Hvaða þýðingu hefur upprisuvonin fyrir þig?
Hvaða þýðingu hefur upprisuvonin fyrir þig?
„Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.“ — SÁLMUR 145:16.
1-3. Hvaða von hafa sumir um framtíðina? Skýrðu svarið.
CHRISTOPHER var níu ára. Hann og bróðir hans voru ásamt frænku og þremur frændum í boðunarstarfinu hús úr húsi nærri Manchester á Englandi. Tímaritið Vaknið! greindi frá því sem gerðist. „Síðdegis fóru þau saman í ökuferð til hafnarbæjarins Blackpool þar í grenndinni. Á leiðinni lentu þau í umferðarslysi og létust öll sex. Alls fórust tólf í slysinu sem lögreglan kallaði ,ógurlegt eldhaf‘.“
2 Kvöldið fyrir harmleikinn hafði fjölskyldan verið í bóknámi safnaðarins þar sem rætt var um dauðann. „Christopher var alltaf íhugull drengur,“ sagði faðir hans. „Þetta kvöld talaði hann um hinn nýja heim og framtíðarvon okkar og í miðjum samræðunum sagði hann skyndilega: ‚Það góða við að vera vottur Jehóva er að jafnvel þótt dauðinn sé sársaukafullur vitum við að við munum sjá hvert annað aftur á jörðinni einn góðan veðurdag.‘ Ekkert okkar gerði sér auðvitað grein fyrir því þá að við *
myndum aldrei geta gleymt þessum orðum.“3 Mörgum árum áður, árið 1940, stóð austurrískur vottur að nafni Franz frammi fyrir því að verða tekinn af lífi með fallöxi þar sem hann neitaði að vera ótrúr Jehóva. Franz skrifaði til móður sinnar þegar hann var í varðhaldi í Berlín: „Miðað við þekkingu mína hefði ég framið dauðasynd með því að sverja [hernaðareiðinn]. Það hefði verið rangt í mínum augum. Ég hefði þá ekki von um upprisu. . . . Og nú, elsku móðir mín og bræður mínir og systur, í dag fékk ég að vita að ég hef verið dæmdur til dauða og ég verð tekinn af lífi í fyrramálið. Verið óhrædd. Ég fæ styrk minn frá Guði alveg eins og sannkristnir menn fyrr á tímum. . . . Ef þið verðið ráðvönd allt til dauða munum við hittast aftur í upprisunni. . . . Ástarkveðjur.“ *
4. Hvaða áhrif hafa frásögurnar hér á undan á þig og hvað ætlum við að athuga næst?
4 Upprisuvonin hafði mikla þýðingu fyrir Christopher og Franz. Hún var þeim raunveruleg. Þessar frásögur snerta hjarta okkar. Við skulum skoða hvers vegna upprisan mun eiga sér stað og hvernig það ætti að snerta okkur persónulega. Þannig getum við orðið þakklátari Jehóva og styrkt trúna á upprisuna.
Sýn um jarðnesku upprisuna
5, 6. Hvað er opinberað í sýninni sem Jóhannes postuli skráði í Opinberunarbókina 20:12, 13?
5 Jóhannes postuli sá í sýn atburði sem áttu sér stað í þúsundáraríki Jesú Krists, þar á meðal jarðnesku upprisuna. „Ég sá þá dauðu, stóra og smáa,“ segir hann. „Og hafið skilaði hinum dauðu, þeim sem í því voru, og dauðinn og Hel skiluðu þeim dauðu, sem í þeim voru.“ (Opinberunarbókin 20:12, 13) Allir þeir sem eru í fjötrum Heljar, í sameiginlegri gröf mannkyns, verða leystir og gildir þá einu af hvaða þjóðfélagsstétt þeir eru, hvort þeir eru ,stórir‘ eða ,smáir‘. Þeir sem hafa drukknað á hafi úti verða líka reistir upp á þessu tímabili. Þessi stórkostlegi viðburður er hluti af fyrirætlun Jehóva.
6 Þúsundárastjórn Krists hefst þegar hann bindur Satan og ,kastar honum í undirdjúpið‘. Enginn þessara upprisnu manna eða þeirra sem lifa af þrenginguna miklu verða afvegaleiddir af Satan á þessu tímabili þar sem hann verður óvirkur. (Opinberunarbókin 20:1-3) Þér finnst kannski að þúsund ár séu langur tími en í augum Jehóva eru þau sem „einn dagur“. — 2. Pétursbréf 3:8.
