Haltu vöku þinni — stund dómsins er komin!
Haltu vöku þinni — stund dómsins er komin!
Efnið í þessari námsgrein er sótt í bæklinginn Haltu vöku þinni! sem kom út á umdæmismótum um allan heim árin 2004 og 2005.
„Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.“ — MATTEUS 24:42.
1, 2. Við hvað líkti Jesús komu sinni?
HVAÐ myndirðu gera ef þú vissir að þjófur væri á ferli að brjótast inn á heimili í nágrenninu? Þú værir örugglega vel á verði og héldir vöku þinni til að vernda ástvini þína og eignir. Þjófur sendir ekki bréf til að tilkynna komu sína heldur kemur hann óvænt og hljóðlega.
2 Jesús brá upp líkingu af þjófi oftar en einu sinni. (Lúkas 10:30; Jóhannes 10:10) Hann varaði við atburðum sem myndu eiga sér stað á endalokatímanum og yrðu undanfari þess að hann kæmi til að fullnægja dómi. Hann sagði: „Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi.“ (Matteus 24:42, 43) Jesús líkti þannig komu sinni við komu þjófs. Hann kæmi óvænt.
3, 4. (a) Hvað þurfum við að gera til að fylgja viðvöruninni sem Jesús gaf um komu sína? (b) Hvaða spurningar vakna?
3 Líkingin átti vel við því að ekki yrði vitað nákvæmlega hvenær Jesús kæmi. Fyrr í sama spádómi sagði Jesús: „Þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.“ (Matteus 24:36) Hann hvatti því áheyrendur sína: „Verið þér og viðbúnir.“ (Matteus 24:44) Þeir sem hlustuðu á viðvörun Jesú myndu vera tilbúnir og breyta vel hvenær sem hann kæmi til að fullnægja dómi Jehóva.
4 Mikilvægar spurningar vakna: Beinist viðvörun Jesú aðeins að fólki í heiminum eða þurfa sannkristnir menn einnig að halda vöku sinni? Hvers vegna er áríðandi að halda vöku sinni og hvernig förum við að því?
Viðvörun til hverra?
5. Hvernig vitum við að sannkristnir menn eiga að taka til sín viðvörunina um að halda vöku sinni?
5 Það er vissulega rétt að fólki í heiminum, sem vill ekki hlusta á viðvörunina um yfirvofandi ógæfu, verður brugðið við komu Drottins. (2. Pétursbréf 3:3-7) En hvað um sannkristna menn? Páll postuli skrifaði trúbræðrum sínum: „Þér vitið það sjálfir gjörla, að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu.“ (1. Þessaloníkubréf 5:2) Við efumst ekki um að „dagur Drottins kemur“. En þýðir það að við þurfum eitthvað síður að halda vöku okkar? Það er eftirtektarvert að Jesús skyldi vera að tala við lærisveinana þegar hann sagði: „Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ (Matteus 24:44) Nokkru áður, þegar Jesús hvatti lærisveinana til að leita stöðugt Guðsríkis, sagði hann: „Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ (Lúkas 12:31, 40) Er ekki ljóst að Jesús hafði fylgjendur sína í huga þegar hann talaði um að halda vöku sinni?
6. Hvers vegna verðum við að halda vöku okkar?
6 Hvers vegna þurfum við að halda vöku okkar og vera viðbúin? Jesús sagði: „Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.“ (Matteus 24:40, 41) Þeir sem halda vöku sinni verða teknir, það er að segja þeim verður bjargað þegar óguðlegum heimi verður eytt. Aðrir verða eftir skildir og þeim verður eytt vegna þess að þeir voru sjálfselskir og leituðu síns eigin. Vel má vera að í þessum hópi séu einstaklingar sem höfðu áður þekkingu á sannleikanum en héldu ekki vöku sinni.
7. Hvaða tækifæri höfum við þar sem við vitum ekki hvenær endirinn kemur?
7 Þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvenær endir þessa heimskerfis kemur höfum við tækifæri til að sýna að við þjónum Guði af réttum hvötum. Hvers vegna má segja það? Sumum finnst kannski að endirinn sé lengi á leiðinni. Því miður hafa sumir kristnir menn, sem eru þessarar skoðunar, leyft sér að glata eldmóðinum í þjónustu Jehóva. En með vígslu okkar höfum við boðist til að þjóna honum skilyrðislaust. Þeir sem þekkja Jehóva vita að hann verður ekki ánægður með þá sem ætla að sýna eldmóð á síðustu stundu. Hann sér hvað býr í hjartanu. — 1. Samúelsbók 16:7.
