„Ég er með yður“
„Ég er með yður“
„Þá sagði Haggaí, sendiboði Drottins, við lýðinn: . . . Ég er með yður! — segir Drottinn.“ — HAGGAÍ 1:13.
1. Á hvaða spádómlega hliðstæðu benti Jesús sem tengist okkar dögum?
VIÐ lifum á örlagaríkum tímum í mannkynssögunni. Eins og sjá má af uppfyllingu biblíuspádóma höfum við lifað á „Drottins degi“ frá árinu 1914. (Opinberunarbókin 1:10) Þú hefur ef til vill kynnt þér þessi mál og veist því að Jesús líkti „dögum Mannssonarins“ við ,daga Nóa‘ og við ,daga Lots‘. (Lúk. 17:26, 28) Biblían bendir sem sagt á að hér sé um spádómlegar hliðstæður að ræða. En það er önnur spádómleg hliðstæða sem verðskuldar fulla athygli okkar.
2. Hvaða verkefni fól Jehóva Haggaí og Sakaría?
2 Við skulum athuga hvernig ástandið var á dögum hebresku spámannanna Haggaí og Sakaría. Hvaða boðskap fluttu þessir trúföstu spámenn sem á brýnt erindi til fólks Jehóva nú á tímum? Haggaí og Sakaría voru ,sendiboðar‘ Jehóva eftir að Gyðingar sneru heim úr ánauðinni í Babýlon. Þeim var falið að fullvissa Ísraelsmenn um að Jehóva myndi styðja við bakið á þeim þegar þeir endurreistu musterið. (Haggaí 1:13; Sakaría 4:8, 9) Þó að bækurnar, sem Haggaí og Sakaría skrifuðu, séu stuttar eru þær hluti af Ritningunni sem er „innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti“. — 2. Tímóteusarbréf 3:16.
Spádómar Haggaí og Sakaría eiga erindi til okkar
3, 4. Af hverju ættum við að hafa áhuga á boðskap Haggaí og Sakaría?
3 Boðskapur Haggaí og Sakaría var vissulega gagnlegur fyrir Gyðinga sem voru samtíða þeim og spádómarnir uppfylltust þá. En hvers vegna getum við verið viss um að þessar tvær bækur eigi erindi til okkar nú á dögum? Við getum fundið vísbendingu um það í Hebreabréfinu 12:26-29 en þar vitnar Páll í Haggaí 2:6 þar sem talað er um að Jehóva muni „hræra himin og jörð“. Sá atburður átti að lokum að leiða til þess að ,veldisstólum konungsríkjanna yrði kollvarpað og vald hinna heiðnu konungsríkja eyðilagt‘. — Haggaí 2:22.
4 Þegar Páll postuli vitnar í Haggaí bendir hann á hver framtíð „hinna heiðnu konungsríkja“ verður og talar um yfirburði hins óbifanlega ríkis sem andasmurðir kristnir menn hljóta. (Hebreabréfið 12:28) Af þessu getum við séð að spádómar Haggaí og Sakaría fjalla um atburði sem áttu enn eftir að gerast þegar Hebreabréfið var skrifað á fyrstu öldinni. Leifar andasmurðra kristinna manna, sem erfa Messíasarríkið með Jesú, eru enn á jörðinni. Spádómar Haggaí og Sakaría hljóta því að hafa þýðingu fyrir okkur nú á dögum.
5, 6. Hvað hafði átt sér stað áður en Haggaí og Sakaría byrjuðu að spá?
Esrabók 3:8-13; 5:1) Þótt það hefði verið tilefni mikils fagnaðar fór ótti fljótlega að gera vart við sig meðal Gyðinga. Í Esrabók 4:4 segir að óvinveittir „landsbúar“ hafi gert ‚Júdalýð huglausan og hrætt þá frá að byggja‘. Þessir andstæðingar, og þá sérstaklega Samverjar, báru rangar sakir á Gyðinga og fengu Persakonung til að leggja bann við musterisbyggingunni. — Esrabók 4:10-21.
