikurinn er sá að Jehóva víkur aldrei frá réttlátum mælikvarða sínum. Þess vegna getum við treyst því fullkomlega að hann geri alltaf það sem er rétt og sanngjarnt. — Jobsbók 37:23.
8. Hvers vegna er það mótsagnakennt ef menn halda því fram að Jehóva skorti réttlætiskennd að einhverju leyti?
8 Fjórða ástæðan fyrir því að við getum treyst dómum Jehóva er þessi: Jehóva skapaði manninn eftir sinni mynd. (1. Mósebók 1:27) Mennirnir hafa því fengið sambærilega eiginleika og Guð, þar á meðal réttlætiskenndina. Það væri mótsagnakennt ef réttlætiskenndin fengi okkur til að draga þá ályktun að Jehóva skorti þennan eiginleika að einhverju leyti. Ef einhver frásaga í Biblíunni veldur okkur heilabrotum ættum við að muna að vegna erfðasyndarinnar höfum við ófullkomið mat á því hvað er rétt og sanngjarnt. Jehóva Guð, sem skapaði okkur í sinni mynd, hefur fullkomna réttlætiskennd. (5. Mósebók 32:4) Það er fráleitt að ímynda sér að mennirnir séu réttlátari en Guð. — Rómverjabréfið 3:4, 5; 9:14.
9, 10. Hvers vegna er Jehóva ekki skylt að útskýra eða réttlæta verk sín fyrir mönnum?
9 Í fimmta lagi er Jehóva „Hinn hæsti yfir allri jörðunni“. (Sálmur 83:19) Þar af leiðandi er honum ekki skylt að útskýra eða réttlæta verk sín fyrir mönnum. Hann er leirkerasmiðurinn mikli og við erum eins og leir sem hann hefur mótað og getur farið með að vild sinni. (Rómverjabréfið 9:19-21) Höfum við, sem erum eins og leirkerasmíð hans, rétt á að efast um ákvarðanir hans eða verk? Þegar ættfaðirinn Job misskildi hvernig Guð kemur fram við mennina leiðrétti Guð hann og spurði: „Ætlar þú jafnvel að gjöra rétt minn að engu, dæma mig sekan, til þess að þú standir réttlættur?“ Job gerði sér grein fyrir því að hann hafði talað í vanþekkingu og iðraðist. (Jobsbók 40:8; 42:6) Gerum aldrei þau mistök að finna að Guði.
10 Við höfum greinilega góðar ástæður til að trúa því að Jehóva geri alltaf það sem er rétt. Með þessi rök að leiðarljósi skulum við nú skoða tvær frásögur í Biblíunni sem sumum finnst erfitt að skilja. Fyrri frásagan segir frá því sem þjónn Guðs gerði og seinni frásagan tengist dómi sem Guð felldi.
Hvers vegna bauð Lot æstum múgi dætur sínar?
11, 12. (a) Hvað gerðist þegar Guð sendi tvo holdgaða engla til Sódómu? (b) Hvaða spurningar hefur þessi frásaga vakið í hugum sumra?
11 Í 19. kafla 1. Mósebókar finnum við frásöguna af því þegar Guð sendi tvo holdgaða engla til Sódómu. Lot hvatti gestina eindregið til að gista á heimili sínu. Um nóttina umkringdu borgarmenn síðan húsið og kröfðust þess að gestirnir yrðu færðir út til þeirra svo að þeir gætu átt mök við þá. Lot reyndi að rökræða við múginn en hafði ekki árangur sem erfiði. Hann vildi vernda gestina og sagði því: „Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns.“ Múgurinn hlustaði ekki og braut næstum upp dyrnar. Að lokum slógu holdguðu englarnir æstan múginn blindu. — 1. Mósebók 19:1-11.
12 Skiljanlega vekur þessi frásögn spurningar í hugum margra. Þeir spyrja kannski: „Hvernig gat Lot látið sér detta í hug að vernda gestina með því að bjóða kynóðum múgi dætur sínar? Var þetta ekki óviðeigandi hegðun og jafnvel merki um hugleysi?“ Hvernig gat Guð innblásið Pétri að skrifa að Lot væri ‚réttlátur maður‘ í ljósi þessarar frásögu? Hafði Guð velþóknun á því sem Lot gerði? (2. Pétursbréf 2:7, 8) Við skulum athuga þetta betur svo að við drögum ekki ranga ályktun.
13, 14. (a) Hvað ættum við að hafa hugfast í tengslum við frásöguna af Lot? (b) Hvað sýnir að Lot var ekki huglaus?
13 Í fyrsta lagi skulum við hafa hugfast að Biblían segir einfaldlega hvað átti sér stað án þess að fordæma eða leggja blessun sína yfir það sem Lot gerði. Biblían segir ekki heldur hvað Lot var að hugsa eða hvers vegna hann gerði þetta. Þegar hann kemur aftur í ‚upprisu réttlátra‘ getur hann kannski sagt okkur nánar frá þessu. — Postulasagan 24:15.
