„Svo á jörðu sem á himni“
„Svo á jörðu sem á himni“
„Kaþólsk trú tilgreinir fjórþætt endalok: Dauða, dóm, helvíti og himnaríki.“ — Catholicism í ritstjórn Georges Brantls.
VIÐ tökum eftir að í upptalningunni hér að ofan er ekkert minnst á jörðina. Það kemur reyndar ekki á óvart vegna þess að kaþólska kirkjan aðhyllist þá hugmynd, rétt eins og mörg önnur trúfélög, að jörðinni verði tortímt þegar fram líða stundir. Þetta kemur skýrt fram í kaþólskri guðfræðiorðabók (Dictionnaire de Théologie Catholique) undir flettunni „Heimsendir“. Þar segir: „Kaþólska kirkjan trúir og kennir að núverandi heimur, eins og Guð skapaði hann og eins og hann er núna, standi ekki að eilífu.“ Þessi hugmynd kemur einnig fram í nýlegu kaþólsku spurningakveri: „Heimi okkar . . . eru ætluð þau örlög að hverfa.“ En ef jörðin á að hverfa, hvað verður þá um fyrirheit Biblíunnar um paradís á jörð?
Í Biblíunni er greinilega talað um paradís á jörð í framtíðinni. Jesaja spámaður lýsti til Jesaja 65:21, 22) Gyðingar, sem fengu þetta loforð frá Guði, voru vissir um að landið þeirra, og reyndar öll jörðin, yrði einn góðan veðurdag að eilífri paradís handa mannkyninu.
dæmis jörðinni og ábúendum hennar með eftirfarandi orðum: „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.“ (Þessi von er staðfest í Sálmi 37. „Hinir hógværu fá landið til eignar,“ segir þar. (Sálmur 37:11) Hér er ekki aðeins átt við að Ísraelsmenn myndu endurheimta fyrirheitna landið um tíma. Í sama sálmi segir: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Sálmur 37:29) * Við tökum eftir að í sálminum kemur fram að laun ‚hinna hógværu‘ séu eilíft líf á jörð. Í franskri biblíu er gefin skýring á þessu versi þar sem kemur fram að orðið „hógvær“ hafi „margfalt víðari merkingu en þýðingar bera með sér; það lýsi bágstöddum, þeim sem þjást eða eru ofsóttir vegna Jahve, auðmjúkum mönnum sem eru Guði undirgefnir“.
Á himni eða jörð?
Jesús gaf fyrirheit í fjallræðunni sem minnir á versin sem vitnað er í hér að ofan: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matteus 5:5) Enn og aftur er því lofað að trúaðir menn hljóti varanlegan bústað á jörð. Jesús tók hins vegar fram við postula sína að hann ætlaði að búa þeim stað „í húsi föður [síns]“ og þeir myndu verða með honum á himnum. (Jóhannes 14:1, 2; Lúkas 12:32; 1. Pétursbréf 1:3, 4) Hvernig ber okkur þá að skilja loforð Biblíunnar um paradís á jörð? Eiga þau við nú á dögum og hverjum eru þau ætluð?
Ýmsir biblíufræðingar segja að ‚jörðin‘ í fjallræðu Jesú og „landið“ í Sálmi 37 sé einungs táknrænt. Í franskri biblíu (Bible de Glaire) er að finna skýringar eftir Fulcran Vigouroux þess efnis að í þessum versum sé að finna „táknmynd um himnana og kirkjuna“. Franski biblíufræðingurinn Marie-Joseph Lagrange segir að þetta sé „ekki fyrirheit um að hógværir skuli erfa jörðina sem þeir búa á, hvorki undir núverandi skipan eða í fullkomnari skipan, heldur himnaríki, hvar svo sem það er að finna“. Þá má nefna biblíufræðing sem segir að „jarðnesk gildi séu notuð sem táknmyndir um hið himneska“. Og enn aðrir segja að „horft sé á fyrirheitna landið, Kanaanland, í andlegri merkingu og það sé látið tákna ættjörðina á himnum, Guðsríkið sem hógværum mönnum er heitið til eignar. Þetta er líka merking myndmálsins í Sálmi 37 og víðar.“ En ættum við að þá að útiloka að hin bókstaflega jörð eigi heima í fyrirheitum Guðs?
