Jehóva leiðbeinir hirðum hjarðarinnar
Jehóva leiðbeinir hirðum hjarðarinnar
„Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.“ — ORÐSKVIÐIRNIR 2:6.
1, 2. Hvers vegna sækjast skírðir karlmenn eftir að sinna fleiri verkefnum í söfnuðinum?
„ÞAÐ gladdi mig að vera útnefndur öldungur,“ segir Nick en hann hefur verið umsjónarmaður í sjö ár. „Ég leit á þetta sem tækifæri til að sinna fleiri verkefnum í þjónustu Jehóva. Mér fannst ég standa í þakkarskuld við hann vegna alls sem hann hafði gert fyrir mig. Mig langaði einnig til að verða öðrum í söfnuðinum að sem mestu liði og aðstoða þá á sama hátt og hinir öldungarnir höfðu aðstoðað mig.“ En þó að Nick væri ánægður sótti að honum svolítill kvíði. Hann segir: „Ég var ekki orðinn þrítugur þegar ég var útnefndur þannig að ég hafði áhyggjur af því að mig skorti nauðsynlega hæfileika, að ég hefði ekki næga visku og dómgreind til að gæta hjarðarinnar sem best.“
2 Þeir sem Jehóva útnefnir til að gæta hjarðarinnar hafa margt til að gleðjast yfir. Páll postuli minnti öldungana í Efesus á eina af ástæðunum þegar hann hafði eftir Jesú: „Sælla er að gefa en þiggja.“ (Postulasagan 20:35) Skírðir karlmenn hafa meiri möguleika á að gefa af sér í þágu Jehóva og safnaðarins með því að þjóna sem safnaðarþjónar eða öldungar. Safnaðarþjónar aðstoða öldungana, svo dæmi sé tekið, og sjá líka um ýmis tímafrek en nauðsynleg verkefni. Þessir bræður veita verðmæta þjónustu af því að þeir elska Guð og náungann. — Markús 12:30, 31.
3. Af hverju eru sumir ef til vill hikandi við að sækjast eftir ábyrgðarstarfi í söfnuðinum?
3 En hvað um kristinn karlmann sem finnst hann ekki uppfylla hæfniskröfurnar og er hikandi við að sækjast eftir því að verða þjónn og síðar öldungur? Hann óttast ef til vill, rétt eins og Nick, að sig skorti hæfileika til að vera góður hirðir. Er þér þannig innanbrjósts ef þú ert skírður bróðir? Slíkar áhyggjur eru fyllilegar réttmætar. Útnefndir umsjónarmenn þurfa að standa Jehóva reikningsskap þess hvernig þeir annast hjörðina. Jesús sagði: „Hver sem mikið er gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.“ — Lúkas 12:48.
4. Hvernig aðstoðar Jehóva þá sem hann felur það verkefni að gæta sauða sinna?
4 Ætlast Jehóva til þess að þeir sem hann skipar þjóna og öldunga beri þessa auknu ábyrgð einir og óstuddir? Nei, þvert á móti aðstoðar hann þá þannig að þeir geti bæði risið undir álaginu og verið farsælir í starfi. Eins og rætt var um í greininni á undan gefur Jehóva þeim heilagan anda sinn en ávöxtur hans hjálpar þeim að annast sauðina með alúð. (Postulasagan 20:28; Galatabréfið 5:22, 23) Enn fremur gefur hann þeim visku, þekkingu og hyggindi. (Orðskviðirnir 2:6) Hvernig gerir hann það? Við skulum kanna þrjár leiðir sem Jehóva notar til að leiðbeina og kenna þeim sem hann skipar til að gæta sauða sinna.
Reyndir hirðar leiðbeina
5. Af hverju voru Pétur og Jóhannes dugmiklir hirðar hjarðarinnar?
5 Postularnir Pétur og Jóhannes stóðu frammi fyrir æðstaráðinu. Dómararnir voru veraldarvanir menn og litu á postulana tvo Postulasagan 4:1-4, 13) Vissulega höfðu postularnir fengið heilagan anda. (Postulasagan 1:8) En það var líka augljóst að Jesús hafði frætt þessa menn, svo augljóst að dómararnir sáu það þótt þeir væru andlega blindir. Meðan Jesús var með postulunum á jörðinni kenndi hann þeim bæði að safna saman sauðumlíkum mönnum og gæta þeirra eftir að þeir voru komnir inn í sauðabyrgið. — Matteus 11:29; 20:24-28; 1. Pétursbréf 5:4.
sem ‚ólærða leikmenn‘. Þeir voru svo sem læsir og skrifandi en þeir höfðu ekki hlotið menntun í Ritningunni af munni rabbína. Þrátt fyrir það höfðu Pétur, Jóhannes og hinir lærisveinarnir reynst færir kennarar og snúið mörgum af áheyrendum sínum til trúar. Hvernig urðu þessir ólærðu menn svona framúrskarandi kennarar? Eftir að hafa hlustað á Pétur og Jóhannes könnuðust dómararnir við að þeir hefðu verið með Jesú. (6. Hvernig kenndu Jesús og Páll?
