Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig við getum stjórnað tilfinningum okkar

Hvernig við getum stjórnað tilfinningum okkar

Hvernig við getum stjórnað tilfinningum okkar

VIRÐAST neikvæðar tilfinningar stundum hafa yfirhöndina? Þarf lítið til að þú verðir ergilegur, reiður eða pirraður? Finnst þér áhyggjur lífsins stundum vera yfirþyrmandi? Hvað er til ráða?

Tilfinningaviðbrögð eru hluti af lífinu. Sé þeim stjórnað á réttan hátt eru þau krydd í tilveruna. Í Biblíunni er þó viðurkennt: „Kúgun gjörir vitran mann að heimskingja.“ (Prédikarinn 7:7) Hver er ekki tilfinningalega snortinn af því sem er að gerast í heiminum þar sem ofbeldi og slysfarir eru svo tíð? Í Ritningunni er samt sagt að ‚ekkert betra sé til en að maðurinn gleðji sig við verk sín‘. (Prédikarinn 3:22) Til að lífið verði ánægjulegra þurfum við því að læra að gleðjast með því að temja okkur jákvæðar tilfinningar. Hvernig getum við alið með okkur góðar tilfinningar og haldið aftur af þeim skaðlegu?

Með því að gera raunhæfar ráðstafanir er oft hægt að draga úr neikvæðum tilfinningum. Ef við verðum til dæmis áhyggjufull út af einhverju sem við ráðum ekki við, er þá ekki betra að bregða út af vananum eða skipta um umhverfi frekar en binda hugann við áhyggjur? Það gæti verið gott fyrir okkur og veitt okkur vissa gleði að fara í gönguferð, hlusta á sefandi tónlist, reyna á líkamann eða gera einhverjum gott sem er hjálparþurfi. — Postulasagan 20:35.

Besta leiðin til að bægja frá neikvæðum hugsunum er samt að setja traust sitt á skaparann. Þegar neikvæðar hugsanir láta áfram á sér kræla þurfum við að ‚varpa allri áhyggju okkar á [Guð]‘ með því að snúa okkur til hans í bæn. (1. Pétursbréf 5:6, 7) Í Biblíunni er okkur sagt: „Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta. . . . Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.“ (Sálmur 34:19, 20) Hvernig getum við treyst því að Guð ‚beri umhyggju fyrir okkur‘? (Sálmur 40:18) Það getum við með því að kynna okkur það sem stendur í Biblíunni og hugleiða frásögur í henni sem sýna að Guð hefur persónulegan áhuga á vellíðan þjóna sinna.