Upprisan — kenning sem snertir þig
Upprisan — kenning sem snertir þig
„Þá von hef ég til Guðs . . . að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ — POSTULASAGAN 24:15.
1. Hvernig varð upprisan að deiluefni í æðstaráðinu?
Í LOK þriðju trúboðsferðar sinnar árið 56 var Páll postuli í Jerúsalem. Rómverjar handtóku hann en honum var leyft að koma fram fyrir æðstaráð Gyðinga. (Postulasagan 22:29, 30) Þegar Páll horfði yfir ráðið tók hann eftir að þarna voru bæði saddúkear og farísear. Þessir tveir hópar voru ósammála um mikilvægt mál. Saddúkear afneituðu upprisunni en farísear viðurkenndu hana. Páll lýsti yfir trú sinni á upprisuna með eftirfarandi orðum: „Bræður, ég er farísei, af faríseum kominn. Ég er lögsóttur fyrir vonina um upprisu dauðra.“ Við þessi orð hans komst ráðið í uppnám. — Postulasagan 23:6-9.
2. Hvers vegna var Páll búinn undir að verja trú sína á upprisuna?
2 Mörgum árum áður, þegar Páll var á leiðinni til Damaskus, sá hann sýn þar sem hann heyrði rödd Jesú. Páll spurði hann jafnvel: „Hvað á ég að gjöra, herra?“ Jesús svaraði: „Rís upp og far til Damaskus. Þar mun þér verða sagt allt, sem þér er ætlað að gjöra.“ Hjálpsamur kristinn maður, Ananías að nafni, hafði upp á Páli í Damaskus. Hann sagði við Pál: „Guð feðra vorra hefur útvalið þig til að þekkja vilja sinn, að sjá hinn réttláta [hinn upprisna Jesú] og heyra raustina af munni hans.“ (Postulasagan 22:6-16) Það kemur því ekki á óvart að Páll hafi verið undir það búinn að verja trú sína á upprisuna. — 1. Pétursbréf 3:15.
Að boða upprisuvonina opinberlega
3, 4. Hvernig reyndist Páll vera dyggur málsvari upprisunnar og hvað getum við lært af honum?
3 Síðar kom Páll fram fyrir Felix landstjóra. Við það tækifæri sótti Tertúllus nokkur „málafærslumaður“ mál Gyðinga. Hann sakaði Pál um að vera leiðtogi villuflokks og kveikja ófrið. Páll svaraði blátt áfram: „Ég játa þér, að ég þjóna Guði feðra vorra samkvæmt veginum, sem þeir kalla villu.“ Því næst beinir hann athyglinni að aðalmálinu þegar hann heldur áfram: „Þá von hef ég til Guðs, sem þeir og sjálfir hafa, að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ — Postulasagan 23:23, 24; 24:1-8, 14, 15.
4 Um tveimur árum síðar bað Porkíus Festus, eftirmaður Felixar, Heródes Agrippu konung að taka þátt í að yfirheyra Pál. Festus gaf þá skýringu að ákærendurnir deildu um þá fullyrðingu Páls að ,Jesús nokkur, látinn maður, væri lifandi‘. Páll spurði sér til varnar: „Hvers vegna teljið þér það ótrúlegt, að Guð veki upp dauða?“ Síðan lýsti hann yfir: „En Guð hefur hjálpað mér, og því stend ég allt til þessa dags og vitna bæði fyrir háum og lágum. Mæli ég ekki annað Postulasagan 24:27; 25:13-22; 26:8, 22, 23) Páll var sannarlega dyggur málsvari upprisunnar. Við getum líka sagt öðrum frá upprisunni af sannfæringarkrafti. En við hvaða viðbrögðum megum við búast? Líklega þeim sömu og Páll fékk.
en það, sem bæði spámennirnir og Móse hafa sagt að verða mundi, að Kristur ætti að líða og fyrstur rísa upp frá dauðum og boða bæði lýðnum og heiðingjunum ljósið.“ (5, 6. (a) Hver urðu viðbrögðin þegar postularnir töluðu um upprisuna? (b) Hvað er mikilvægt að gera þegar við segjum öðrum frá upprisunni?
5 Athugum hvað átti sér stað nokkru áður þegar Páll fór til Aþenu í annarri trúboðsferð sinni (um 49-52). Hann rökræddi þar við fólk sem trúði á marga guði og hvatti það til að gefa gaum að þeirri fyrirætlun Guðs að dæma heimsbyggðina með réttvísi fyrir milligöngu manns sem hann hafði valið til þess. Þetta var enginn annar en Jesús. Páll útskýrði að Guð hefði tryggt þetta með því að reisa Jesú upp. Hvernig brugðust menn við? Við lesum: „Þegar þeir heyrðu nefnda upprisu dauðra, gjörðu sumir gys að, en aðrir sögðu: ,Vér munum hlusta á þetta hjá þér öðru sinni.‘“ — Postulasagan 17:29-32.
