Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrst ofsótt, síðan elskuð

Fyrst ofsótt, síðan elskuð

Fyrst ofsótt, síðan elskuð

FYRIR nokkrum árum fluttust hjónin Santiago og Lourdes til bæjarins Huillcapata í Perú. Markmiðið var að kynna vonarboðskap Biblíunnar fyrir bæjarbúum. Skömmu eftir að þau settust þar að kom rómversk-kaþólskur prestur í heimsókn frá Cuzco og kallaði bæjarbúa saman. Hann varaði þá við því að nærvera votta Jehóva í bænum myndi kalla banvæna plágu og fannfergi yfir bæinn sem myndi eyðileggja uppskeru og fella nautgripi.

Margir létu þennan „spádóm“ hafa áhrif á sig og næsta hálfa árið vildi enginn þiggja boð Santiagos og Lourdesar um biblíunámskeið. Einn af embættismönnum bæjarins, aðstoðarhéraðsstjórinn Miguel, elti þau um götur og kastaði grjóti á eftir þeim. En Santiago og Lourdes voru alltaf friðsöm og kristileg í framkomu.

Þegar fram liðu stundir þáðu nokkrir bæjarbúar biblíunámskeið. Miguel skipti meira að segja um skoðun og fór að kynna sér Biblíuna með hjálp Santiagos. Hann hætti að drekka í óhófi, varð friðsamur í framkomu og tók að síðustu við sannleika Biblíunnar ásamt eiginkonu sinni og tveim dætrum.

Núna er blómlegur söfnuður Votta Jehóva í þessum fallega bæ. Miguel er feginn að hann skyldi sjaldan hitta þegar hann kastaði grjóti á eftir Santiago og Lourdes, og hann er þakklátur þeim hjónum fyrir friðsemd þeirra og gott fordæmi.

[Mynd á blaðsíðu 32]

Friðsamleg framkoma Santiagos og Lourdesar (að ofan) varð til þess að Miguel (hægri mynd) skipti um skoðun.