Fyrirætlun Guðs með jörðina nær brátt fram að ganga
Fyrirætlun Guðs með jörðina nær brátt fram að ganga
ÞEGAR Adam og Eva voru í paradís fengu þau þessa tilskipun frá Guði: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.“ — 1. Mósebók 1:28.
Að gera sér jörðina undirgefna fól meira í sér en aðeins að rækta og hugsa um lítinn hluta hennar. Adam og Eva og börn þeirra áttu að stækka paradísargarðinn þangað til að hann næði út um allan hnöttinn. En fyrstu hjónin syndguðu og voru rekin út úr Edengarðinum. (1. Mósebók 3:23, 24) Það þýddi samt ekki að jörðin yrði aldrei undirgefin mönnunum.
Guð mun blessa hlýðið mannkyn svo að það getur gert sér jörðina undirgefna. Þegar Ísraelsmenn til forna höfðu velþóknun Guðs gáfu akrarnir af sér góða uppskeru og ávaxtagarðarnir gæðaávexti. Svipað ástand mun ríkja þegar allri jörðinni verður smám saman breytt í paradís. „Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss,“ segir innblásið orð Guðs, Biblían. (Sálmur 67:7) Í henni er þessu lýst þannig að beitilandið og fjöllin, trén og blómin og árnar og höfin muni gleðjast. (Sálmur 96:11-13; ) Jörðin verður þá full af gróskumiklum gróðri, litríkum fuglum, fjölbreyttu dýralífi og hjartahlýju fólki. 98:7-9
Nýr heimur í nánd
Við stöndum núna á þröskuldi nýs heims sem Jehóva Guð hefur lofað. „Eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr,“ skrifaði Pétur postuli. (2. Pétursbréf 3:13) Eftir að hafa lesið þessi orð gætu sumir dregið þá ályktun að jörðin okkar verði aldrei að paradís. Þeir gætu haldið að skapaður verði nýr himinn og ný jörð í stað þeirra sem nú eru. En er það svo?
Hver er þessi ‚nýi himinn‘? Þetta er ekki hinn bókstaflegi himinn sem Guð skapaði. (Sálmur 19:2, 3) Í versunum á undan var Pétur búinn að vísa til táknrænna ‚himna‘ — mannlegra stjórnvalda sem eru hafin upp yfir þegna sína. (2. Pétursbréf 3:10-12) Þessir ‚himnar‘ hafa brugðist mannkyninu og verða látnir víkja. (Jeremía 10:23; Daníel 2:44) ‚Nýi himinninn‘, sem kemur í staðinn, er Guðsríki sem samanstendur af konunginum Jesú Kristi og 144.000 meðstjórnendum hans sem hafa verið reistir upp til himnesks lífs. — Rómverjabréfið 8:16, 17; Opinberunarbókin 5:9, 10; 14:1, 3.
‚Nýja jörðin‘, sem Pétur talaði um, er ekki bókstafleg ný jörð. Jehóva skapaði jörðina fullkomna til að menn gætu búið á henni um eilífð. (Sálmur 104:5) Í Biblíunni er stundum átt við fólk þegar talað er um jörðina. (1. Mósebók 11:1) Jörðin, sem bráðlega verður eytt, er því það fólk sem myndar þennan illa heim. Það er sambærilegt við það þegar heimi óguðlegra manna var eytt í flóðinu á dögum Nóa. (2. Pétursbréf 3:5-7) Hver er þá þessi ‚nýja jörð‘? Hún er nýtt samfélag fólks — sannir tilbiðjendur Guðs sem eru „hjartahreinir“. (Sálmur 125:4; 1. Jóhannesarbréf 2:17) Öll lög og fyrirmæli fyrir ‚nýju jörðina‘ munu koma frá ‚nýja himninum‘. Trúir menn á jörðinni munu sjá um að þessum lögum verði fylgt.
Allt verður nýtt og unaðslegt
Já, Jehóva gaf okkur yndislegt heimili þegar hann skapaði jörðina fyrir mennina. Hann sagði sjálfur að allt sem hann hafði skapað væri „harla gott“. (1. Mósebók 1:31) En Satan djöfullinn fékk Adam og Evu til að gera uppreisn. (1. Mósebók 3:1-5; Opinberunarbókin 12:9) Bráðlega mun Guð samt sjá til þess að heiðarlegt fólk fái „hið sanna líf“, það er að segja „eilífa lífið“ við fullkomnar aðstæður í paradís. (1. Tímóteusarbréf 6:12, 19) Lítum nánar á þá blessun sem mannkynið mun þá hljóta.
Í þúsundáraríki Krists verður Satan fjötraður og getur ekki skaðað mannkynið. Jóhannes postuli skrifaði: „Nú sá ég engil [erkiengilinn Míkael eða Jesú Krist] stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin.“ (Opinberunarbókin 20:1-3; 12:12) Mannkynið verður laust undan áhrifum Satans meðan hann er í undirdjúpinu. En auk þess mun mannkynið hljóta ýmiss konar blessanir undir stjórn Guðsríkis.
Sálmur 37:10, 11, 29) Jehóva Guð „stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar“. (Sálmur 46:10) Þetta eru dásamleg loforð um frið og öryggi.
Illska, ofbeldi og stríð heyra fortíðinni til. Biblían lofar: „Innan stundar eru engir guðlausir til framar, þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir. En hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu. Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Þar verður nóg af hollum og ljúffengum mat. „Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum,“ orti sálmaskáldið. (Sálmur 72:16) Þá þarf enginn að líða hungur eða skort.