5 Í Esrabók er að finna sögulegar upplýsingar um þennan tíma. Eftir að Gyðingar sneru heim úr ánauðinni í Babýlon árið 537 f.Kr. höfðu Serúbabel landstjóri og Jósúa (eða Jesúa) æðstiprestur umsjón með því þegar grunnurinn var lagður að nýja musterinu árið 536 f.Kr. (6 Kappsemin, sem Gyðingar höfðu sýnt í upphafi byggingarstarfsins, dvínaði og þeir sneru sér að eigin hugðarefnum. En árið 520 f.Kr., 16 árum eftir að musterisgrunnurinn var lagður, vakti Jehóva upp Haggaí og Sakaría til að hvetja fólkið til að hefja aftur störf við bygginguna. (Haggaí 1:1; Sakaría 1:1) Þegar Gyðingar höfðu fengið hvatningu frá sendiboðum Guðs og skýra sönnun fyrir stuðningi hans héldu þeir verkinu áfram þar til musterið var fullgert árið 515 f.Kr. — Esrabók 6:14, 15.
7. Hvaða atburðarás á síðari tímum er hliðstæð því sem átti sér stað á dögum spámannanna?
7 Veistu hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur? Við þurfum að sinna því verkefni að prédika ‚fagnaðarerindið um ríkið‘. (Matteus 24:14) Lögð var sérstök áhersla á þetta starf eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá hafði fólk Jehóva verið frelsað úr ánauð Babýlonar hinnar miklu, heimsveldis falskra trúarbragða, á sama hátt og Gyðingar til forna höfðu verið frelsaðir úr bókstaflegri ánauð í Babýlon. Andasmurðir þjónar Guðs einbeittu sér að því að prédika, kenna og beina fólki til sannrar tilbeiðslu. Þetta starf er unnið enn þann dag í dag, en í mun ríkari mæli en áður. Ef til vill tekur þú þátt í því líka. Núna er einmitt rétti tíminn til að sinna þessu starfi því að endalok þessa illa heimskerfis eru skammt undan. Það þarf að halda áfram að vinna verkið, sem Guð hefur falið okkur, þangað til hann grípur inn í málefni mannanna í ‚þrengingunni miklu‘. (Matteus 24:21) Þá verður allri illsku útrýmt og sönn tilbeiðsla fær að blómstra um alla jörðina.
8. Af hverju getum við treyst því að Jehóva styðji starf okkar?
8 Eins og spádómar Haggaí og Sakaría sýna getum við reitt okkur á stuðning og blessun Jehóva þegar við tökum heilshugar þátt í þessu starfi. Þótt sumir hafi reynt að þagga niður í þjónum Guðs eða banna starfið, sem þeim hefur verið falið, hefur engri ríkisstjórn tekist að stöðva framgang þess. Jehóva hefur svo sannarlega blessað boðunarstarfið með aukningu allt frá áratugunum eftir fyrri heimsstyrjöldina og fram á okkar daga. En það er samt mikið ógert.
9. Hvað gerðist á dögum Haggaí og Sakaría sem við ættum að gefa gaum að og hvers vegna?
9 Hvernig getur það sem við lærum af Haggaí og Sakaría hvatt okkur enn meir til að hlýða fyrirmælum Guðs um að prédika og kenna? Lítum á sumt af því sem við getum lært af þessum biblíubókum. Skoðum til dæmis nokkur atriði sem tengjast musterisbyggingunni sem hinir endurleystu Gyðingar áttu að vinna að. Eins og fram hefur komið héldu Gyðingarnir, sem sneru heim til Jerúsalem frá Babýlon, ekki áfram að byggja musterið. Þeir slógu slöku við eftir að þeir höfðu lagt grunninn. Hvaða ranga viðhorf tileinkuðu þeir sér? Og hvað getum við lært af því?
