Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Milljónir ætla að koma Kemur þú líka?

Milljónir ætla að koma Kemur þú líka?

Milljónir ætla að koma Kemur þú líka?

◼ Koma hvert? Á þriggja daga landsmót Votta Jehóva sem ber stefið „Lausnin er í nánd“. Haldin verða mót með sömu dagskrá út um allan heim á þessu ári. Árið 2004 var haldið 2.981 mót sem nærri 11 milljónir manna sóttu.

Dagskráin hefst alla þrjá dagana kl. 9:30 með tónlist. Á föstudeginum verða flutt erindi eins og „Gefðu gætur að loforði Jehóva um lausnina“ og „Hvernig bjargar Jehóva hinum þjáða sem hrópar á hjálp?“. Morgundagskránni lýkur svo með stefræðu mótsins sem heitir: „Jehóva veitir okkur ‚eilífa lausn‘.“

Síðdegis á föstudeginum verða fluttar ræðurnar: „Jehóva sýnir öldruðum ástúð,“ „Lausn undan íþyngjandi raunum,“ og „Hvaða þjónustu veita englar?.“ „Jehóva, ‚frelsari þjóna sinna‘“ er heiti á fjórskiptri ræðusyrpu sem verður flutt á undan lokaræðu dagsins: „Ekkert vopn og engin tunga verður sigurvænleg gegn okkur.“

Fyrir hádegi á laugardag verður meðal annars flutt þriggja þátta ræðusyrpa sem ber stefið „Boðum fagnaðarerindið án afláts“. Einnig verða fluttar ræðurnar „‚Frelsuð úr snöru fuglarans‘“ og „Að rannsaka ‚djúp Guðs‘“. Skírnarræðan slær svo botninn í morgundagskrána og að henni lokinni geta þeir sem hæfir eru látið skírast.

Síðdegis á laugardeginum verða fluttar ræður eins og „Höfum biblíulega afstöðu til heilsuverndar“, „Hvaða andi stjórnar lífi þínu?“, „Hafðu ‚þrefaldan þráð‘ í hjónabandinu“ og „Unglingar, munið eftir skapara ykkar“. Lokaræða dagsins nefnist „Hefurðu dag Jehóva stöðugt í huga?“ og þar fáum við góðar ráðleggingar varðandi okkar tíma.

Á morgundagskrá sunnudagsins verður meðal annars flutt ræðusyrpan „Líkt er um himnaríki og . . .“. Þetta eru fjórar ræður sem fjalla stuttlega um nokkrar af dæmisögum Jesú.

Morgundagskráin heldur síðan áfram með ræðu sem kynnir einn af hápunktum mótsins, sviðsett leikrit sem byggist á þrettánda kafla 1. Konungabókar. Síðdegis verður fluttur opinber fyrirlestur sem ber heitið „Lausnin er í nánd — fyrir atbeina Guðsríkis“.

Gerðu ráðstafanir til að sækja mótið. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 9:30 – 12:10 og 14:00 – 17:15. Laugardagur: 9:30 – 12:20 og 14:00 – 17:05. Sunnudagur: 9:30 – 12:15 og 13:40 – 16:10.

Mótið verður haldið dagana

11. – 13. ágúst 2006 í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi.