Ætlar þú að ganga með Guði?
Ætlar þú að ganga með Guði?
„Hvað heimtar Drottinn annað af þér en að . . . fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?“ — MÍKA 6:8.
1, 2. Hvernig er hægt að líkja tilfinningum Jehóva til okkar við tilfinningar foreldris sem kennir barni sínu að ganga?
LÍTIÐ barn stendur völtum fótum og teygir sig í átt að foreldrunum sem bíða með útréttar hendur. Síðan stígur það sín fyrstu skref. Þetta gæti virst smávægilegur atburður en fyrir foreldrana markar hann tímamót og gefur mörg fyrirheit um framtíðina. Foreldrarnir hlakka spenntir til þess að ganga með barninu og leiða það á þeim mánuðum og árum sem fram undan eru. Þeir vonast til að geta leiðbeint barninu og stutt það á marga vegu um ókomin ár.
2 Jehóva Guð ber svipaðar tilfinningar til jarðneskra barna sinna. Hann sagði eitt sinn um þjóð sína Ísrael, eða Efraím: „Ég kenndi Efraím að ganga og tók þá á arma mér. . . . Með böndum, slíkum sem þeim er menn nota, dró ég þá að mér, með taugum kærleikans.“ (Hósea 11:3, 4) Hér lýsir Jehóva sér sem ástríku foreldri sem kennir barni af þolinmæði að ganga og tekur það kannski í fang sér þegar það dettur. Jehóva er besta foreldri sem hægt er að hugsa sér og hann vill gjarnan kenna okkur að ganga. Hann hefur líka yndi af því að fylgja okkur þegar við tökum framförum. Eins og fram kemur í lykilritningarstaðnum hér að ofan getum við gengið fram fyrir Guði eða með honum. (Míka 6:8) En hvað merkir það að ganga með Guði? Hvers vegna þurfum við að gera það? Hvernig getum við gert það? Og hvaða blessun hljóta þeir sem ganga með Guði? Við skulum skoða þessar fjórar spurningar hverja fyrir sig.
Hvað merkir það að ganga með Guði?
3, 4. (a) Hvað er einstakt við líkinguna um að ganga með Guði? (b) Hvað merkir það að ganga með Guði?
3 Manneskja af holdi og blóði getur auðvitað ekki gengið bókstaflega með Jehóva sem er andavera. (2. Mósebók 33:20; Jóhannes 4:24) Biblían er því að nota líkingamál þegar hún talar um að menn gangi með Guði. Hún dregur upp einstaka mynd sem skilst í öllum löndum, öllum menningarsamfélögum og á öllum tímum. Á hvaða stað eða tíma myndi fólk ekki skilja hugmyndina um að ein manneskja gangi með annarri? Finnst þér þessi líking ekki lýsa hlýju og innileik? Þessar tilfinningar veita okkur innsýn í það hvað það merkir að ganga með Guði. Skoðum málið nánar.
1. Mósebók 5:24; 6:9) Í Biblíunni merkir orðalagið „að ganga“ oft að fylgja ákveðinni stefnu. Enok og Nói völdu lífsstefnu sem var í samræmi við vilja Guðs. Þeir voru ekki eins og samtíðarmenn sínir heldur leituðu leiðsagnar Jehóva og fylgdu henni. Þeir treystu honum. Þýðir það að Jehóva hafi tekið allar ákvarðanir fyrir þá? Nei, Jehóva hefur gefið mönnum frjálsan vilja og hann vill að við notum þá gjöf ásamt ‚skynsemi‘ okkar. (Rómverjabréfið 12:1, Biblían 1912) En þegar við tökum ákvarðanir sýnum við auðmýkt og látum skynsemi okkar mótast af huga Jehóva sem er mun æðri okkar huga. (Orðskviðirnir 3:5, 6; Jesaja 55:8, 9) Þess vegna má segja að á ævigöngu okkar séum við í nánum félagsskap við Jehóva.
4 Manstu eftir þeim Enok og Nóa sem voru trúfastir Guði? Hvers vegna er sagt að þeir hafi gengið með Guði? (5. Af hverju talaði Jesús um að bæta einni spönn við aldur?
5 Biblían líkir lífinu oft við ferðalag eða göngu. Stundum er líkingin greinileg en stundum er hún aðeins gefin í skyn. Jesús sagði til dæmis: „Hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?“ (Matteus 6:27) Þér kann að finnast þessi líking óvenjuleg. Af hverju talar Jesús um að bæta „einni spönn við aldur“ þegar spönn er lengdareining en aldur er mældur í tíma? * Jesús sá lífið greinilega fyrir sér sem ferðalag. Hann var í rauninni að kenna okkur að áhyggjur geta ekki einu sinni bætt einu litlu skrefi við ævigöngu okkar. Ættum við þá að draga þá ályktun að við ráðum engu um lengd þessarar göngu? Nei, alls ekki. En þetta leiðir okkur að næstu spurningu: Af hverju þurfum við að ganga með Guði?