6 Þessi viðbrögð minna um margt á það sem Pétur og Jóhannes upplifðu stuttu eftir hvítasunnuna árið 33. Þar áttu saddúkear einnig stóran þátt í deilunum. Postulasagan 4:1-4 lýsir því sem átti sér stað: „Meðan þeir voru að tala til fólksins, komu að þeim prestarnir, varðforingi helgidómsins og saddúkearnir. Þeir voru æfir af því að postularnir voru að kenna fólkinu og boða upprisu dauðra í Jesú.“ Aðrir brugðust hins vegar vel við. „Margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.“ Það er augljóst að fólk getur brugðist við með ýmsum hætti þegar við segjum frá upprisuvoninni. Með hliðsjón af því er mikilvægt að styrkja trúna á þessa kenningu.
Trúin og upprisan
7, 8. (a) Hvernig getur trúin verið til einskis eins og bent var á í bréfi til Korintusafnaðarins? (b) Hvað hefur réttur skilningur á upprisuvoninni í för með sér?
7 Það fannst ekki öllum sem gerðust kristnir á fyrstu öldinni auðvelt að viðurkenna upprisuvonina. Sumir af þeim voru í söfnuðinum í Korintu. Páll skrifaði þeim: „Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.“ Páll sýndi fram á sannleiksgildi þessa með því að benda á að hinn upprisni Kristur hefði ,birst meira en fimm hundruð bræðrum‘ og flestir þeirra voru enn á lífi auk Páls. (1. Korintubréf 15:3-8) Hann hélt rökleiðslu sinni áfram og sagði: „Ef nú er prédikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkrir yðar sagt, að dauðir rísi ekki upp? Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn. En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.“ — 1. Korintubréf 15:12-14.
8 Já, upprisukenningin er algert grundvallaratriði. Ef hún er ekki viðurkennd sem staðreynd er kristin trú til einskis. Réttur skilningur á upprisunni greinir sannkristna menn frá falskristnum. (1. Mósebók 3:4; Esekíel 18:4) Páll telur upprisuna með ,byrjunar-kenningum‘ kristninnar. Verum staðráðin í að „sækja fram til fullkomleikans“. „Og þetta munum vér gjöra ef Guð lofar,“ segir Páll. — Hebreabréfið 6:1-3.
Upprisuvonin
9, 10. Hvað er átt við þegar talað er um upprisu í Biblíunni?
9 Við getum styrkt trú okkar á upprisuna 2. Tímóteusarbréf 2:2; Jakobsbréfið 4:8.
enn frekar með því að skoða spurningar eins og: Hvað á Biblían við þegar hún talar um upprisu? Hvernig upphefur kenningin um upprisu kærleika Jehóva? Svörin við þessum spurningum færa okkur nær Guði og hjálpa okkur um leið að fræða aðra um upprisuna. —10 „Upprisa“ er þýðing á grísku orði sem merkir bókstaflega „það að standa upp aftur“. Hvað felur þetta hugtak í sér? Samkvæmt Biblíunni er upprisuvonin sú sannfæring að látinn maður geti lifað á ný. Í Biblíunni kemur einnig fram að þegar hann er reistur upp fái hann annaðhvort mannslíkama eða andalíkama eftir því hvort hann hefur jarðneska eða himneska von. Við erum snortin af kærleika, visku og mætti Jehóva sem kemur svo skýrt fram í þessari dásamlegu von.
11. Hvaða von hafa andasmurðir þjónar Guðs?
11 Þegar Jesús var reistur upp fékk hann andalíkama sem gerði honum mögulegt að þjóna á himnum. Því er eins farið með andasmurða bræður hans. (1. Korintubréf 15:35-38, 42-53) Jesús og bræður hans munu ríkja saman í Messíasarríkinu og koma á paradís á jörðinni. Hinir andasmurðu eru konunglegt prestafélag undir stjórn Jesú Krists sem er æðstiprestur. Þeir munu gera mönnum kleift að njóta góðs af lausnarfórn Krists í nýjum og réttlátum heimi. (Hebreabréfið 7:25, 26; 9:24; 1. Pétursbréf 2:9; Opinberunarbókin 22:1, 2) Þangað til langar hina andasmurðu, sem enn eru á jörðinni, til að vera velþóknanlegir Guði. Þegar þeir deyja fá þeir „endurgoldið“ með því að þeir eru reistir upp til himna sem ódauðlegar andaverur. (2. Korintubréf 5:1-3, 6-8, 10; 1. Korintubréf 15:51, 52; Opinberunarbókin 14:13) „Ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans,“ skrifaði Páll, „munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans.“ (Rómverjabréfið 6:5) En hvað um þá sem hafa þá von að verða reistir upp til lífs á jörðinni sem menn? Hvernig getur þessi von fært þá nær Guði? Við getum lært mikið af að skoða fordæmi Abrahams.