7. Á hverju grundvallast dómurinn í þúsundáraríki Krists?
7 Samkvæmt sýninni verða þúsund árin, sem Kristur stjórnar, tími dóms. Jóhannes postuli skrifaði: „Ég sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu, og bókum var lokið upp. Og annarri bók var lokið upp og það er lífsins bók. Og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra. . . . Og sérhver var dæmdur eftir verkum sínum.“ (Opinberunarbókin 20:12, 13) Taktu eftir að grundvöllur dómsins er ekki hvað einstaklingurinn gerði eða gerði ekki áður en hann dó heldur tengist það „bókum“ sem verða opnaðar. (Rómverjabréfið 6:7) Verk einstaklings eftir að hann fær þekkingu á því sem segir í bókunum skera úr um hvort nafn hans verði ritað í „lífsins bók“.
,Upprisa til lífs‘ eða ,upprisa til dóms‘
8. Hvaða tveir möguleikar blasa við þeim sem reistir verða upp?
8 Fyrr í sýn Jóhannesar er Jesús sagður hafa „lykla dauðans og Heljar“. (Opinberunarbókin 1:18) Hann þjónar sem ,höfðingi lífsins‘ og hefur fengið vald frá Jehóva til að dæma „lifendur og dauða“. (Postulasagan 3:15; 2. Tímóteusarbréf 4:1) Hvernig gerir hann það? Með því að vekja aftur til lífsins þá sem sofa dauðasvefni. „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram,“ sagði Jesús við mannfjöldann sem hann prédikaði fyrir og bætti við: „Þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.“ (Jóhannes 5:28-30) Hvað bíður trúfastra karla og kvenna fortíðar?
9. (a) Hvað eiga margir eftir að uppgötva þegar þeir koma fram í upprisunni? (b) Hvaða víðtæka fræðslustarf verður unnið?
9 Þegar þessir trúföstu þjónar fortíðar verða reistir upp komast þeir fljótlega að raun um að loforðin, sem þeir treystu á, hafa ræst. Þeir munu hafa brennandi áhuga á að vita hvert sæði konu Guðs er sem nefnt er í fyrsta spádómi Biblíunnar í 1. Mósebók 3:15. Þeir eiga eftir að gleðjast yfir því að hinn fyrirheitni Messías, Jesús, var trúfastur allt til dauða og gaf þar með líf sitt sem lausnargjald. (Matteus 20:28) Þeir sem bjóða þá velkomna til lífsins hafa mikla ánægju af því að hjálpa þeim að skilja að þetta lausnargjald er merki um óverðskuldaða gæsku og miskunn Jehóva. Upprisnir menn munu lofa Jehóva þegar þeir komast að raun um hvernig ríki hans er að uppfylla fyrirætlun hans með jörðina. Þeir hafa næg tækifæri til að láta í ljós hollustu sína við ástkæran föður sinn á himnum og son hans. Allir sem þá lifa munu hafa yndi af því að taka þátt í víðtæku fræðslustarfi sem unnið verður til að kenna milljörðum upprisinna manna sem þurfa líka að viðurkenna lausnargjaldið.
10, 11. (a) Hvaða tækifæri hafa allir menn á jörðinni í þúsundáraríkinu? (b) Hvaða áhrif ætti þetta að hafa á okkur?
10 Þegar Abraham verður reistur upp verður mjög ánægjulegt fyrir hann að fá að lifa undir stjórn ,borgarinnar‘ sem hann vænti. (Hebreabréfið 11:10) Job á eftir að verða himinlifandi þegar hann kemst að raun um að lífsstefna hans styrkti aðra þjóna Jehóva sem glímdu við trúarprófraunir. Og Daníel hlýtur að brenna í skinninu að fá að vita hvernig spádómarnir uppfylltust sem honum var innblásið að skrásetja.
11 Já, allir sem fá að lifa í hinum nýja réttláta heimi, hvort sem þeir verða reistir upp eða lifa af þrenginguna miklu, eiga mikið eftir ólært um fyrirætlanir Jehóva með jörðina og mennina. Sú von að lifa að eilífu og lofa Jehóva um alla framtíð mun án efa gera fræðslustarfið í þúsundáraríkinu að einstöku gleðiefni. En það sem mestu máli skiptir er hvernig við hvert og eitt bregðumst við því sem við lærum um í bókunum. Förum við eftir því sem við lærum? Munum við hugleiða og taka til okkar þessar mikilvægu upplýsingar sem styrkja okkur fyrir lokatilraun Satans til að snúa okkur frá sannleikanum?