Hvers vegna þurfum við að ganga með Guði?
6, 7. Á hverju þurfa ófullkomnir menn nauðsynlega að halda og af hverju ættum við að snúa okkur til Jehóva?
6 Ein ástæðan fyrir því að við þurfum að ganga með Jehóva Guði kemur fram í Jeremía 10:23: „Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.“ Við mennirnir höfum hvorki rétt né hæfni til að stýra lífi okkar sjálf. Við þurfum nauðsynlega á leiðsögn að halda. Þeir sem krefjast þess að fara eigin leiðir, óháð Guði, gera sömu mistök og Adam og Eva. Fyrstu hjónin tóku sér þann rétt að ákveða sjálf hvað væri gott og hvað illt. (1. Mósebók 3:1-6) En það er hreinlega ekki á okkar „valdi“ að taka þá ákvörðun.
7 Finnst þér þú ekki þurfa leiðsögn á lífsins leið? Við þurfum að taka ákvarðanir á hverjum degi, ýmist stórar eða smáar. Sumar þeirra eru erfiðar og geta haft áhrif á framtíð okkar og framtíð ástvina okkar. En ímyndaðu þér að einhver sem er mun eldri og vitrari en þú vilji gjarnan gefa þér kærleiksríka leiðsögn þegar þú tekur þessar ákvarðanir. Því miður velja flestir nú á dögum að treysta eigin dómgreind og stýra sjálfir skrefum sínum. Þeir hunsa sannleikann í Orðskviðunum 28:26: „Sá sem treystir eigin hyggjuviti, er heimskingi, en sá sem breytir viturlega, mun undan komast.“ Jehóva vill að við komumst undan þeim hörmungum sem fylgja því að treysta hinu svikula mannshjarta. (Jeremía 17:9) Hann vill að við göngum braut viskunnar og lítum á hann sem vitran leiðbeinanda okkar. Þegar við gerum það verður æviganga okkar örugg, ánægjuleg og gefandi.
8. Hvert leiðir synd og ófullkomleiki mennina að lokum en hvers vill Jehóva að við njótum?
8 Önnur ástæða fyrir því að við ættum að ganga með Guði tengist lengd göngunnar. Biblían lýsir þeim kalda veruleika að í vissum Prédikaranum 12:5: „Maðurinn fer burt til síns eilífðar-húss og grátendurnir ganga um strætið.“ Hvað er þetta eilífðar-hús? Það er gröfin, þangað sem synd og ófullkomleiki leiða okkur að lokum. (Rómverjabréfið 6:23) En Jehóva vill að ævi okkar verði meira en aðeins stutt og erfið ganga frá vöggu til grafar. (Jobsbók 14:1) Við verðum að ganga með Guði til að fá að ganga eins lengi og okkur var ætlað, það er að segja að eilífu. Viltu lifa að eilífu? Þá verður þú að ganga með föður þínum.
skilningi gangi allir ófullkomnir menn að sama markinu. Erfiðleikunum, sem fylgja ellinni, er lýst íHvernig getum við gengið með Guði?
9. Af hverju faldi Jehóva sig stundum fyrir þjóð sinni en hverju lofaði hann í Jesaja 30:20?
9 Þriðja spurningin verðskuldar mesta athygli okkar. Hún er þessi: Hvernig getum við gengið með Guði? Svarið er að finna í Jesaja 30:20, 21: „Hann, sem kennir þér, mun þá eigi framar fela sig, heldur munu augu þín líta hann, og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: ‚Hér er vegurinn! Farið hann!‘“ Orð Jehóva í 20. versinu í þessum uppörvandi kafla minntu þjóð hans kannski á að þegar hún gerði uppreisn gegn honum faldi hann sig í rauninni fyrir henni. (Jesaja 1:15; 59:2) Hér er Jehóva hins vegar ekki lýst eins og hann sé í felum heldur eins og hann standi beint fyrir framan trúfasta þjóð sina. Við sjáum kannski fyrir okkur kennara sem stendur fyrir framan nemendurna og sýnir þeim það sem hann vill að þeir læri.
10. Í hvaða skilningi heyrum við orð Jehóva „kölluð á eftir“ okkur?