8. Hvernig fær kærleikur til Jehóva okkur til að halda vöku okkar?
8 Við höfum mikla gleði af því að gera vilja Jehóva vegna þess að við elskum hann einlæglega. (Sálmur 40:9; Matteus 26:39) Og við viljum þjóna honum að eilífu. Sú von er okkur ekkert síður dýrmæt þótt við þurfum að bíða aðeins lengur en við bjuggumst hugsanlega við. En við höldum vöku okkar fyrst og fremst af því að við hlökkum til að sjá hvernig fyrirætlun Jehóva verður að veruleika á degi hans. Þar sem okkur langar einlæglega til að þóknast Guði förum við eftir ráðleggingunum í orði hans og setjum ríki hans framar öllu öðru í lífinu. (Matteus 6:33; 1. Jóhannesarbréf 5:3) Hvaða áhrif ætti það að halda vöku sinni að hafa á ákvarðanir okkar og það hvernig við lifum lífinu? Skoðum málið nánar.
Á hvaða leið ertu í lífinu?
9. Hvers vegna er mjög brýnt fyrir fólk í heiminum að gera sér grein fyrir því á hvaða tímum við lifum?
9 Margir sjá að alvarleg vandamál og hræðilegir atburðir eru orðnir daglegt brauð og eru kannski ekki ánægðir með hvert líf þeirra stefnir. En gera þeir sér grein fyrir raunverulegri merkingu heimsástandsins? Vita þeir að við lifum á tímum „endaloka veraldar“? (Matteus 24:3) Skilja þeir að sjálfselskan, ofbeldið og óguðlegu viðhorfin, sem nú eru alsráðandi, bera vott um að við lifum á hinum „síðustu dögum“? (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Það er mjög brýnt að þeir geri sér grein fyrir því hvað allt þetta merkir og hugsi um það á hvaða leið þeir séu í lífinu.
10. Hvað verðum við að gera til að tryggja að við höldum vöku okkar?
10 Hvað um okkur? Á hverjum degi þurfum við að taka ákvarðanir sem tengjast vinnunni, heilsunni, fjölskyldunni og trúnni. Við vitum hvað Biblían segir og leggjum okkur fram um að fara eftir því. Við ættum því að spyrja okkur: „Hef ég leyft áhyggjum lífsins að draga athygli mína frá andlegum málum? Byggi ég ákvarðanir mínar á veraldlegri heimspeki og viðhorfum heimsins? (Lúkas 21:34-36; Kólossubréfið 2:8) Við þurfum stöðugt að sýna að við treystum Jehóva af öllu hjarta og reiðum okkur ekki á eigið hyggjuvit. (Orðskviðirnir 3:5) Þannig getum við „höndlað hið sanna líf“ — eilíft líf í nýjum heimi Guðs. — 1. Tímóteusarbréf 6:12, 19.
11-13. Hvað getum við lært af því sem gerðist (a) á dögum Nóa? (b) á dögum Lots?
11 Í Biblíunni eru mörg dæmi til viðvörunar sem hjálpa okkur að halda vöku okkar. Veltum fyrir okkur því sem gerðist á dögum Nóa. Guð sá til þess að viðvörun var gefin með góðum fyrirvara. En enginn tók mark á viðvöruninni nema Nói og fjölskylda. (2. Pétursbréf 2:5) Jesús sagði: „Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.“ (Matteus 24:37-39) Hvað getum við lært af þessu? Við þurfum að hugsa okkar gang ef við leyfum hversdagslegum hugðarefnum að ýta til hliðar andlegu málunum sem Guð hvetur okkur til að láta hafa forgang. — Rómverjabréfið 14:17.
