Ætlar þú að koma?
Ætlar þú að koma?
Koma hvert? Á þriggja daga landsmót Votta Jehóva sem ber stefið „Hlýðni við Guð“.
Dagskráin hefst alla dagana kl. 9:30 með tónlist. Stef föstudagsins er „Hlýðið minni raustu, þá skal ég vera yðar Guð“. (Jeremía 7:23) Eftir ræðurnar „Við erum undursamlega sköpuð“ og „Hvers vegna ætti upprisuvonin að vera þér raunveruleg?“ lýkur morgundagskránni með stefræðu mótsins: „Hlýðum Guði eins og fyrirmynd okkar gerði.“
Síðdegis á föstudeginum verða fluttar ræðurnar: „Hyggja andans leiðir til lífs,“ „Varist alla ágirnd“ og „Fylgjum ekki uppspunnum skröksögum“. Síðan mun tvískipt ræðusyrpa beina athyglinni að biblíubókum Haggaí og Sakaría. Dagskránni lýkur svo með ræðunni „Þjáningar taka brátt enda“.
Stef laugardagsins er „Af hjarta hlýðnir“ „í öllu“ og er byggt á Rómverjabréfinu 6:17 og 2. Korintubréfi 2:9. Fyrir hádegi verður meðal annars flutt þriggja þátta ræðusyrpa sem ber stefið „Fjölskyldur, sem fylgja frumreglum Biblíunnar, eru hamingjusamar“. Þar verður brugðið upp sýnidæmum, tekin viðtöl og athyglinni beint að því hvernig allir í fjölskyldunni — eiginmaðurinn, eiginkonan og börnin — geta stuðlað að hamingju hennar. Morgundagskránni lýkur með ræðunni „Já ykkar sé já“ og að henni lokinni geta þeir sem hæfir eru látið skírast.
Síðdegis á laugardegi verða fluttar ræður eins og „Snú augum mínum frá því að horfa á hégóma“ og „Snúið til hans sem er hirðir sálna ykkar“. Ræðusyrpa í tveimur hlutum fylgir í kjölfarið en hún ber stefið „Hlýðið þeim sem fara með forystuna“. Lokaræða dagsins nefnist „Hvað kennir Biblían?“ og er einn af hápunktum mótsins.
Dagskrá sunnudagsins fjallar um stefið „Hlýð þú öllum þessum boðorðum . . . svo að þér vegni vel“ og það er byggt á 5. Mósebók 12:28. Í þrískiptri ræðusyrpu, „Hjálpum öðrum að hlýða því sem Biblían kennir“, verða veitt raunhæf ráð um það hvernig hefja megi biblíunámskeið og stjórna þeim.
Morgundagskránni lýkur með sviðsettu leikriti sem heitir „Settu þér markmið sem eru Guði til heiðurs“. Það kemur í kjölfar ræðunnar „Unglingar — stuðla markmið ykkar að velgengni?“ Þessi ræða gefur tóninn fyrir leikritið sem fjallar um Tímóteus á yngri árum en óeigingirni hans er unglingum góð fyrirmynd. Síðdegis verður fluttur opinberi fyrirlesturinn: „Hverjum ber okkur að hlýða?“
Gerðu ráðstafanir til að sækja mótið. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 9:30 - 12:10 og 14:00 - 17:05. Laugardagur: 9:30 - 12:20 og 14:00 - 17:05. Sunnudagur: 9:30 - 12:15 og 13:40 - 16:10.
Mótið verður haldið í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, 5. - 7. ágúst 2005