10 Í 21. versi er önnur líking notuð. Jehóva er lýst eins og hann gangi fyrir aftan þjóna sína og kalli á eftir þeim til að segja þeim í hvaða átt þeir eigi að ganga. Biblíufræðingar hafa bent á að þetta orðalag gæti byggst á því að fjárhirðar gengu stundum á eftir sauðunum og kölluðu leiðbeiningar á eftir þeim til að þeir færu ekki í ranga átt. Hvernig á þessi myndlíking við okkur? Þegar við leitum leiðbeininga í orði Guðs lesum við orð sem voru skrifuð fyrir þúsundum ára. Þau koma í vissum skilningi aftan úr fortíðinni. En þau eru jafn viðeigandi núna og þegar þau voru skrifuð. Biblíuleg ráð geta leiðbeint okkur þegar við tökum daglegar ákvarðanir og hjálpað okkur að skipuleggja líf okkar um ókomin ár. (Sálmur 119:105) Þegar við leitum slíkra leiðbeininga í einlægni og förum eftir þeim er Jehóva að leiðbeina okkur. Þá göngum við með Guði.
11. Hvaða hlýlega myndmál notar Jehóva í Jeremía 6:16 en hvernig brást þjóðin við?
11 Leyfum við orði Guðs að leiðbeina okkur svona vandlega? Við ættum að staldra við Jeremía 6:16) Þessi orð minna okkur kannski á ferðamann sem nemur staðar við gatnamót og spyr til vegar. Í andlegum skilningi þurfti uppreisnargjörn þjóð Jehóva í Ísrael að gera eitthvað svipað. Hún þurfti að finna „gömlu göturnar“. „Hamingjuleiðin“ var sú leið sem forfeður hennar gengu, leiðin sem þjóðin villtist frá í fávisku sinni. Því miður sýndi Ísrael þrjósku og brást illa við ástríkri áminningu Jehóva. Í sama versi segir: „En þeir sögðu: ‚Vér viljum ekki fara hana.‘“ Nú á dögum hefur fólk Guðs hins vegar brugðist öðruvísi við leiðbeiningum sem þessum.
annað slagið og gera heiðarlega sjálfsrannsókn. Skoðum vers sem getur hjálpað okkur til þess: „Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ (12, 13. (a) Hvernig hafa andasmurðir fylgjendur Krists brugðist við leiðbeiningunum í Jeremía 6:16? (b) Hvernig getum við kannað á hvaða leið við erum í lífinu?
12 Frá síðari hluta 19. aldar hafa andasmurðir fylgjendur Krists fylgt hvatningunni í Jeremía 6:16. Sem hópur hafa þeir tekið forystuna í því að finna „gömlu göturnar“. Ólíkt hinum fráhverfa kristna heimi hafa þeir trúfastlega fylgt ‚heilnæmu orðunum‘ sem Jesús kenndi og trúfastir fylgjendur hans á fyrstu öldinni héldu á lofti. (2. Tímóteusarbréf 1:13) Allt til þessa dags aðstoða hinir andasmurðu hver annan og félaga sína, „aðra sauði“, við að fylgja hinni heilnæmu og farsælu braut sem kristni heimurinn hvarf frá. — Jóhannes 10:16.
13 Með því að sjá fyrir andlegri fæðu á réttum tíma hefur hinn trúi þjónshópur hjálpað milljónum manna að finna „gömlu göturnar“ og ganga með Guði. (Matteus 24:45-47) Ert þú meðal þessara milljóna manna? Ef svo er, hvað geturðu þá gert til að koma í veg fyrir að þú berist afleiðis og fylgir þinni eigin stefnu? Það er skynsamlegt að staldra við annað slagið og athuga á hvaða leið maður er í lífinu. Þú færð kennslu í því að ganga með Guði þegar þú lest reglulega í Biblíunni og biblíutengdum ritum og hlýðir á fræðsludagskrána sem hinir andasmurðu sjá fyrir. Og þegar þú þiggur auðmjúkur þau ráð sem þér eru gefin gengurðu sannarlega með Guði og ferð „gömlu göturnar“.
Göngum eins og við sjáum hinn ósýnilega
14. Hvernig sýna þær ákvarðanir sem við tökum að Jehóva er okkur raunverulegur?
14 Jehóva verður að vera okkur raunverulegur til að við getum gengið með honum. Mundu að Jehóva fullvissaði trúfasta þjóna sína í Ísrael til forna um að hann myndi ekki fela sig fyrir þeim. Núna birtist hann þjónum sínum líka sem mikill kennari. Er Jehóva þér svo raunverulegur að það sé eins og hann standi fyrir framan þig og kenni þér? Þannig verður trú okkar að vera svo að við getum gengið með Guði. Móse hafði þess konar trú því hann „var öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega“. (Hebreabréfið 11:27) Ef Jehóva er okkur raunverulegur tökum við tilfinningar hans með í myndina þegar við tökum ákvarðanir. Við myndum til dæmis ekki láta okkur detta í hug að gera eitthvað slæmt og reyna síðan að fela synd okkar fyrir safnaðaröldungum eða fjölskyldunni. Við leitumst við að ganga með Guði jafnvel þótt enginn maður sjái til okkar. Við höfum sama ásetning og Davíð konungur til forna sem sagði: „Í grandvarleik hjartans vil ég ganga um í húsi mínu.“ — Sálmur 101:2.