Eilíf fyrirætlun Guðs með jörðina
Jörðin var strax í upphafi tengd við fyrirætlun Guðs með mennina. „Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefir hann gefið mannanna börnum,“ orti sálmaskáldið. (Sálmur 115:16) Upphafleg fyrirætlun Guðs með mannkynið tengdist jörðinni en ekki himnum. Jehóva gaf fyrstu hjónunum það verkefni að stækka Edengarðinn uns hann næði um allan hnöttinn. (1. Mósebók 1:28) Þetta var engin skammtímaáætlun. Jehóva staðfestir í orði sínu að jörðin standi um eilífa framtíð: „Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu.“ — Prédikarinn 1:4; 1. Kroníkubók 16:30; Jesaja 45:18.
Fyrirheit Guðs falla aldrei í gleymsku því að hann er hinn hæsti og sér til þess að þau rætist. Í Biblíunni kemur fram að það sé óhjákvæmilegt að loforð Guðs rætist rétt eins og við getum treyst að hringrás vatnsins haldi endalaust áfram: „Eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur, fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi . . . eins er því farið með mitt orð [orð Guðs], það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ (Jesaja 55:10, 11) Guð gefur mönnunum ákveðin fyrirheit. Nokkur tími getur liðið uns þau rætast en þau daga ekki uppi. Þau ‚hverfa aftur‘ til hans þegar þau hafa framkvæmt allt sem hann sagði.
Jehóva hafði mikla ánægju af því að skapa jörðina handa mönnunum. Og við lok sjötta sköpunardagsins lýsti hann yfir að allt væri „harla gott“. (1. Mósebók 1:31) Sú fyrirætlun Guðs að öll jörðin verði paradís hefur ekki náð fram að ganga enn þá. En loforð Guðs ‚hverfa ekki aftur til hans fyrr en þau hafa framkvæmt það sem honum vel líkar‘. Öll fyrirheitin um fullkomið líf á jörð þar sem menn búa við frið og öryggi að eilífu munu rætast. — Sálmur 135:6; Jesaja 46:10.
Fyrirætlun Guðs nær örugglega fram að ganga
Synd Adams og Evu, foreldra mannkyns, raskaði um stund fyrirætlun Guðs um að gera jörðina að paradís. Þau voru rekin úr garðinum eftir að þau óhlýðnuðust og urðu þar með af þeirri blessun að eiga þátt í ætlun Guðs að jörðin yrði paradís byggð fullkomnum mönnum. En Guð gerði engu að síður ráðstafanir til að fyrirætlun hans næði fram að ganga. Hvernig þá? — 1. Mósebók 3:17-19, 23.
Staðan, sem kom upp í Eden, er ekki ósvipuð og hjá manni sem byrjar að byggja sér hús á góðum stað. Hann er nýbúinn að leggja grunninn en þá eyðileggur einhver fyrir honum það sem hann er búinn að gera. En í stað þess að hætta við bygginguna gerir maðurinn ráðstafanir til að ljúka við hana. Þó svo að það kosti aukna vinnu og fjárútlát leikur enginn vafi á að það sé skynsamlegt að reisa húsið eins og til stóð í upphafi.