6 Eftir að Jesús var risinn upp frá dauðum hélt hann áfram að kenna þeim sem hann hafði skipað til að gæta hjarðarinnar. (Opinberunarbókin 1:1; 2:1–3:22) Til dæmis útvaldi hann Pál sérstaklega og sá um að hann fengi kennslu. (Postulasagan 22:6-10) Páll kunni að meta kennsluna sem hann fékk og miðlaði öðrum öldungum því sem hann hafði lært. (Postulasagan 20:17-35) Hann varði til dæmis miklum tíma og kröftum í að kenna Tímóteusi þannig að hann yrði hæfur „verkamaður“ í þjónustu Guðs sem sinnti verkefni sínu með sóma. (2. Tímóteusarbréf 2:15) Tvímenningarnir urðu mjög nánir vinir. Páll hafði skrifað um Tímóteus: „Hann hefur þjónað að boðun fagnaðarerindisins með mér eins og barn með föður sínum.“ (Filippíbréfið 2:22) Páll reyndi ekki að gera hann eða nokkurn annan að lærisveini sínum heldur hvatti trúsystkini sín til að ‚vera eftirbreytendur sínir eins og hann væri eftirbreytandi Krists‘. — 1. Korintubréf 11:1.
7, 8. (a) Hvaða dæmi sýnir að það gefur góða raun þegar öldungar líkja eftir Jesú og Páli? (b) Hvenær ættu öldungar að byrja að kenna tilvonandi safnaðarþjónum og öldungum?
7 Reyndir hirðar líkja eftir Jesú og Páli og eiga frumkvæðið að því að kenna skírðum bræðrum og leiðbeina þeim með góðum árangri. Chad er dæmi um það. Hann ólst upp á trúarlega skiptu heimili en var skipaður öldungur fyrir skömmu. Hann segir: „Nokkrir reyndir öldungar hjálpuðu mér um árabil að taka framförum í trúnni. Faðir minn var ekki vottur og öldungarnir sýndu mér því sérstakan áhuga og urðu mér eins og andlegir feður. Þeir gáfu sér tíma til að leiðbeina mér í boðunarstarfinu og einn þeirra kenndi mér svo hvernig ég gæti annast þau verkefni sem ég fékk í söfnuðinum.“
8 Eins og sjá má af þessu dæmi byrja vökulir öldungar að kenna tilvonandi safnaðarþjónum og öldungum löngu áður en þeir hafa tekið slíkum framförum að þeir uppfylli hæfniskröfurnar. Af hverju? Af því að Biblían gerir þá kröfu að bæði safnaðarþjónar og öldungar nái góðum siðferðis- og trúarþroska áður en þeir eru útnefndir til starfa. Gerð er sú krafa að þeir séu „fyrst reyndir“. — 1. Tímóteusarbréf 3:1-10.
9. Hvaða skylda hvílir á hirðum hjarðarinnar og hvers vegna?
9 Úr því að það á að reyna skírða bræður er ekki nema sanngjarnt að þeim sé kennt og leiðbeint áður. Lýsum því með dæmi: Segjum að lagt sé erfitt próf fyrir skólanema en kennarar hans hafi ekkert leiðbeint honum. Ætli nemandinn stæðist prófið? Nei, hann myndi sennilega falla. Kennsla er því nauðsynleg. En samviskusamir kennarar láta sér ekki nægja að kenna nemanda svo að hann standist próf heldur líka til að hann geti notað þekkinguna. Dugmiklir öldungar hjálpa sömuleiðis skírðum bræðrum að þroska með sér þá eiginleika sem krafist er af útnefndum bræðrum, með því að kenna þeim og leiðbeina þar að lútandi. Þeir eru ekki aðeins að 2. Tímóteusarbréf 2:2) Skírðir bræður verða auðvitað að leggja sitt af mörkum og leggja sig vel fram til að uppfylla hæfniskröfurnar sem gerðar eru til safnaðarþjóna eða öldunga. (Títusarbréfið 1:5-9) Reyndir hirðar geta hins vegar flýtt fyrir framförum þeirra sem sækjast eftir ábyrgðarstörfum í söfnuðinum með því að kenna þeim af fúsu geði.
hugsa um að bræðurnir geti hlotið útnefningu til starfa heldur einnig að þeir séu færir um að annast hjörðina vel. (10, 11. Hvernig geta hirðar hjarðarinnar kennt öðrum svo að þeir verði færir um að annast ábyrgðarstörf í söfnuðinum?