Að tileinka sér rétt viðhorf
10. Hvaða ranga viðhorf tileinkuðu Gyðingar sér og hver var afleiðingin?
10 Hinir heimkomnu Gyðingar sögðu: „Enn er ekki tími kominn.“ (Haggaí 1:2) Þegar þeir hófu byggingarstarfið árið 536 f.Kr. og lögðu grunninn að musterinu hugsuðu þeir ekki með sér að tíminn væri enn ekki kominn. En áður en langt um leið leyfðu þeir bæði ofsóknum frá nágrönnum og afskiptum ríkisstjórnarinnar að hafa áhrif á sig. Þeir fóru að leggja meiri áherslu á eigin hús og þægindi. Það var mikill munur á húsunum þeirra, sem voru þiljuð með vönduðum viði, og musterinu sem enn var óklárað. Jehóva spurði því: „Er þá tími fyrir yður að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús liggur í rústum?“ — Haggaí 1:4.
11. Af hverju þurfti Jehóva að leiðrétta Gyðinga á dögum Haggaí?
11 Já, Gyðingarnir höfðu breytt um áherslur í lífinu. Þeir fóru að einblína á sjálfa sig og húsakynni sín í stað þess að láta vilja Jehóva ganga fyrir og reisa musterið. Þeir vanræktu tilbeiðsluhús Guðs. Orð Jehóva í Haggaí 1:5 hvöttu þá til að ,taka eftir hvernig fyrir þeim færi‘. Jehóva sagði þeim að staldra við og hugleiða hvað þeir væru að gera og hvaða afleiðingar það hefði að láta ekki byggingu musterisins ganga fyrir.
12, 13. Hvernig er ástandinu lýst í Haggaí 1:6 og hvað þýða orðin í þessu versi?
12 Eins og þú getur ímyndað þér hafði það áhrif á líf Gyðinganna að þeir skyldu ekki hafa réttar áherslur. Taktu eftir því sem Guð segir í Haggaí 1:6: „Þér sáið miklu, en safnið litlu, etið, en verðið eigi saddir, drekkið, en fáið eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó ekki varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju.“
13 Þrátt fyrir að Gyðingarnir væru í landinu, sem Guð hafði gefið þeim, voru afurðir landsins ekki eins miklar og þeir hefðu viljað. Jehóva hélt aftur af blessun sinni eins og hann hafði varað þá við. (5. Mósebók 28:38-48) Þeir sáðu í akra sína en uppskáru lítið án blessunar Jehóva og fengu ekki nægan mat til að seðja hungur sitt. Án blessunar hans höfðu þeir ekki hlýjan fatnað til að klæðast. Og það var engu líkara en að peningarnir, sem þeir fengu í laun, væru settir í götótta pyngju og töpuðust án þess að gagnast þeim. En hvað þýða orðin: „Þér . . . drekkið, en fáið eigi nægju yðar“? Þau vísa sömuleiðis til þess að Gyðingar hafi ekki notið blessunar Guðs. Það litla vín, sem þeir gátu búið til, dugði ekki til að þeir fengju nægju sína.
14, 15. Hvaða lærdóm getum við dregið af Haggaí 1:6?
14 Lærdómurinn, sem við getum dregið af þessu, tengist ekki því hvernig við fegrum heimili okkar. Löngu fyrir útlegðina hafði spámaðurinn Amos áminnt hina auðugu í Ísrael fyrir að búa í ‚fílabeinshöllum‘ og fyrir að „hvíla á legubekkjum af fílsbeini“. (Amos 3:15; 6:4) Fallegu húsin og skreyttu húsgögnin voru ekki varanleg. Óvinir fóru ránshendi um landið þegar þeir unnu sigur á Gyðingum. En mörgum árum seinna, eftir 70 ára útlegð, höfðu sumir þjónar Guðs ekki enn lært af þessu. Hvað með okkur? Það er viðeigandi fyrir alla að spyrja sjálfa sig: Hversu mikla áherslu legg ég á að fegra heimili mitt? Myndi ég leggja stund á margra ára framhaldsmenntun til að sækjast eftir starfsframa þótt það tæki mikinn tíma og skyggði á tilbeiðsluna á Jehóva? — Lúkas 12:20, 21; 1. Tímóteusarbréf 6:17-19.