Guð gerði sömuleiðis ráðstafanir til að fyrirætlun sín næði fram að ganga. Skömmu eftir að foreldrar mannkyns syndguðu veitti hann afkomendum þeirra von. Hann tilkynnti að „afkvæmi“ kæmi sem myndi gera tjónið að engu. Jesús, sonur Guðs, kom til jarðar og færði líf sitt að fórn til að endurheimta mannkynið. Hann var aðalafkvæmið sem talað var um í spádóminum. (Galatabréfið 3:16; Matteus 20:28) Eftir að Jesús yrði reistur upp til himna myndi hann verða konungur ríkis Guðs. Hann uppfyllir öðrum fremur spádóminn um að hinir hógværu erfi jörðina og með honum er útvalinn hópur manna sem er reistur upp til himna til að ríkja með honum. (Sálmur 2:6-9) Þegar fram líða stundir tekur þessi stjórn völdin yfir jörðinni til að upphafleg fyrirætlun Guðs nái fram að ganga og jörðin verði paradís. Milljónir hógværra manna munu „jörðina erfa“ í þeim skilningi að þeir njóta góðs af stjórn þessa ríkis í höndum Jesú Krists og meðstjórnenda hans. — 1. Mósebók 3:15; Daníel 2:44; Postulasagan 2:32, 33; Opinberunarbókin 20:5, 6.
„Svo á jörðu sem á himni“
Þetta hjálpræði, annars vegar himneskt og hins vegar jarðneskt, kemur fram í sýn sem Opinberunarbókin 5:9, 10, Biblían 1859) Við tökum eftir að fyrirætlun Guðs er tvíþætt — hún er fólgin í endurreisn á jörð og endurreisnin fer fram undir stjórn himnesks ríkis í höndum Jesú Krists og samerfingja hans. Guð hefur gert þessar ráðstafanir til að hægt sé að endurreisa paradís á jörð eins og hann ætlaði í upphafi.
Jóhannes postuli sá. Hann sá konunga sitja í himneskum hásætum en þeir voru valdir úr hópi trúfastra lærisveina Krists. Biblían tekur sérstaklega fram um þessa meðkonunga Krists að þeir ríki „yfir jörðunni“. (Í faðirvorinu hvatti Jesús lærisveina sína til að biðja þess að vilji Guðs næði fram að ganga „svo á jörðu sem á himni“. (Matteus 6:9, 10) Hefðu þessi orð einhverja merkingu ef jörðin ætti að farast eða ef hún táknaði himininn? Og væri vit í þeim ef allir réttlátir menn færu til himna? Vilji Guðs með jörðina er ljós af Biblíunni, allt frá sköpunarsögunni til sýnanna í Opinberunarbókinni. Jörðin á að verða paradís eins og Guð ætlaði sér. Þetta er sá vilji sem Guð lofar að verði. Trúaðir menn á jörð biðja þess að vilji hans nái fram að ganga.
Skaparinn ætlaði sér í upphafi að menn lifðu að eilífu á jörðinni og hann hefur ‚ekki breytt sér‘. (Malakí 3:6; Jóhannes 17:3; Jakobsbréfið 1:17) Tímaritið Varðturninn hefur í meira en öld fjallað um þessa tvíþættu uppfyllingu fyrirætlunar Guðs. Þetta skýrir fyrir okkur fyrirheit Guðs um endurreista paradís á jörð sem er að finna í Biblíunni. Við hvetjum þig til að kynna þér málið nánar, annaðhvort með því að ræða við votta Jehóva eða hafa samband við útgefendur þessa tímarits.
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Í mörgum biblíuþýðingum er hebreska orðið ’erets þýtt „land“ en ekki „jörð“ en það er engin ástæða til að ætla að orðið ’erets í Sálmi 37:11, 29 takmarkist við landið sem Ísraelsþjóðinni var gefið. Orðabókin Old Testament Word Studies eftir William Wilson skilgreinir ’erets sem „jörðina í víðasta skilningi, bæði byggilegan hluta hennar og óbyggilegan; þegar það stendur með ákvæðisorði er það notað um hluta af yfirborði jarðar, land eða ríki“. Aðalmerking hebreska orðsins er því hnötturinn, reikistjarnan jörð. — Sjá Varðturninn 1. júní 1986, bls. 32.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Í Biblíunni er talað ótvírætt um endurreista paradís á jörð í framtíðinni.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Hefði faðirvorið einhverja merkingu ef jörðin ætti að farast?