10 Hvernig geta reyndir hirðar borið sig að við að kenna öðrum að annast ábyrgðarstörf í söfnuðinum? Fyrsta skrefið er að sýna bræðrunum í söfnuðinum áhuga, fara reglulega með þeim út í boðunarstarfið og hjálpa þeim að bæta sig í því að fara „rétt með orð sannleikans“. (2. Tímóteusarbréf 2:15) Reyndir hirðar segja bræðrunum frá gleðinni sem hlýst af því að þjóna öðrum og þeirri ánægju sem þeir hafa sjálfir af því að setja sér markmið í þjónustu Jehóva og ná þeim. Þeir benda bræðrunum líka vinsamlega á hvernig þeir geti orðið enn betri „fyrirmynd hjarðarinnar“. — 1. Pétursbréf 5:3, 5.
11 Þegar bróðir er útnefndur safnaðarþjónn er hyggilegt af umsjónarmönnum að halda áfram að kenna honum og leiðbeina. Bruce hefur verið öldungur áratugum saman. Hann segir: „Ég sest gjarnan niður með nýlega útnefndum safnaðarþjóni og fer yfir þær leiðbeiningar sem hinn trúi og hyggni þjónn hefur gefið út. Við lesum sömuleiðis leiðbeiningar um það verkefni sem honum hefur verið falið, og svo vinn ég með honum þangað til hann er kominn vel inn í það.“ Með tímanum er einnig hægt að kenna safnaðarþjóni að sinna hjarðgæslu. Bruce heldur áfram: „Þegar ég tek safnaðarþjón með mér í hirðisheimsókn hjálpa ég honum að velja ákveðna ritningarstaði sem gætu verið hvetjandi og örvandi fyrir einstaklinginn eða fjölskylduna sem við ætlum að heimsækja. Þjónninn þarf að læra að nota Biblíuna til að ná til hjartans því að öðruvísi verður hann ekki góður hirðir.“ — Hebreabréfið 4:12; 5:14.
12. Hvernig geta reyndir umsjónarmenn leiðbeint nýlega útnefndum öldungum?
12 Nýlega útnefndir umsjónarmenn þurfa líka á áframhaldandi leiðsögn að halda. Nick, sem áður er nefndur, segir: „Ég hafði mikið gagn af þeirri kennslu sem ég fékk frá tveim eldri umsjónarmönnum. Þeir áttuðu sig yfirleitt á því hvernig best væri að taka á málum. Þeir hlustuðu alltaf á mig með þolinmæði og hugleiddu vel og vandlega það sem ég hafði til málanna að leggja, jafnvel þó að þeir væru mér ekki sammála. Ég lærði heilmikið af auðmýkt þeirra og virðingu í samskiptum við bræður og systur í söfnuðinum. Þeir kenndu mér hve mikilvægt það væri að nota Biblíuna fagmannlega til að taka á vandamálum eða uppörva aðra.“
Orð Guðs leiðbeinir
13. (a) Hvað þarf bróðir að hafa til að bera til að vera góður hirðir? (b) Af hverju sagði Jesús: „Kenning mín er ekki mín“?
13 Orð Guðs, Biblían, inniheldur lög, meginreglur og dæmi sem hirðir þarf á að halda til að vera „albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks“. (2. Tímóteusarbréf 3:16, 17) Bróðir er kannski vel menntaður en til að vera góður hirðir þarf hann að þekkja Biblíuna vel og kunna að beita henni. Lítum á Jesú sem dæmi. Hann var fróðasti, hyggnasti og vitrasti hirðir sem uppi hefur verið en treysti samt ekki á sína eigin visku þegar hann kenndi sauðum Jehóva. Hann sagði: „Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig.“ Af hverju eignaði Jesús föðurnum á himnum heiðurinn? „Sá sem talar af sjálfum sér, leitar eigin heiðurs,“ sagði hann. — Jóhannes 7:16, 18.
14. Hvernig forðast hirðar að beina athygli að sjálfum sér?
14 Trúir og dyggir hirðar beina ekki athygli að sjálfum sér. Þeir byggja hvatningarorð sín og ráðleggingar á orði Guðs en ekki eigin visku. Þeir vita að það er hlutverk hirðisins að hjálpa sauðunum að tileinka sér „huga Krists“ en ekki huga öldunganna (1. Korintubréf 2:14-16) Segjum sem svo að öldungur væri að hjálpa hjónum að takast á við erfiðleika í hjónabandinu og byggði ráðleggingar sínar á eigin reynslu en ekki á meginreglum Biblíunnar og leiðbeiningum sem hinn „trúi og hyggni þjónn“ hefur gefið út. (Matteus 24:45) Þá gætu ráðleggingar hans mótast um of af siðum þjóðfélagsins og takmarkaðri þekkingu hans sjálfs. Siðirnir þurfa ekki allir að vera slæmir og öldungurinn er ef til vill lífsreyndur. En það er miklu betra fyrir sauðina að hirðarnir hvetji þá til að hlýða á rödd Jesú og orð Jehóva heldur en á hugsanir manna og siðvenjur þjóðfélagsins. — Sálmur 12:7; Orðskviðirnir 3:5, 6.