12 Hugsum líka um daga Lots. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sódómu. Borgin var 1. Mósebók 19:15-26) Jesús sagði í viðvörunarskyni: „Minnist konu Lots.“ Tökum við þessa viðvörun til okkar? — Lúkas 17:32.
efnislega rík en að hruni komin siðferðislega. Jehóva sendi engla sína til að eyða borgina. Englarnir hvöttu Lot og fjölskyldu hans til að flýja og líta ekki um öxl. Þau tóku hvatninguna til sín og yfirgáfu borgina. En kona Lots gat greinilega ekki hætt að hugsa um heimili sitt í Sódómu. Hún óhlýðnaðist með því að líta um öxl og fyrir það galt hún með lífi sínu. (13 Þeim sem tóku mark á viðvörunum Guðs var hlíft. Sú var raunin hjá Nóa og fjölskyldu hans og Lot og dætrum hans. (2. Pétursbréf 2:9) Þessar frásögur um frelsun undan eyðingu eru hvetjandi fyrir réttlætisunnendur og því ættum við að taka til okkar viðvörunina sem er fólgin í þeim. Þær veita okkur örugga von fyrir því að fyrirheit Guðs um nýjan himin og nýja jörð „þar sem réttlætið býr“ verði að veruleika. — 2. Pétursbréf 3:13.
„Komin er stund dóms hans“
14, 15. (a) Hvað felst í „stund“ dómsins? (b) Hvað er fólgið í því að óttast Guð og gefa honum dýrð?
14 Hverju munum við taka eftir þegar við höldum vöku okkar? Opinberunarbókin lýsir því hvernig fyrirætlun Guðs verður að veruleika skref fyrir skref. Það er nauðsynlegt að fara eftir því sem í henni stendur ef við viljum halda vöku okkar. Spádómurinn lýsir á ljóslifandi hátt atburðum sem myndu gerast á „Drottins degi“ sem hófst þegar Kristur var krýndur konungur á himnum árið 1914. (Opinberunarbókin 1:10) Í Opinberunarbókinni er talað um engil sem hefur eilífan „fagnaðarboðskap, til að boða“. Hann segir hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans.“ (Opinberunarbókin 14:6, 7) Þessi „stund“ dómsins stendur ekki yfir lengi. Á þessu tímabili verður dómurinn, sem nefndur er í spádóminum, bæði kveðinn upp og honum fullnægt. Við lifum nú á þessum tíma.
15 Núna áður en stund dómsins er á enda erum við hvött: „Óttist Guð og gefið honum dýrð.“ Hvað er fólgið í því? Heilnæmur ótti við Guð ætti að fá okkur til að snúa baki við hinu illa. (Orðskviðirnir 8:13) Ef við heiðrum Guð hlustum við á hann af mikilli virðingu. Við erum ekki of upptekin til að lesa reglulega í orði hans. Við gerum ekki lítið úr leiðbeiningum hans um að sækja safnaðarsamkomur. (Hebreabréfið 10:24, 25) Við metum mikils þann heiður að fá að boða fagnaðarerindið um Messíasarríki Guðs og gerum það af kappi. Við treystum Jehóva ávallt og af öllu hjarta. (Sálmur 62:9) Þar sem við gerum okkur grein fyrir því að Jehóva er alheimsdrottinn heiðrum við hann með því að lúta fúslega stjórn hans í lífi okkar. Óttast þú Guð og gefur honum dýrð á þennan hátt?
16. Hvers vegna má segja að dómurinn yfir Babýlon hinni miklu í Opinberunarbókinni 14:8 hafi nú þegar ræst?
Opinberunarbókin 14:8) Já, Guð lítur svo á að Babýlon hin mikla sé þegar fallin. Árið 1919 voru andasmurðir þjónar Jehóva frelsaðir undan babýlonskum kenningum og verkum sem hafa stjórnað fólki og þjóðum í árþúsundir. (Opinberunarbókin 17:1, 15) Þaðan í frá gátu þeir einbeitt sér að því að stuðla að framgangi sannrar tilbeiðslu. Síðan þá hefur fagnaðarerindið um ríki Guðs verið prédikað um allan heim. — Matteus 24:14.
16 Í 14. kafla Opinberunarbókarinnar er fleiri atburðum lýst sem munu eiga sér stað á stund dómsins. Fyrst er talað um Babýlon hina miklu, heimsveldi falskra trúarbragða: „Enn annar engill kom á eftir og sagði: ‚Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla.‘“ (17. Hvað er fólgið í því að ganga út úr Babýlon hinni miklu?
