Göngum með Guði á ólgutímum
Göngum með Guði á ólgutímum
„Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt.“ — 1. MÓSEBÓK 5:24.
1. Nefndu sumt af því sem einkennir okkar daga.
ÓLGUTÍMAR. Þetta orð lýsir vel þeim ókyrrðar- og ofbeldistímum sem mannkynið hefur upplifað frá árinu 1914 þegar Messíasarríkið var stofnsett. Frá þeim tíma hafa mennirnir lifað á hinum „síðustu dögum“. Hörmungar eins og hungursneyðir, farsóttir, jarðskjálftar og stríð hafa hrjáð mannkynið í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. (2. Tímóteusarbréf 3:1; Opinberunarbókin 6:1-8) Þeir sem tilbiðja Jehóva fara ekki varhluta af þessu. Við þurfum öll að kljást við erfiðleika og óstöðugleika þessa tíma að einhverju marki. Fjárhagsáhyggjur, glæpir, veikindi og ólga í stjórnmálum geta gert mönnum mjög erfitt fyrir.
2. Hvaða erfiðleikum standa þjónar Jehóva frammi fyrir?
2 Auk þess hafa margir þjónar Jehóva þurft að þola stöðugar ofsóknir af því að Satan hefur haldið áfram að heyja stríð við þá sem „varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú“. (Opinberunarbókin 12:17) Og þótt við höfum ekki öll þurft að líða beinar ofsóknir verða allir sannkristnir menn að berjast gegn Satan djöflinum og anda heimsins sem hann ýtir undir. (Efesusbréfið 2:2; 6:12) Við þurfum að vera stöðugt á verði til að láta þennan anda ekki hafa áhrif á okkur vegna þess að við finnum fyrir honum í vinnunni, í skólanum og annars staðar þar sem við þurfum að umgangast fólk sem hefur engan áhuga á sannri tilbeiðslu.
Göngum með Guði en ekki fólki í heiminum
3, 4. Að hvaða leyti eru kristnir menn ólíkir öðrum?
3 Kristnir menn á fyrstu öldinni þurftu einnig að berjast kröftuglega á móti anda heimsins og fyrir vikið voru þeir mjög ólíkir fólki fyrir utan kristna söfnuðinn. Páll lýsti muninum og skrifaði: „Þetta segi ég þá og vitna í nafni Drottins: Þér megið ekki framar hegða yður eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er allslaus, skilningur þeirra blindaður og þeir eru Efesusbréfið 4:17-19.
fjarlægir lífi Guðs vegna vanþekkingarinnar, sem þeir lifa í, og síns harða hjarta. Þeir eru tilfinningalausir og hafa ofurselt sig lostalífi, svo að þeir fremja alls konar siðleysi af græðgi.“ —4 Þessi orð lýsa vel hinu andlega og siðferðilega myrkri í heiminum, bæði á dögum Páls og á okkar tímum. Kristnir menn hegða sér ekki „eins og heiðingjarnir hegða sér“ heldur njóta þeir þess heiðurs að ganga með Guði líkt og kristnir menn á fyrstu öldinni. Sumir velta samt fyrir sér hvort það sé rökrétt að segja að lítilvægir og ófullkomnir menn geti gengið með Jehóva. En Biblían sýnir fram á að svo sé. Jehóva væntir þess meira að segja af þeim. Á áttundu öld f.Kr. skrifaði spámaðurinn Míka þessi innblásnu orð: „Hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?“ — Míka 6:8.
Hvernig og hvers vegna ættum við að ganga með Guði?
5. Hvernig geta ófullkomnir menn gengið með Guði?
5 Hvernig getum við gengið með ósýnilegum og alvöldum Guði? Það er augljóslega ekki eins og þegar við göngum með mönnum. Þegar Biblían talar um „að ganga“ getur það merkt að „fylgja ákveðinni lífsstefnu“. * Með þetta í huga gerum við okkur grein fyrir því að til að ganga með Guði verðum við að velja lífsbraut sem er honum þóknanleg. Þegar við fetum þennan veg verðum við ólík flestum öðrum. En kristnir menn vita að þetta er eina rétta leiðin. Hvers vegna má segja það? Ástæðurnar eru margar.
6, 7. Hvers vegna er besta lífsstefnan sú að ganga með Guði?