14 Lot var alls ekki huglaus. Hann var í mjög erfiðri aðstöðu. Með því að segja að gestirnir væru ‚komnir undir skugga þaks síns‘ gaf hann í skyn að honum fannst sér bera skylda til þess að vernda þá og veita þeim hæli. En það var ekki auðvelt. Jósefus, sagnaritari Gyðinga, segir frá því að Sódómubúar hafi „sýnt mönnum óréttlæti og staðið á sama um Guð. . . . Þeir hötuðu ókunnuga og stunduðu sódómsk verk.“ Samt sem áður veigraði Lot sér ekki við því að fara út og rökræða við hatursfullan múginn. Hann meira að segja „lokaði hurðinni að baki sér“. — 1. Mósebók 19:6.
15. Hvers vegna má segja að orð Lots hafi hugsanlega byggst á trú?
15 En sumir gætu samt spurt: „Hvers vegna bauð Lot múginum dætur sínar?“ Í stað þess að ganga út frá því að hvatir hans hafi verið slæmar skulum við skoða nokkra möguleika. Í fyrsta lagi gætu orð hans hafa byggst á trú. Hvernig þá? Lot * Þetta varð til þess að Sara var færð inn á heimili faraós en Jehóva skarst í leikinn og kom í veg fyrir að faraó svívirti hana. (1. Mósebók 12:11-20) Hugsanlega trúði Lot því að dætrum hans yrði hlíft á svipaðan hátt. Og gleymum ekki að Jehóva skarst í leikinn fyrir milligöngu englanna og stúlkurnar hlutu vernd.
vissi eflaust hvernig Jehóva hafði verndað Söru, eiginkonu Abrahams, frænda hans. Eins og þú manst var Sara mjög falleg og því bað Abraham hana að segja hann vera bróður sinn. Abraham gerði þetta svo að aðrir myndu ekki drepa hann til að geta tekið Söru.16, 17. (a) Hvernig gæti Lot hafa verið að reyna að hneyksla mennina í Sódómu eða rugla þá í ríminu? (b) Um hvað getum við verið sannfærð, hverjar svo sem röksemdir Lots voru?
16 Lítum á annan möguleika. Kannski var Lot að reyna að hneyksla mennina eða rugla þá í ríminu. Ef til vill trúði hann því að múgurinn hefði ekki áhuga á dætrum hans vegna kynvillu Sódómubúa. (Júdasarbréfið 7) Auk þess voru stúlkurnar trúlofaðar mönnum í borginni og því gætu ættingjar, vinir eða samstarfsmenn verðandi tengdasona Lots hafa verið meðal múgsins. (1. Mósebók 19:14) Kannski vonaðist Lot til þess að sumir þeirra myndu snúast dætrum hans til varnar vegna slíkra tengsla. Tvískiptur múgur væri ekki eins hættulegur. *
17 Hverjar svo sem röksemdir eða hvatir Lots voru getum við verið viss um að Jehóva gerir alltaf það sem er rétt. Hann hlýtur því að hafa haft góða ástæðu til að segja að Lot væri réttlátur maður. Hegðun æsta múgsins í Sódómu tekur auk þess af allan vafa um að það var rétt af Jehóva að fella dóm yfir íbúum þessarar spilltu borgar. — 1. Mósebók 19:23-25.
Hvers vegna deyddi Jehóva Ússa?
18. (a) Hvað gerðist þegar Davíð ætlaði að láta flytja örkina til Jerúsalem? (b) Hvaða spurningar vakna þegar við lesum þessa frásögu?
18 Sumum gæti einnig fundist erfitt að skilja frásöguna af því þegar Davíð reyndi að flytja sáttmálsörkina til Jerúsalem. Örkin var sett á vagn sem Ússa og bróðir hans stýrðu. Í Biblíunni segir: „Er þeir komu að þreskivelli Nakóns, greip Ússa hendinni í örk Guðs og hélt fast í hana, því að slakað hafði verið á taumhaldinu við akneytin. Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Ússa, og Guð laust hann þar, af því að hann hafði gripið hendi sinni í örkina, og dó hann þar hjá örk Guðs.“ Nokkrum mánuðum síðar tókst þeim að flytja örkina til Jerúsalem því að þá báru levítar af ætt Kahats hana á öxlum sér eins og Jehóva gaf fyrirmæli um. (2. Samúelsbók 6:6, 7; 4. Mósebók 4:15; 7:9; 1. Kroníkubók 15:1-14) En sumir spyrja kannski: „Hvers vegna brást Jehóva svona hart við? Ússa var bara að reyna að bjarga örkinni.“ Skoðum þetta dæmi aðeins nánar svo að við drögum ekki ranga ályktun.