15 Það sem við lesum í Haggaí 1:6 ætti að minna okkur á hve blessun Guðs er mikilvæg. Gyðingar á þessum dögum höfðu ekki blessun Guðs og það hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ef okkur skortir blessun Guðs hefur það skaðleg áhrif á samband okkar við hann hvort sem við eigum mikið eða lítið af efnislegum eigum. (Matteus 25:34-40; 2. Korintubréf 9:8-12) En hvernig getum við fengið blessun Guðs?
Jehóva styrkir okkur með anda sínum
16-18. Hvaða þýðingu hafði Sakaría 4:6 á sínum tíma?
16 Sakaría, sem var uppi á sama tíma og Sakaría 4:6) Líklega hefurðu oft heyrt vitnað í þetta vers en hvaða merkingu höfðu þessi orð fyrir Gyðinga á dögum Haggaí og Sakaría og hvaða þýðingu hafa þau fyrir þig?
Haggaí, benti á með hvaða hætti Jehóva hvatti og blessaði trúfasta einstaklinga á þeim dögum. Og það sýnir hvernig hann mun líka blessa þig. Við lesum: „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! — segir Drottinn allsherjar.“ (17 Við skulum hafa hugfast að innblásin orð Haggaí og Sakaría höfðu mjög góð áhrif á sínum tíma. Það sem þessir tveir spámenn sögðu veitti trúföstum Gyðingum aukinn kraft. Haggaí byrjaði að spá í sjötta mánuðinum árið 520 f.Kr en Sakaría í þeim áttunda. (Sakaría 1:1) Eins og sést af Haggaí 2:18 hófst vinnan við grunninn aftur af alvöru í níunda mánuðinum. Gyðingar tóku því til starfa á ný og hlýddu Jehóva í trausti þess að hann styddi þá. Orðin í Sakaría 4:6 vísa því til þess stuðnings sem þeir fengu frá Guði.
18 Þegar Gyðingar sneru aftur til síns heima árið 537 f.Kr. höfðu þeir engan her. En Jehóva verndaði þá og leiðbeindi þeim á ferðalaginu frá Babýlon. Og andi hans leiðbeindi þeim þegar þeir hófu vinnu við musterið stuttu síðar. Hann studdi þá síðan með heilögum anda sínum þegar þeir byrjuðu aftur að vinna af heilum hug.
19. Gegn hvaða sterka afli vann andi Guðs?
19 Jehóva veitti Sakaría átta innblásnar sýnir til að fullvissa hann um að hann yrði með þjónum sínum ef þeir héldu musterisbyggingunni áfram þar til verkinu væri lokið. Við sjáum af fjórðu sýninni, sem skráð er í 3. kafla, að Satan barðist gegn því að Gyðingarnir kláruðu að byggja musterið. (Sakaría 3:1) Satan myndi auðvitað ekki verða ánægður að sjá Jósúa æðstaprest þjóna í þágu fólksins í nýju musteri. En þótt Satan hafi reynt að koma í veg fyrir að Gyðingarnir byggðu musterið átti andi Jehóva eftir að gegna stóru hlutverki í að ryðja hindrunum úr vegi. Hann myndi gefa þeim kraft til að halda verkinu áfram þar til musterið yrði fullgert.