6 Í fyrsta lagi er Jehóva skapari okkar og lífgjafi og hann veitir okkur allt sem við þurfum til að viðhalda lífinu. (Opinberunarbókin 4:11) Þar af leiðandi er hann sá eini sem hefur rétt til að segja okkur á hvaða braut við eigum að ganga. Þar að auki er farsælasta lífsbrautin, sem hægt er að hugsa sér, sú að ganga með Guði. Jehóva hefur gert þeim sem ganga með honum kleift að fá fyrirgefningu synda sinna og hann veitir þeim örugga von um eilíft líf. Algóður faðir okkar á himnum gefur þeim einnig viturleg ráð til að hjálpa þeim að lifa innihaldsríku lífi þó svo að þeir séu ófullkomnir og búi í heimi sem er á valdi Satans. (Jóhannes 3:16; 2. Tímóteusarbréf 3:15, 16; 1. Jóhannesarbréf 1:8; 2:25; 5:19) Önnur ástæða til að ganga með Guði er sú að þannig stuðlum við að friði og einingu innan safnaðarins. — Kólossubréfið 3:15, 16.
7 En mikilvægasta ástæðan fyrir því að ganga með Guði er sú að þannig sýnum við hvaða afstöðu við tökum í deilumálinu um æðsta valdið yfir alheiminum sem vakin var upp í Edengarðinum. (1. Mósebók 3:1-6) Við sýnum með lífsstefnu okkar að við stöndum algerlega með Jehóva og boðum óhrædd að hann einn hafi réttinn til að stjórna. (Sálmur 83:19) Þannig breytum við í samræmi við bænir okkar um að nafn Guðs verði helgað og að vilji hans verði gerður. (Matteus 6:9, 10) Það er svo sannarlega viturlegt að velja að ganga með Guði. Þeir sem feta þann veg geta verið vissir um að þeir séu á réttri leið af því að Jehóva er alvitur Guð. Hann gerir aldrei mistök. — Rómverjabréfið 16:27.
8. Að hvaða leyti voru dagar Enoks og Nóa líkir okkar dögum?
8 En hvernig er hægt að lifa eins og kristnum manni sæmir á svona ólgusömum tímum þegar flestir hafa engan áhuga á að þjóna Jehóva? Við fáum svar við þeirri spurningu þegar við lítum á frásögur um trúfasta menn til forna sem voru ráðvandir á mjög erfiðum tímum. Tveir þeirra voru Enok og Nói. Þeir lifðu báðir á tímum sem svipar mjög til okkar tíma. Illskan var í algleymingi. Á dögum Nóa var jörðin full af ofbeldi og siðleysi. Enok og Nói stóðust hins vegar anda heimsins og gengu með Jehóva. Hvernig fóru þeir að því? Til að svara þeirri spurningu verður fjallað um fordæmi Enoks í þessari grein og um Nóa í þeirri næstu.
Enok gekk með Guði á ólgutímum
9. Hvað vitum við um Enok?
9 Enok er sá fyrsti sem Biblían segir að hafi gengið með Guði. Í henni stendur: „Eftir að Enok gat Metúsala gekk hann með Guði.“ (1. Mósebók 5:22) Í frásögunni er því næst tilgreint hve lengi Enok lifði en það var ekki hár aldur í þá daga þó að það teljist langur tími miðað við venjulega mannsævi nú á dögum. Síðan heldur frásagan áfram: „Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt.“ (1. Mósebók 5:24) Jehóva nam hann greinilega burt úr landi lifenda og svæfði hann dauðasvefni áður en andstæðingar hans gátu lagt hendur á hann. (Hebreabréfið 11:5, 13) Fyrir utan þessi stuttu vers minnist Biblían sjaldan á Enok. En miðað við þær upplýsingar, sem við höfum, og aðrar vísbendingar er full ástæða til að segja að hann hafi lifað á ólgutímum.
10, 11. (a) Hvernig breiddist siðspillingin út eftir að Adam og Eva gerðu uppreisn? (b) Hvað boðaði Enok og hvaða viðbrögð hlýtur hann að hafa fengið?
