Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hörmulegur atburður

Hörmulegur atburður

Hörmulegur atburður

OWEN var tveggja og hálfs árs gamall. Hann var að leika sér í baðherberginu heima hjá sér og honum tókst að klifra upp í lyfjaskáp sem foreldrar hans töldu að væri utan hans seilingar. Þar sá hann meðal annars flösku sem vakti áhuga hans. Hann opnaði hana og drakk innihaldið. Hörmulegur atburður átti sér stað.

Í flöskunni var sterk sýra og því miður dó Owen litli. Foreldrar hans voru harmi slegnir. Percy, faðir drengsins, leitaði huggunar í kirkjunni sinni. „Hvers vegna gerðist þetta?“ spurði hann. Presturinn svaraði: „Guð vildi fá annan lítinn engil til himna.“ Faðirinn var niðurbrotinn. Honum fannst þetta með öllu óréttlátt. Var slíkur harmleikur virkilega vilji Guðs? Percy var mjög ósáttur og vildi ekkert meira með kirkjuna sína hafa.

Þegar Percy hugsaði um það sem gerst hafði spurði hann sig: „Þjáist litli strákurinn minn enn þá? Á ég einhvern tíma eftir að sjá hann aftur?“

Þú hefur kannski líka velt fyrir þér hvað gerist við dauðann og hvort það sé hægt að hitta látna ástvini aftur í framtíðinni. Orð Guðs, Biblían, varpar ljósi á þetta mál. Á síðum hennar eru skýr og hughreystandi svör fyrir alla sem hafa upplifað annan eins harmleik. Og þar er einnig sagt frá dásamlegri von sem Guð hefur gefið — upprisuvoninni.

Við hvetjum þig til að lesa næstu grein og læra meira um þessa stórkostlegu von.