20. Hvernig fengu Gyðingar hjálp heilags anda til að gera vilja Guðs?
20 Svo virtist sem óyfirstíganleg hindrun stæði í veginum þegar Gyðingar mættu andstöðu frá embættismönnum sem tekist hafði að láta banna starfið. En Jehóva lofaði að Sakaría 4:7) Og það gerðist. Daríus konungur 1. rannsakaði málið og fann orðsendingu Kýrusar sem heimilaði Gyðingum að endurreisa musterið. Hann aflétti því banninu og gaf einnig leyfi fyrir því að Gyðingar fengju fé úr fjárhirslu konungs til að auðvelda þeim að standa straum af kostnaðinum vegna vinnunnar. Hvílík breyting! Átti andi Jehóva einhvern þátt í þessu? Við getum verið viss um það. Musterið var fullgert árið 515 f.Kr. á sjötta ríkisári Daríusar 1. — Esrabók 6:1, 15.
þessari hindrun, sem var eins og „fjall“, yrði rutt úr vegi og hún yrði gerð að „sléttu“. (21. (a) Hvernig hrærði Guð þjóðirnar til forna og hvernig komu „gersemar allra þjóða“ fram? (b) Hver er nútímauppfyllingin?
21 Í Haggaí 2:5 minnir spámaðurinn Gyðinga á sáttmálann sem Jehóva gerði við þá við Sínaífjall þegar „allt fjallið lék á reiðiskjálfi“. (Mósebók 19:18) Á dögum Haggaí og Sakaría ætlaði Jehóva aftur að koma af stað vissu umróti eins og lýst er með táknrænum hætti í versum 6 og 7. Ástandið í Persaveldi yrði óstöðugt en vinnan við musterið myndi samt halda áfram þar til henni yrði lokið. „Gersemar allra þjóða,“ það er að segja fólk sem var ekki Gyðingar, myndi lofa Guð á þessum tilbeiðslustað ásamt Gyðingum. Nú á dögum hefur Guð notað boðunarstarfið til að ‚hræra þjóðirnar‘ sem aldrei fyrr og „gersemar allra þjóða“ hafa sameinast hinum andasmurðu leifum í tilbeiðslunni á Guði. Það má með sanni segja að hinir andasmurðu og aðrir sauðir fylli hús Jehóva dýrð. Þessir trúföstu tilbiðjendur bíða þess tíma þegar Jehóva mun „hræra himin og jörð“ í öðrum skilningi. Það verður gert í þeim tilgangi að kollvarpa og gereyða valdi hinna heiðnu konungsríkja. — Haggaí 2:22.
22. Hvernig er verið að „hræra“ allar þjóðir, með hvaða árangri og hvað á enn eftir að gerast?
22 Þetta minnir okkur á það umrót sem orðið hefur á ýmsum sviðum sem táknuð eru í spádóminum með ,himninum og jörðinni, hafinu og þurrlendinu‘. Satan djöflinum og illum englum hans hefur til dæmis verið varpað niður til nágrennis jarðar. (Opinberunarbókin 12:7-12) Boðunarstarfið, undir forystu andasmurðra þjóna Guðs, hefur sannarlega hrist upp í mannlegu samfélagi. (Opinberunarbókin 11:18) Þrátt fyrir það hefur „mikill múgur“, eða gersemar allra þjóða, sameinast hinum andlega Ísrael í þjónustunni við Jehóva. (Opinberunarbókin 7:9, 10) Hinn mikli múgur vinnur með andasmurðum kristnum mönnum að því að boða það fagnaðarerindi að bráðum muni Guð hræra þjóðirnar í Harmagedón. Eftir það verður hægt að fullkomna sanna tilbeiðslu um allan heim.
Manstu?
• Hvenær og við hvaða aðstæður störfuðu Haggaí og Sakaría?
• Hvernig getum við tekið til okkar boðskap Haggaí og Sakaría?
• Af hverju finnst þér orðin í Sakaría 4:6 uppörvandi?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 12]
Orð Haggaí og Sakaría fullvissa okkur um stuðning Guðs.
[Mynd á blaðsíðu 15]
„Er þá tími fyrir yður að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús liggur í rústum?“
[Mynd á blaðsíðu 16]
Þjónar Jehóva eiga þátt í því að ná til ‚gersema allra þjóða‘.