Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Harmagedón — hörmuleg endalok?

Harmagedón — hörmuleg endalok?

Harmagedón — hörmuleg endalok?

HARMAGEDÓN! Sérðu fyrir þér gereyðingu þegar þú heyrir þetta orð eða að alheimurinn brenni upp? Fá biblíuhugtök eru eins þekkt og „Harmagedón“. Víða er orðið notað til að lýsa drungalegum framtíðarhorfum mannkyns. Skemmtanaiðnaðurinn hefur fyllt huga fólks af skelfilegum hugmyndum um komandi „Harmagedón“. Orðið er sveipað dulúð og ranghugmyndum. Þó svo að margar getgátur séu á kreiki um merkingu orðsins eru fæstar þeirra í samræmi við það sem Biblían segir um Harmagedón en þar á orðið uppruna sinn.

Ertu ekki sammála því að það sé mikilvægt að vita hvað þetta orð stendur fyrir í raun og veru þar sem Biblían tengir Harmagedón við endalok veraldar? (Matteus 24:3) Og væri ekki skynsamlegt að leita í orð Guðs, uppsprettu sannleikans, til að fá að vita hvers eðlis Harmagedón er og hvaða þýðingu það hefur fyrir þig og fjölskyldu þína?

Slík athugun mun leiða í ljós að í stað þess að vera hörmuleg endalok er Harmagedón upphaf betri tíma fyrir fólk sem þráir að lifa og þrífast í réttlátum nýjum heimi. Þú færð skýran skilning á þessum mikilvæga sannleika í Biblíunni þegar þú lest um raunverulega merkingu Harmagedóns í næstu grein.

[Rammi á blaðsíðu 3]

HVAÐ HELDURÐU AÐ HARMAGEDÓN SÉ?

• Kjarnorkustríð

• Umhverfisslys

• Árekstur annarra hnatta á jörðina

• Að Guð eyði hinu illa