10 Hugsum til dæmis um það hve hratt siðspillingin breiddist út meðal manna eftir syndafall Adams. Biblían greinir frá því að Kain, frumburður Adams, hafi orðið fyrsti morðinginn þegar hann drap Abel, bróður sinn. (1. Mósebók 4:8-10) Eftir að Abel var myrtur fæddist Adam og Evu annar sonur sem þau nefndu Set. Við lesum um hann: „Set fæddist og sonur, og nefndi hann nafn hans Enos. Þá hófu menn að ákalla nafn Drottins.“ (1. Mósebók 4:25, 26) Því miður ákölluðu menn nafn Jehóva ekki á réttan hátt. * Árum eftir að Enos fæddist orti Lamek, afkomandi Kains, ljóð fyrir konur sínar tvær þar sem hann gortaði af því að hafa drepið ungan mann sem særði hann. Hann aðvaraði einnig: „Verði Kains hefnt sjö sinnum, þá skal Lameks hefnt verða sjö og sjötíu sinnum!“ — 1. Mósebók 4:10, 19, 23, 24.
11 Sjá má af fyrrnefndum ritningarstöðum að siðspillingin, sem Satan kom af stað í Edengarðinum, hefur fljótlega leitt til þess að illskan varð allsráðandi meðal afkomenda Adams. Enok var spámaður Jehóva í þessum óguðlega heimi en innblásin orð hans hafa mikla þýðingu enn þann dag í dag. Í Júdasarbréfi kemur fram að Enok spáði: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum og til að sanna alla óguðlega menn seka Júdasarbréfið 14, 15) Þessi orð eiga eftir að rætast að fullu í Harmagedón. (Opinberunarbókin 16:14, 16) Við megum samt vera viss um að á dögum Enoks hafi margir „óguðlegir syndarar“ verið óhressir með að hlusta á spádóm hans. Það var mjög kærleiksríkt af Jehóva að sjá til þess að þeir næðu ekki að leggja hendur á hann.
um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.“ (Hvað styrkti Enok í að ganga með Guði?
12. Hvað gerði Enok ólíkan samtíðarmönnum sínum?
12 Adam og Eva hlustuðu á Satan meðan þau voru í Eden og Adam gerði uppreisn gegn Jehóva. (1. Mósebók 3:1-6) Abel, sonur þeirra, tók aðra stefnu í lífinu og Jehóva hafði velþóknun á honum. (1. Mósebók 4:3, 4) Því miður voru fæstir afkomendur Adams eins og Abel. En Enok, sem fæddist hundruðum ára seinna, gekk sömu braut og hann. Hver var munurinn á Enok og mörgum öðrum afkomendum Adams? Páll postuli svaraði þeirri spurningu: „Fyrir trú var Enok burt numinn, að eigi skyldi hann dauðann líta. ‚Ekki var hann framar að finna, af því að Guð hafði numið hann burt.‘ Áður en hann var burt numinn, hafði hann fengið þann vitnisburð, ‚að hann hefði verið Guði þóknanlegur.‘“ (Hebreabréfið 11:5) Enok var einn af „fjölda votta“ fyrir daga kristninnar sem sýndu framúrskarandi fordæmi í trú. (Hebreabréfið 12:1) Það var trú sem gerði Enok kleift að halda áfram að breyta rétt alla sína ævi þó að hann lifði töluvert yfir 300 ár — meira en þrefalt æviskeið flestra manna sem nú lifa.
13. Hvers konar trú hafði Enok?
13 Páll lýsti trú Enoks og annarra votta þegar hann skrifaði: „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“ (Hebreabréfið 11:1) Já, trúin er fullvissa um að vonir okkar rætist. Trúnni fylgir svo sterk eftirvænting að hún hefur áhrif á það hvað okkur finnst mikilvægt í lífinu. Þess konar trú gerði Enok kleift að ganga með Guði jafnvel þótt aðrir menn gerðu það ekki.
14. Á hvaða góða grunni kann Enok að hafa reist trú sína?
14 Sönn trú er byggð á nákvæmri þekkingu. Hvaða þekkingu hafði Enok? (Rómverjabréfið 10:14, 17; 1. Tímóteusarbréf 2:4) Hann hefur vafalaust vitað hvað gerðist í Eden. Auk þess hefur hann líklega fengið að vita hvernig var að búa í Edengarðinum sem var hugsanlega enn þá til þótt mennirnir hefðu ekki aðgang að honum. (1. Mósebók 3:23, 24) Hann þekkti líka fyrirætlun Guðs um að afkomendur Adams ættu að uppfylla jörðina og breyta henni í paradís. (1. Mósebók 1:28) Honum hefur einnig þótt vænt um loforð Jehóva um sæði sem myndi merja höfuð Satans og gera að engu öll þau illu áhrif sem blekkingar hans hafa haft. (1. Mósebók 3:15) Innblásinn spádómur Enoks, sem skráður er í Júdasarbréfi, tengist meira að segja því að sæði Satans verði afmáð. Þar sem Enok hafði sterka trú vitum við að hann tilbað Jehóva í bjargfastri von um „að hann umbuni þeim, er hans leita“. (Hebreabréfið 11:6) Þó að Enok hafi ekki haft alla þá þekkingu sem við höfum dugði hún honum til að leggja góðan grunn að sterkri trú. Þar sem hann hafði slíka trú gat hann verið ráðvandur Guði á ólgutímum.