Hinn „trúi og hyggni þjónn“ leiðbeinir
15. Hvaða verkefni fól Jesús hinum ‚trúa og hyggna þjóni‘ og hver er ein ástæðan fyrir því að þjónninn hefur náð einstæðum árangri?
15 Hirðar eins og postularnir Pétur, Jóhannes og Páll tilheyrðu allir þeim hópi sem Jesús kallaði ‚trúan og hygginn þjón‘. Í þessum hópi eru andasmurðir bræður Krists á jörðinni sem eiga þá von að ríkja með Kristi á himnum. (Opinberunarbókin 5:9, 10) Þeim sem eftir eru af bræðrum Krists á jörðinni hefur óhjákvæmilega fækkað núna á síðustu dögum. En starfið sem Jesús fól þeim að vinna — að prédika fagnaðarerindið um ríkið áður en endirinn kæmi — hefur náð víðar en nokkru sinni fyrr. Þótt þjónninn sé fáliðaður hefur hann náð einstæðum árangri. Hvers vegna? Að hluta til vegna þess að hann hefur kennt ‚öðrum sauðum‘ svo að þeir geta aðstoðað við að prédika og kenna. (Jóhannes 10:16; Matteus 24:14; 25:40) Boðunin og kennslan hvílir nú að miklu leyti á herðum þessara dyggu ‚annarra sauða‘.
16. Hvernig kennir og leiðbeinir þjónninn útnefndum bræðrum?
16 Hvernig leiðbeinir og kennir trúi og hyggni þjónninn? Á fyrstu öld fengu fulltrúar 1. Korintubréf 4:17) Hið sama á við nú á dögum. Hið stjórnandi ráð, fámennur hópur andasmurðra öldunga sem er fulltrúi þjónsins í heild, gefur fulltrúum sínum umboð til að kenna bræðrum og útnefna þjóna og öldunga í tugþúsundum safnaða um heim allan. Auk þess starfrækir hið stjórnandi ráð skóla og heldur námskeið til að kenna bræðrum í deildarnefndum, farandumsjónarmönnum, öldungum og safnaðarþjónum að annast sauðina eins og best verður á kosið. Enn fremur eru gefnar leiðbeiningar í bréfum, greinum í Varðturninum og í öðrum ritum, svo sem bókinni Organized to Do Jehovah’s Will (Söfnuður sem er skipulagður til að gera vilja Jehóva). *
þjónsins umboð til að kenna bræðrum og útnefna þá sem umsjónarmenn í söfnuðunum og umsjónarmennirnir kenndu síðan sauðunum. (17. (a) Hvernig hefur Jesús sýnt að hann treystir trúa og hyggna þjóninum? (b) Hvernig geta hirðar hjarðarinnar sýnt að þeir treysta trúa þjóninum?
17 Jesús bar svo mikið traust til þjónsins að hann setti hann yfir „allar eigur sínar“, það er að segja alla andlega hagsmuni sína á jörð. (Matteus 24:47) Útnefndir umsjónarmenn sýna líka að þeir treysta þjóninum með því að fara eftir þeim leiðbeiningum sem þeir fá frá hinu stjórnandi ráði. Hirðar hjarðarinnar stuðla að einingu í hjörðinni þegar þeir kenna öðrum, leita leiðsagnar í orði Guðs og fara eftir þeim leiðbeiningum sem þeir fá frá hinum trúa og hyggna þjóni. Við megum vera Jehóva innilega þakklát fyrir að hann skuli hafa kennt og leiðbeint mönnum sem láta sér annt um hvern einasta meðlim kristna safnaðarins.
[Neðanmáls]
^ gr. 16 Gefin út af Vottum Jehóva.
Hvernig svarar þú?
• Hvernig kenna þroskaðir hirðar hjarðarinnar öðrum?
• Af hverju byggja hirðar hjarðarinnar ekki kennslu sína á eigin hugmyndum?
• Hvernig og hvers vegna sýna hirðar að þeir treysta trúa og hyggna þjóninum?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 16]
Öldungar leiðbeina og kenna yngri mönnum í söfnuðinum.
[Mynd á blaðsíðu 17]
Hinn „trúi og hyggni þjónn“ veitir öldungum ríkulega kennslu.