Enginn mun þjást af völdum sjúkdóma eða veikinda. „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ (Jesaja 33:24; 35:5, 6) Þegar Jesús Kristur var hér á jörð læknaði hann holdsveika, lamaða og blinda. (Matteus 9:35; Markús 1:40-42; Jóhannes 5:5-9) Hugsaðu þér hvað hann mun gera í nýja heiminum. Það verður sannarlega mikið fagnaðarefni þegar blindir, heyrnaskertir, lamaðir og mállausir fá lækningu.
Hlýðið mannkyn hlýtur fullkomleika og áhrif ellinnar ganga til baka. Þá verður engin þörf fyrir gleraugu, stafi, hækjur, hjólastóla, sjúkrahús eða lyf. Það verður mikil breyting þegar við fáum æskuþróttinn aftur. (Jobsbók 33:25) Á hverjum morgni vöknum við eftir góðan nætursvefn, endurnærð og tilbúin til að takast á við nýjan dag og þau ánægjulegu verkefni sem honum fylgja.
Upprisa ástvina og annarra mun gleðja hjörtu okkar. (Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15) Það verður spennandi að taka á móti Abel, Nóa, Abraham, Söru, Job, Móse, Rut, Davíð, Elía, Ester og mörgum fleirum. Milljónir annarra manna fá líka upprisu. Flestir þeirra þekktu aldrei Jehóva. En þeir sem taka á móti þessu fólki eru meira en fúsir til að fræða það um hann, fyrirætlun hans og son hans, Jesú Krist. Þeir sem verða reistir upp fá þá að kynnast skapara sínum og um leið verður jörðin full af þekkingu á Jehóva.
Það besta er að við fáum að tilbiðja hinn eina sanna Guð að eilífu. Við fáum að ‚þjóna Jehóva með gleði‘. Við munum vinna í sameiningu að því að byggja falleg heimili og yrkja jörðina. Að lokum verður öll jörðin undirgefin manninum. (Sálmur 100:1-3; Jesaja 65:21-24) Það verður dásamlegt að búa að eilífu í friðsælli, frjósamri og fallegri paradís sem heiðrar heilagt nafn Jehóva. — Sálmur 145:21; Jóhannes 17:3.
Lokapróf mannkynsins
Í þúsundáraríki sínu mun Jesús láta alla hlýðna menn njóta góðs af lausnarfórn sinni. Með tímanum verður syndin algerlega upprætt og mannkynið nær fullkomleika. (1. Jóhannesarbréf 2:2; Opinberunarbókin 21:1-4) Áhrif syndar Adams munu algerlega hverfa og fullkomið mannkyn mun uppfylla kröfur Guðs að öllu leyti — líkamlega, andlega, siðferðilega og trúarlega. Mennirnir munu því ‚lifna‘ í orðsins fyllstu merkingu þegar þeir verða lausir við syndina og hljóta fullkomleika. (Opinberunarbókin ) Þetta, auk paradísarjarðarinnar, mun sannarlega vegsama Jehóva. 20:5
Við lok þúsundáraríkis Krists verður Satan djöflinum og djöflaenglum hans, sem varpað var í undirdjúpið tíu öldum áður, sleppt um stuttan tíma. (Opinberunarbókin 20:1-3) Þeim verður leyft að gera lokatilraun til að snúa fólki frá Guði. Þó að sumt fólk falli fyrir freistingum Satans mun þessi uppreisn mistakast. Jehóva mun eyða eigingjörnum einstaklingum, sem gera uppreisn, ásamt Satan og öllum illum englum hans. Illskan fær aldrei aftur að taka völdin. Allir sem fremja illsku hverfa fyrir fullt og allt og hinir réttlátu fá að lifa að eilífu. — Opinberunarbókin 20:7-10.
Verður þú þar?
Eilíf hamingja bíður þeirra sem elska Jehóva Guð. Eilíft líf í paradís verður ekki leiðigjarnt heldur verður það áhugaverðara eftir því sem tíminn líður því að Jehóva Guð getur miðlað nýrri þekkingu endalaust. (Rómverjabréfið 11:33) Það verður alltaf eitthvað nýtt sem þú getur lært og þú hefur nægan tíma til þess. Hvers vegna? Vegna þess að þú munt ekki bara lifa í 70 eða 80 ár heldur að eilífu. — Sálmur 22:27; 90:10; Prédikarinn 3:11.
Þú munt alltaf hafa ánægju af því að gera vilja Guðs ef þú elskar hann. „Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung,“ skrifaði Jóhannes postuli. (1. Jóhannesarbréf 5:3) Láttu því ekkert hindra þig í að gleðja Jehóva með því að gera það sem er rétt. Hafðu alltaf ofarlega í huga þá dásamlegu von sem orð Guðs, Biblían, gefur okkur. Vertu ákveðinn í að gera vilja Jehóva og víktu aldrei frá þeirri ákvörðun. Þá muntu vera á staðnum þegar fyrirætlun Guðs með jörðina nær fram að ganga og jarðneskt heimili okkar breytist í paradís sem vara mun að eilífu.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Akrarnir í Forn-Ísrael gáfu vel af sér vegna blessunar Guðs.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Hvaða blessana langar þig til að njóta í paradís?