Fylgjum fordæmi Enoks
15, 16. Hvernig getum við fylgt fordæmi Enoks?
15 Við viljum þóknast Jehóva á þessum erfiðu tímum, rétt eins og Enok, og ættum því að fylgja fordæmi hans. Við þurfum að afla okkur Sálmur 119:101; 2. Pétursbréf 1:19) Við verðum að hafa viðhorf Guðs okkur til viðmiðunar og keppast alltaf eftir því að þóknast honum í öllu því sem við gerum og hugsum.
nákvæmrar þekkingar á Jehóva og fyrirætlun hans og viðhalda henni. En það þarf meira til. Við þurfum að láta þessa þekkingu stýra skrefum okkar. (16 Við höfum engar heimildir um aðra sem þjónuðu Jehóva á dögum Enoks þannig að hann var annaðhvort sá eini eða tilheyrði fámennum minnihluta. Við erum líka í minnihluta en það dregur ekki úr okkur kjarkinn. Jehóva styður okkur og gildir þá einu hver berst á móti okkur. (Rómverjabréfið 8:31) Með hugrekki varaði Enok við því að óguðlegum mönnum yrði eytt. Við sýnum líka hugrekki þegar við boðum „þetta fagnaðarerindi um ríkið“ þrátt fyrir háðsyrði, andstöðu og ofsóknir. (Matteus 24:14) Enok lifði ekki eins lengi og margir samtímamenn hans. Hann setti samt ekki traust sitt á heiminn heldur horfði fram til nokkurs sem var mun betra. (Hebreabréfið 11:10, 35) Við horfum líka fram til þess tíma þegar fyrirætlun Jehóva verður að veruleika. Við nýtum okkur því ekki heiminn til fulls heldur notum við krafta okkar og efnislegar eigur fyrst og fremst til að þjóna Jehóva. — 1. Korintubréf 7:31.
17. Hvaða þekkingu höfum við sem Enok hafði ekki og hvað ættum við þess vegna að gera?
17 Enok treysti því að hið fyrirheitna sæði Guðs kæmi fram á tilskildum tíma. Nú eru liðin næstum 2000 ár frá því að þetta sæði, sem er Jesús Kristur, kom fram á sjónarsviðið, greiddi lausnargjaldið og opnaði okkur og öðrum trúföstum þjónum eins og Enok leið til eilífs lífs. Jesús, sem nú er konungur í ríki Guðs, varpaði Satan af himnum niður til jarðar og við sjáum ummerki um þær þrengingar sem það hefur valdið allt í kringum okkur. (Opinberunarbókin 12:12) Já, við höfum aðgang að mun meiri þekkingu en Enok hafði. Við skulum því sýna sterka trú eins og hann. Látum traust okkar á loforð Guðs hafa áhrif á allt sem við gerum. Líkjum eftir Enok með því að ganga með Guði á ólgutímum.
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Sjá bókina Insight on the Scriptures, 1. bindi, bls. 220, gr. 6. Gefin út af Vottum Jehóva.
^ gr. 10 Fyrir daga Enosar talaði Jehóva við Adam. Abel færði Jehóva þóknanlega fórn. Guð talaði jafnvel við Kain áður en hann framdi morð sökum öfundsýki og bræði. Þegar fólk fór að „ákalla nafn Drottins“ hlýtur það að hafa verið á annan hátt og ekki samkvæmt hreinni tilbeiðslu.
Hverju svarar þú?
• Hvað þýðir það að ganga með Guði?
• Hvers vegna er besta lífsstefnan sú að ganga með Guði?
• Hvað gerði Enok kleift að ganga með Guði á ólgutímum?
• Hvernig getum við líkt eftir Enok?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 15]
„Enok gekk með Guði“ í trú.
[Mynd á blaðsíðu 17]
Við erum sannfærð um að loforð Jehóva rætist.
[Mynd rétthafi á blaðsíðu 13]
Kona, lengst til hægri: FAO photo/B. Imevbore; hrunin bygging: San Hong R-C Picture Company.