12. Hvað gerir öllum kleift að eiga fullan þátt bæði í fræðslustarfinu og í því að breyta jörðinni í paradís?
12 Ekki má gleyma þeirri dásamlegu blessun sem lausnarfórn Jesú kemur til leiðar. Þeir sem reistir verða upp munu ekki búa við þá fötlun og sjúkdóma sem við er að glíma núna. (Jesaja 33:24) Allir í nýja heiminum verða heilbrigðir og eiga fyrir sér að búa við fullkomna heilsu. Það gerir þeim kleift að eiga fullan þátt í að fræða milljarða upprisinna manna um veginn til lífsins. Jarðarbúar munu einnig taka þátt í stærsta verkefni sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í á jörðinni — að umbreyta allri jörðinni í paradís, Jehóva til lofs.
13, 14. Hvert er markmiðið með því að sleppa Satan lausum í lokaprófinu og hvaða útkoma er möguleg fyrir okkur hvert og eitt?
13 Þegar Satan verður látinn laus úr undirdjúpinu fyrir lokaprófið reynir hann aftur að Opinberunarbókinni 20:7-9 er sagt frá því að allar þjóðir, það er að segja hópar fólks sem láta afvegaleiðast sökum illra áhrifa Satans, fái sinn dóm: ,Eldur fellur af himni ofan og eyðir þeim.‘ Þetta þýðir að þeir sem reistir voru upp í þúsundáraríkinu og farast í þessari eyðingu hafa verið reistir upp til dóms. Á hinn bóginn fá ráðvandir menn, sem reistir voru upp, eilíft líf. Þeir hafa ,risið upp til lífsins‘. — Jóhannes 5:29.
leiða menn afvega. Í14 Hvernig getur upprisuvonin hughreyst okkur núna? Og hvað verðum við að gera til að tryggja að við njótum góðs af henni í framtíðinni?
Það sem við getum lært núna
15. Hvernig getur trú á upprisuna verið okkur til hjálpar núna?
15 Þú hefur kannski nýlega misst ástvin og ert að aðlaga þig þeim miklu breytingum sem slíkur missir hefur í för með sér. Upprisuvonin hjálpar þér að öðlast innri ró og styrk en það fá þeir ekki sem þekkja ekki sannleikann. Páll sagði Þessaloníkumönnum: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.“ (1. Þessaloníkubréf 4:13) Geturðu séð sjálfan þig fyrir þér verða vitni að upprisunni í nýja heiminum? Þú getur hlotið huggun núna með því að hugsa um þá von að hitta ástvini þína aftur.
16. Hvernig verður þér líklega innanbrjósts þegar upprisan á sér stað?
16 Ef til vill áttu við heilsubrest að glíma sem er afleiðing af uppreisn Adams. Láttu ekki þjáningarnar, sem þetta veldur, verða til þess að þú gleymir þeirri gleðilegu von að verða sjálfur reistur upp og fá að lifa við góða heilsu og fullur orku í nýja heiminum. Þú getur ekki annað en þakkað Guði fyrir ástúðlega umhyggju hans þegar þú opnar augun og sérð gleðina skína úr andliti þeirra sem taka á móti þér og gleðjast með þér yfir upprisu þinni.
17, 18. Hvað tvennt ættum við að taka til okkar?
17 Þar til sá tími rennur upp skulum við hugsa um tvennt sem við getum lært og ættum að taka til okkar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að þjóna Jehóva heilshugar núna. Við sýnum kærleika okkar til Jehóva og náungans með því að vera fórnfús líkt og meistari okkar, Jesús Kristur. Þó að andstaða eða ofsóknir ræni okkur lífsviðurværinu eða frelsinu erum við ákveðin í að vera staðföst í trúnni, hvaða erfiðleikum sem við kunnum að lenda í. Ef andstæðingar hóta okkur dauða hughreystir upprisuvonin okkur og styrkir þannig að við getum verið trúföst Jehóva og ríki hans. Já, með því að vera kappsöm í boðunar- og kennslustarfinu getum við horft fram til þeirrar blessunar sem Jehóva ætlar réttlátum mönnum.