Upprisan og vinátta við Jehóva
12, 13. Hvaða sterka grundvöll hafði Abraham fyrir trú sinni á upprisu?
12 Abraham hafði einstaka trú og var kallaður „Guðs vinur“. (Jakobsbréfið 2:23) Páll talaði þrisvar sinnum um trú Abrahams þegar hann taldi upp trúfasta karla og konur í 11. kafla Hebreabréfsins. (Hebreabréfið 11:8, 9, 17) Í þriðja skiptið beindi Páll athyglinni að trúnni sem Abraham sýndi þegar hann hlýddi Guði og bjó sig undir að fórnfæra Ísak, syni sínum. Abraham var fullviss um að Jehóva myndi standa við loforð sitt um að gefa honum afkomendur í ættlegg Ísaks. Þó að Ísak myndi deyja fórnardauða „hugði [Abraham], að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum“.
Hebreabréfið 11:19) Abraham hafði fengið sterkan grundvöll fyrir trú sinni á upprisuna áður en þetta átti sér stað. Jehóva hafði endurlífgað getnaðarmátt hans þegar hann og Sara, kona hans, eignuðust soninn Ísak í hárri elli. — 1. Mósebók 18:10-14; 21:1-3; Rómverjabréfið 4:19-21.
13 Þegar Jehóva sá hvílíka trú Abraham hafði sá hann fyrir dýri til fórnar í stað Ísaks. Þessi atburður fyrirmyndaði samt upprisuna eins og Páll útskýrði: „Þess vegna má svo að orði kveða, að hann [Abraham] heimti hann [Ísak] aftur úr helju“. (14. (a) Hvers vænti Abraham samkvæmt Hebreabréfinu 11:9, 10? (b) Hvað verður að gerast til að Abraham geti notið þeirra blessana sem Guðsríki veitir í nýja heiminum? (c) Hvernig getum við notið þeirra blessana sem Guðsríki veitir?
14 Páll lýsti Abraham sem útlendingi sem hafðist við í tjöldum. „Hann vænti þeirrar borgar, sem hefur traustan grunn, þeirrar, sem Guð er smiður að og byggingarmeistari.“ (Hebreabréfið 11:9, 10) Þetta var ekki bókstafleg borg líkt og Jerúsalem þar sem musteri Guðs var. Þetta var táknræn borg, himneskt ríki Guðs sem samanstendur af Jesú Kristi og 144.000 meðstjórnendum hans. Einnig er talað um hinar 144.000 í himneskri dýrð sinni sem „borgina helgu, nýja Jerúsalem“, „brúði“ Krists. (Opinberunarbókin 21:2) Árið 1914 krýndi Jehóva Jesú sem Messíasarkonung í ríki sínu á himnum og sagði honum að ríkja mitt á meðal óvina sinna. (Sálmur 110:1, 2; Opinberunarbókin 11:15) Abraham, „Guðs vinur“, verður að fá lífið á ný til að geta upplifað þær blessanir sem Guðsríki veitir. Við verðum að sama skapi að vera lifandi í nýjum heimi Guðs til að njóta þessara blessana, annaðhvort sem hluti af þeim sem lifa Harmagedón af eða þeim sem verða reistir upp frá dauðum. (Opinberunarbókin 7:9, 14) En hver er grundvöllur upprisuvonarinnar?
Kærleikur Guðs — grundvöllur upprisuvonarinnar
15, 16. (a) Hvernig leggur fyrsti spádómur Biblíunnar grunninn að upprisuvon okkar? (b) Hvernig getur trúin á upprisu fært okkur nær Jehóva?