19. Hvers vegna getur Jehóva ekki gerst sekur um ranglæti?
19 Munum að Jehóva getur ekki gerst sekur um ranglæti. (Jobsbók 34:10) Það væri kærleikslaust og við vitum af rannsókn okkar á Biblíunni í heild að „Guð er kærleikur“. (1. Jóhannesarbréf 4:8) Auk þess segir Ritningin að ‚réttlæti og réttvísi sé grundvöllur hásætis Guðs‘. (Sálmur 89:15) Hvernig gæti Jehóva þá nokkurn tíma gerst sekur um ranglæti? Ef hann gerði það væri hann að grafa undan drottinvaldi sínu.
20. Hvers vegna hefði Ússa átt að þekkja lögin um örkina?
20 Höfum hugfast að Ússa hefði átt að vita betur. Örkin táknaði nærveru Jehóva. Í lögmálinu kom skýrt fram að enginn mátti snerta örkina nema hafa leyfi til þess og að þeir sem slíkt gerðu yrðu teknir af lífi. (4. Mósebók 4:18-20; 7:89) Að flytja þessa helgu kistu milli staða var því ekki léttvægt verk. Ússa var að öllum líkinum levíti (þótt hann væri ekki prestur) og hefði því átt að þekkja lögmálið vel. Auk þess hafði örkin verið sett í varðveislu á heimili föður hans árum áður. (1. Samúelsbók 6:20–7:1) Þar var hún í 70 ár, eða þangað til Davíð ákvað að flytja hana til Jerúsalem. Ússa hafði því að öllum líkindum þekkt lögin um örkina frá æsku.
21. Hvers vegna er mikilvægt að muna, þegar við lesum frásöguna af Ússa, að Jehóva sér hvatir hjartans?
21 Eins og nefnt var hér á undan getur Jehóva 2. Samúelsbók 6:6, 7, Biblían 1859) Var Ússa kannski hrokafullur og átti til að fara út fyrir sett mörk? (Orðskviðirnir 11:2) Hrokaðist hann upp vegna þess að hann fékk það verkefni að stýra vagninum með örkinni sem fjölskylda hans hafði varðveitt? (Orðskviðirnir 8:13) Var hann svo trúlaus að halda að hönd Jehóva væri of stutt til að styðja við örkina sem táknaði nærveru hans? Hver svo sem ástæðan var getum við verið viss um að Jehóva gerði það sem var rétt. Hann sá sennilega eitthvað í hjarta Ússa sem varð til þess að hann brást skjótt við og felldi þennan dóm. — Orðskviðirnir 21:2.
lesið hjörtu manna. Í Biblíunni segir að Jehóva hafi slegið Ússa „sakir þessarar syndar“ sem þýðir að Jehóva hlýtur að hafa séð eigingjarnar hvatir í hjarta hans sem er ekki talað um í frásögunni. (Góðar ástæður til að treysta Jehóva
22. Hvernig er það merki um visku Jehóva að hann greinir ekki alltaf frá öllum smáatriðum í orði sínu?
22 Stundum greinir Jehóva ekki frá öllum smáatriðum í orði sínu en það ber vott um óviðjafnanlega visku hans. Þannig gefur hann okkur tækifæri til að sýna að við treystum honum. Er ekki ljóst af því sem við höfum skoðað að við höfum góðar ástæður til að treysta dómum Jehóva? Þegar við lesum og hugleiðum orð Guðs í einlægni og með opnum huga lærum við meira en nóg um hann til að vera fullviss um að hann gerir alltaf það sem rétt er. Ef einhver frásaga í Biblíunni vekur spurningar, sem við finnum ekki strax skýr svör við, skulum við því treysta að Jehóva hafi tekið rétta ákvörðun.
23. Hverju getum við treyst varðandi það sem Jehóva mun gera í framtíðinni?
23 Við getum borið sama traust til þess sem Jehóva ætlar að gera í framtíðinni. Við getum verið viss um að þegar hann kemur til að dæma í þrengingunni miklu, sem er skammt undan, mun hann ekki „afmá hina réttlátu með hinum óguðlegu“. (1. Mósebók 18:23) Það mun hann aldrei gera vegna þess að hann elskar réttlætið. Við getum líka treyst því að í nýja heiminum, sem fram undan er, mun hann uppfylla allar þarfir okkar á besta veg sem hægt er að hugsa sér. — Sálmur 145:16.
[Neðanmáls]
^ gr. 15 Ótti Abrahams var á rökum reistur því að fornt papírushandrit segir frá því að faraó hafi látið vopnaða menn handsama fallega konu og drepa eiginmann hennar.
^ gr. 16 Meiri upplýsingar má finna í Varðturninum á ensku, 1. desember 1979, bls. 31.
Manstu?
• Hvers vegna ættum við að treysta dómum Jehóva?
• Hvernig getum við forðast að gera okkur ranga mynd af því þegar Lot bauð æstum múgi dætur sínar?
• Hvað hjálpar okkur að skilja hvers vegna Jehóva deyddi Ússa?
• Hverju getum við treyst varðandi það sem Jehóva mun gera í framtíðinni?
[Spurningar]