18 Í öðru lagi skiptir máli hvernig við bregðumst við freistingum hins fallna holds. Þekking á upprisuvoninni og þakklæti fyrir óverðskuldaða gæsku Jehóva gefur okkur styrk til að vera staðföst í trúnni. „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru,“ varaði Jóhannes postuli við. „Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:15-17) Tælandi efnishyggja heimsins hefur lítið aðdráttarafl þegar við berum hana saman við „hið sanna líf“. (1. Tímóteusarbréf 6:17-19) Við stöndumst staðfastlega freistingar til að fremja saurlifnað. Við gerum okkur grein fyrir því að ef við stunduðum það sem rangt er í augum Jehóva og dæjum fyrir Harmagedón gætum við verið í sömu sporum og þeir sem hafa ekki von um upprisu.
19. Hvaða ómetanlega heiðri ættum við ekki að gleyma?
Orðskviðirnir 27:11) Við sýnum Jehóva hvorum megin við stöndum í deilumálinu um drottinvaldið yfir alheimi með því að vera trúföst allt til dauða eða þangað til þetta heimskerfi líður undir lok. Það verður síðan ómæld gleði að lifa í jarðnesku paradísinni annaðhvort eftir að hafa lifað þrenginguna miklu af eða hafa verið reist upp til lífsins.
19 Umfram allt ættum við aldrei að gleyma þeim ómetanlega heiðri að geta glatt hjarta Jehóva núna og um alla eilífð. (Þörfum okkar fullnægt
20, 21. Hvað hjálpar okkur að vera trúföst þó að mörgum spurningum um upprisuna sé ósvarað? Skýrðu svarið.
20 Eftir umfjöllun okkar um upprisuna er enn nokkrum spurningum ósvarað. Hvað gerir Jehóva varðandi þá sem voru giftir þegar þeir dóu? (Lúkas 20:34, 35) Mun upprisan eiga sér stað á svæðinu þar sem fólkið dó? Rís fólk upp nærri fjölskyldum sínum? Fjöldi annarra spurninga um það hvernig upprisunni verður háttað er enn ósvarað. Við ættum engu að síður að hafa orð Jeremía hugföst: „Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.“ (Harmljóðin 3:25, 26) Á tilsettum tíma Jehóva fáum við fullnægjandi svör við öllum spurningum okkar. Hvers vegna getum við verið viss um það?
21 Hugsaðu um það sem sálmaritaranum var innblásið að syngja um Jehóva: „Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.“ (Sálmur 145:16) Þegar við eldumst breytast langanir okkar. Við höfum ekki sömu væntingar núna og þegar við vorum börn. Lífsreynsla okkar og vonir hafa áhrif á það hvernig við lítum á lífið. Jehóva mun engu að síður fullnægja öllum réttmætum löngunum okkar í nýja heiminum.
22. Hvers vegna höfum við fulla ástæðu til að lofa Jehóva?
22 Það sem máli skiptir núna er að við séum hvert og eitt trúföst. „Þess [er] krafist 1. Korintubréf 4:2) Við erum ráðsmenn fagnaðarerindisins um Guðsríki. Að vera kappsöm í að boða fagnaðarerindið öllum sem við hittum hjálpar okkur að halda okkur á veginum til lífsins. Gleymdu aldrei þeirri staðreynd að „tími og tilviljun“ mætir okkur öllum. (Prédikarinn 9:11) Til að draga úr öllum óþarfa áhyggjum, sem fylgja óvissu lífsins, skaltu halda fast í hina dásamlegu upprisuvon. Og þú mátt vera viss um að ef svo virðist sem þú munir deyja áður en þúsundáraríki Krists hefst geturðu sótt hughreystingu í þá fullvissu að þú verður reistur upp. Þegar tími Guðs kemur geturðu endurómað orð Jobs til skaparans: „Þú mundir kalla, og ég — ég mundi svara þér.“ Lofaður sé Jehóva sem þráir að reisa upp alla sem hann geymir í minni sér. — Jobsbók 14:15.
af ráðsmönnum, að sérhver reynist trúr.“ ([Neðanmáls]
^ gr. 2 Sjá Vaknið! október-desember 1988, bls. 10, gefið út af Vottum Jehóva.
^ gr. 3 Sjá bókina Jehovah’s Witnesses — Proclaimers of God’s Kingdom, bls. 662, gefin út af Vottum Jehóva.
Manstu?
• Á hvaða grundvelli verður fólk dæmt í þúsundáraríkinu?
• Hvers vegna verða sumir ,reistir upp til lífsins‘ en aðrir „til dómsins“?
• Hvernig getur upprisuvonin hughreyst okkur núna?
• Hvernig geta orðin í Sálmi 145:16 hjálpað okkur að sætta okkur við að sumum spurningum um upprisuna skuli vera ósvarað?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 21]
Hvernig getur trú á upprisuna hjálpað okkur núna?