15 Sökum þess að við höfum náið samband við himneskan föður okkar, sterka trú líkt og Abraham og hlýðum fyrirmælum Jehóva er hægt að lýsa okkur réttlát og Jehóva getur litið á okkur sem vini sína. Við höfum þá tækifæri til að njóta góðs af stjórn Guðsríkis. Fyrsti spádómurinn í orði Guðs, í 1. Mósebók 3:15, leggur grunninn að upprisuvoninni og vináttu við Guð. Þar er ekki aðeins sagt fyrir að höfuð Satans verði marið heldur einnig að hæll sæðis konu Guðs verði marinn. Dauði Jesú á staurnum var táknrænt hælmar. Upprisa hans á þriðja degi græddi þetta sár og gerði mögulegt að láta til skarar skríða gegn ,þeim sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöflinum‘. — Hebreabréfið 2:14.
16 Páll minnir okkur á að „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum“. (Rómverjabréfið 5:8) Þakklæti fyrir þessa óverðskulduðu góðvild færir okkur nær Jesú og kærleiksríkum föður okkar á himnum. — 2. Korintubréf 5:14, 15.
17. (a) Hvaða von lét Job í ljós? (b) Hvað opinberar Jobsbók 14:15 um Jehóva og hvaða áhrif hefur það á þig?
17 Job, trúfastur maður sem var uppi fyrir daga kristninnar, hlakkaði einnig til upprisunnar. Satan olli honum miklum Jobsbók 14:14, 15) Já, Jehóva horfir með eftirvæntingu fram til þess tíma þegar trúfastir menn lifna við í upprisunni. Það færir okkur óneitanlega nær honum að hugleiða kærleika hans og þá óverðskulduðu náð sem hann sýnir okkur þrátt fyrir að við séum ófullkomin. — Rómverjabréfið 5:21; Jakobsbréfið 4:8.
þjáningum. Ólíkt falsvinum hans, sem minntust aldrei á upprisu, sótti Job huggun í þessa von og spurði: „Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ Hann svaraði spurningunni sjálfur: „Þá skyldi ég þreyja alla daga herþjónustu minnar, þar til er lausnartíð mín kæmi.“ Hann sagði við Jehóva, Guð sinn: „Þú mundir kalla, og ég — ég mundi svara þér.“ Job sagði um tilfinningar kærleiksríks skapara okkar: „Þú mundir þrá verk handa þinna.“ (18, 19. (a) Hvaða von hefur Daníel um að lifa á ný? (b) Hvað verður til umfjöllunar í næstu grein?
18 Spámaðurinn Daníel, sem engill kallaði ,ástmög Guðs‘, þjónaði trúfastlega á langri ævi. (Daníel 10:11, 19) Hann var ráðvandur allt frá því að hann var sendur í útlegð árið 617 f.o.t. og þar til hann dó skömmu eftir að hann sá sýn árið 536 f.o.t., á þriðja ríkisári Kýrusar Persakonungs. (Daníel 1:1; 10:1) Það var einhvern tíma á því ári að Daníel sá sýn um uppgang og fall heimsveldanna sem lýkur með þrengingunni miklu sem fram undan er. (Daníel 11:1–12:13) Daníel skildi ekki sýnina til fulls og spurði því engilinn sem birti honum hana: „Herra minn, hver mun endir á þessu verða?“ Í svari sínu benti engillinn á endalokatímann þegar ,hinir vitru myndu skilja það‘. En hvaða von hafði Daníel? Engillinn sagði: „Þú munt hvílast og upp rísa til að taka þitt hlutskipti við endi daganna.“ (Daníel 12:8-10, 13) Daníel mun snúa aftur „í upprisu réttlátra“ í þúsundáraríki Krists. — Lúkas 14:14.
19 Nú er langt liðið á tíma endalokanna og við erum nær þúsundáraríki Krists en þegar við tókum trú. Við verðum því að spyrja okkur: Verð ég í nýja heiminum ásamt Abraham, Job, Daníel og öðrum trúföstum körlum og konum? Við verðum þar ef við höldum okkur nálægt Jehóva og hlýðum fyrirmælum hans. Í næstu grein lærum við enn meira um upprisuvonina og sjáum hverjir verða reistir upp.
Manstu?
• Hvaða viðbrögð fékk Páll þegar hann boðaði trú sína á upprisu?
• Hvers vegna aðgreinir upprisuvonin sannkristna menn frá falskristnum?
• Hvernig vitum við að Abraham, Job og Daníel trúðu á upprisu?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 8]
Þegar Páll stóð frammi fyrir Felix landstjóra kunngerði hann upprisuvonina af sannfæringu.
[Mynd á blaðsíðu 10]
Hvers vegna trúði Abraham á upprisu?
[Mynd á blaðsíðu 12]
Job sótti huggun í upprisuvonina.
[Mynd á blaðsíðu 12]
Daníel fær lífið aftur í upprisu réttlátra.