17 En það er meira sem er fólgið í dómnum yfir Babýlon hinni miklu. Henni verður eytt algerlega von bráðar. (Opinberunarbókin 18:21) Það er full ástæða fyrir því að Biblían skuli hvetja fólk um allan heim: „Gangið út, . . . út úr henni [Babýlon hinni miklu], svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar.“ (Opinberunarbókin 18:4, 5) Hvernig göngum við út úr Babýlon hinni miklu? Það þarf meira til en bara að rjúfa öll tengsl við fölsk trúarbrögð. Áhrifa frá Babýlon hinni miklu gætir í mörgum vinsælum hátíðahöldum og siðvenjum, í því hvernig heimurinn lítur á kynlíf, í skemmtiefni sem inniheldur spíritisma og mörgu fleiru. Ef við viljum halda vöku okkar er nauðsynlegt að hegðun okkar og langanir hjartans beri vott um að við höfum sagt skilið við Babýlon hina miklu í einu og öllu.
18. Hvað þurfa árvakrir kristnir menn að forðast í ljósi þess sem fram kemur í Opinberunarbókinni 14:9, 10?
18 Í Opinberunarbókinni 14:9, 10 lærum við meira um „stund“ dómsins. Annar engill segir: „Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs.“ Hvers vegna? „Dýrið og líkneski þess“ tákna stjórnir manna sem viðurkenna ekki drottinvald Jehóva. Árvakrir kristnir menn gæta þess að verða ekki fyrir áhrifum af þeim sem neita að viðurkenna algert drottinvald hins sanna Guðs Jehóva. Þeir láta hvorki orð sín né verk bera vott um að þeir hafi verið merktir sem þjónar þeirra. Kristnir menn vita að ríki Guðs hefur þegar verið stofnsett á himnum, að það mun binda enda á allar stjórnir manna og að það mun standa að eilífu. — Daníel 2:44.
Gættu þess að sofna ekki á verðinum
19, 20. (a) Hvað getum við verið viss um að Satan reynir að gera eftir því sem líður á hina síðustu daga? (b) Hvað ættum við að vera staðráðin í að gera?
19 Eftir því sem líður á hina síðustu daga mun álagið aukast og freistingunum fjölga. Á meðan við búum í þessu gamla heimskerfi og ófullkomleikinn hrjáir okkur þurfum við að glíma við slæma heilsu, elli, ástvinamissi, særðar tilfinningar, vonbrigði vegna sinnuleysis sem við mætum í boðunarstarfinu og margt fleira. Gleymum aldrei að Satan vill ekkert frekar en að nýta sér álagið, sem við verðum fyrir, til að fá okkur til að gefast upp — hætta að prédika fagnaðarerindið eða hlýða boðum Guðs. (Efesusbréfið ) Nú er ekki rétti tíminn til að missa sjónar á því á hve mikilvægum tímum við lifum. 6:11-13
20 Jesús vissi að það yrði þrýst á okkur að gefast upp og ráðlagði okkur: „Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.“ (Matteus 24:42) Við skulum þess vegna ávallt vera vakandi fyrir því hvar við stöndum í tímans rás. Vörumst vélabrögð Satans sem gætu fengið okkur til að hægja á okkur eða gefast upp. Verum staðráðin í því að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki af enn meira kappi og ákveðni. Við skulum enn fremur gæta þess að missa ekki sjónar á því hve mikilvæga tíma við lifum og fara eftir viðvörun Jesú um að halda vöku okkar. Þannig heiðrum við Jehóva og verðum meðal þeirra sem hafa von um eilífa blessun.
Hverju svarar þú?
• Hvernig vitum við að kristnir menn eiga að taka til sín hvatningu Jesú um að halda vöku sinni?
• Hvaða dæmi í Biblíunni geta hjálpað okkur að halda vöku okkar?
• Hver er stund dómsins og hvað erum við hvött til að gera áður en hún er á enda?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 25]
Jesús líkti komu sinni við komu þjófs.
[Mynd á blaðsíðu 26]
Eyðing Babýlonar hinnar miklu er nærri.
[Myndir á blaðsíðu 27]
Verum staðráðin í því að prédika af enn meira kappi og ákveðni.