Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fer Guð enn með völdin?

Fer Guð enn með völdin?

Boðsmiði . . .

Fer Guð enn með völdin?

NÁTTÚRUHAMFARIR, banvænir sjúkdómar, spilling meðal ráðamanna, hryðjuverkaárásir, stríð og glæpir. Varla líður sá dagur að við fáum ekki fréttir af einhverju þess háttar. Hvort sem maður hefur sjálfur orðið fyrir slíku eða ekki er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvert heimurinn stefni og hvort ástandið muni einhvern tíma skána.

Til að ræða þessi mál kynna vottar Jehóva í rúmlega 200 löndum tímabæran, opinberan fyrirlestur sem ber heitið „Fer Guð enn með völdin?“ Fyrirlesturinn fjallar um það sem Guð segir og lofar í óbrigðulu orði sínu, Biblíunni, um þessar mikilvægu spurningar:

Hefur Guð áhuga á málefnum jarðarinnar?

Hvaða tilfinningar ber hann til mannkynsins?

Er honum annt um velferð þína?

Hér á landi verður fyrirlesturinn fluttur í ríkissölum Votta Jehóva sunnudaginn 7. maí 2006. Vottarnir í þínu byggðarlagi munu með ánægju veita þér upplýsingar um stað og stund.

Þú ert hjartanlega velkominn að sækja þennan uppörvandi, ókeypis fyrirlestur sem er byggður á Biblíunni og veitir fullnægjandi svar við spurningunni: Fer Guð enn með völdin?