15. Hvernig verður Jehóva okkur raunverulegri þegar við umgöngumst trúsystkini okkar?
15 Jehóva veit að við erum mannleg og að okkur finnst stundum erfitt að trúa á það sem við sjáum ekki. (Sálmur 103:14) Hann hjálpar okkur á marga vegu að yfirstíga þennan veikleika. Hann hefur til dæmis safnað saman lýð af öllum þjóðum sem ber „nafn hans“. (Postulasagan 15:14) Þegar við þjónum saman í einingu styrkjum við hvert annað. Jehóva verður okkur enn raunverulegri þegar við heyrum hvernig hann hefur hjálpað trúsystkini okkar að sigrast á ákveðnum veikleika eða yfirstíga erfiða prófraun. — 1. Pétursbréf 5:9.
16. Hvers vegna er auðveldara að ganga með Guði ef við lesum um ævi Jesú?
16 Umfram allt hefur Jehóva gefið okkur fordæmi sonar síns. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Ein besta leiðin til að láta Jehóva verða okkur raunverulegri er að lesa um ævi Jesú á jörðinni. Allt sem Jesús sagði og gerði endurspeglaði fullkomlega persónuleika Jehóva og vegi hans. (Jóhannes 14:9) Þegar við tökum ákvarðanir þurfum við að hugleiða vandlega hvað Jesús myndi gera í okkar sporum. Og ef við hugleiðum ákvarðanir okkar af gaumgæfni og biðjum Jehóva um leiðsögn þá fetum við í fótspor Jesú. (1. Pétursbréf 2:21) Þannig göngum við með Guði.
Hvaða blessun hljótum við?
17. Hvaða „hvíld“ finnum við sálum okkar ef við göngum veg Jehóva?
17 Við lifum ánægjulegu lífi þegar við göngum með Guði. Mundu hverju Jehóva lofaði fólki sínu þegar það fylgdi ‚hamingjuleiðinni‘. Hann sagði: „Farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ (Jeremía 6:16) Hvaða „hvíld“ var hann að tala um? Var hann að tala um þægilegt munaðarlíf? Nei, Jehóva veitir okkur eitthvað sem er mun betra, eitthvað sem ríkustu menn finna sjaldnast. Að finna hvíld sálum sínum er að finna innri frið, gleði, ánægju og andlega velsæld. Þegar þú finnur slíka hvíld geturðu verið fullviss um að þú hafir valið bestu lífsstefnuna. Hugarfriður af þessu tagi er fágæt blessun í þessum harða heimi.
18. Hvaða blessunar vill Jehóva að þú njótir og hvað ert þú staðráðinn í að gera?
18 Lífið sjálft er vissulega mikil blessun. Stutt ganga er betri en engin ganga. En Jehóva ætlaði þér aldrei að fara aðeins í stutt ferðalag frá blómlegum tíma æskunnar til erfiðu elliáranna. Nei, Jehóva vill að þú hljótir mestu blessun sem hægt er að hugsa sér. Hann vill að þú gangir með sér að eilífu. Það kemur vel fram í Míka 4:5: „Allar þjóðirnar ganga hver í nafni síns guðs, en vér göngum í nafni Drottins, Guðs vors, æ og ævinlega.“ Ætlar þú að halda fast í þetta fyrirheit? Munt þú lifa því lífi sem Jehóva kallar „hið sanna líf“? (1. Tímóteusarbréf 6:19) Þá skalt þú fyrir alla muni vera staðráðinn í því að ganga með Jehóva núna, á morgun og þaðan í frá að eilífu.
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Sumar biblíuþýðingar breyta orðinu, sem þýtt er „spönn“ í þessu versi, í tímaeiningu eins og „eitt augnablik“ (The Emphatic Diaglott) eða „eina mínútu“ (A Translation in the Language of the People, by Charles B. Williams). Orðið, sem notað er á frummálinu, er hins vegar greinilega lengdareining.
Hvert er svarið?
• Hvað merkir það að ganga með Guði?
• Hvers vegna finnst þér mikilvægt að ganga með Guði?
• Hvað getur hjálpað þér að ganga með Guði?
• Hvaða blessun hljóta þeir sem ganga með Guði?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 15]
Á síðum Biblíunnar heyrum við rödd Jehóva segja: „Hér er vegurinn!“
[Mynd á blaðsíðu 17]
Á samkomum fáum við andlega fæðu á réttum tíma.