Unglingar, veljið að þjóna Jehóva
Unglingar, veljið að þjóna Jehóva
„Kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna.“ — JÓSÚABÓK 24:15.
1, 2. Hvers konar skírn hefur verið stunduð innan kristna heimsins?
„LEYFIÐ [börnunum] að gerast kristin þegar þau hafa aldur til að þekkja Krist.“ Svo skrifaði Tertúllíanus undir lok annarrar aldar en þá var farið að gæta fráhvarfs frá kristinni trú. Með þessum orðum mótmælti hann ungbarnaskírn sem var farin að ryðja sér til rúms. Ágústínus kirkjufaðir var á öðru máli en Tertúllíanus og Biblían. Hann hélt því fram að skírnin afmáði erfðasyndina og að börn sem dæju óskírð væru dæmd til vítisvistar. Sú trú ýtti undir þá venju að skíra börn eins fljótt og hægt væri eftir fæðingu.
2 Margar af hinum stóru kirkjudeildum kristna heimsins stunda ungbarnaskírn enn
þann dag í dag. Á liðnum öldum var það sömuleiðis stundað að þvinga sigraða „heiðingja“ til að skírast. Þar voru að verki valdhafar og trúarleiðtogar þjóða sem kölluðu sig kristnar. En barnaskírn og nauðungarskírn fullorðinna eiga sér enga stoð í Biblíunni.Ekki vígð frá fæðingu
3, 4. Hvað getur hjálpað börnum kristinna foreldra að vígjast Jehóva af eigin hvötum?
3 Samkvæmt Biblíunni eru ung börn heilög í augum Jehóva þó ekki sé nema annað foreldrið kristið. (1. Korintubréf 7:14) Eru börnin þá vígðir þjónar Jehóva? Nei, en ef börnin eiga foreldra sem eru vígðir Jehóva fá þau uppeldi sem stuðlar að því að þau vígist honum af eigin hvötum. Salómon konungur skrifaði: „Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. . . . Þegar þú ert á gangi, þá leiði þau þig, þegar þú hvílist, vaki þau yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði þau við þig. Því að boðorð er lampi og viðvörun ljós og agandi áminningar leið til lífsins.“ — Orðskviðirnir 6:20-23.
4 Handleiðsla kristinna foreldra getur verið börnum og unglingum til verndar, svo framarlega sem þau eru fús til að fara eftir henni. Salómon sagði einnig: „Vitur sonur gleður föður sinn, en heimskur sonur er móður sinni til mæðu.“ „Heyr þú, son minn, og ver vitur og stýr hjarta þínu rétta leið.“ (Orðskviðirnir 10:1; 23:19) Já, til að njóta góðs af uppeldi foreldra ykkar þurfið þið börn og unglingar að þiggja ráð, leiðbeiningar og aga. Þið fæðist ekki vitur en þið getið orðið það og valið að fylgja ‚leiðinni til lífsins‘.
Hvað er „umvöndun“?
5. Hvað ráðlagði Páll börnum og feðrum?
5 Páll postuli skrifaði: „Þér börn, hlýðið foreldrum yðar vegna Drottins, því að það er rétt. ‚Heiðra föður þinn og móður,‘ — það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: ‚til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.‘ Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.“ — Efesusbréfið 6:1-4.
6, 7. Hvað er fólgið í því að ala börn upp í „umvöndun Drottins“ og af hverju merkir það ekki að foreldrarnir stjórni þeim um of?
6 Eru kristnir foreldrar að stjórna börnum sínum um of með því að ala þau upp „með aga og umvöndun Drottins“? Nei, varla er hægt að gagnrýna foreldra fyrir að kenna börnunum það sem þeir telja siðferðilega rétt og börnunum til góðs. Enginn finnur að trúleysingja sem kennir börnum sínum að Guð sé ekki til. Rómversk-kaþólskir telja það skyldu sína að ala börnin upp í kaþólskri trú
og eru sjaldan gagnrýndir fyrir. Það ætti ekki heldur að saka votta Jehóva um óeðlilega innrætingu þegar þeir kenna börnunum viðhorf Jehóva í trúarlegum og siðferðilegum efnum.7 Gríska orðið, sem er þýtt „umvöndun“ í Efesusbréfinu 6:4, lýsir ferli þar sem „reynt er að leiðrétta hugann, rétta af það sem rangt er, bæta afstöðuna til Guðs“. (Theological Dictionary of the New Testament) Segjum nú að unglingur sýni foreldrum sínum mótþróa vegna hópþrýstings. Hann langar til að falla inn í kunningjahópinn. Hver er þá að beita skaðlegum þrýstingi? Eru það foreldrarnir eða jafnaldrar unglingsins? Segjum að jafnaldrarnir reyni að fá unglinginn til að neyta fíkniefna, drekka eða taka þátt í siðleysi. Ætti þá að gagnrýna foreldrana fyrir að reyna að leiðrétta hugsunarhátt unglingsins og sýna honum fram á afleiðingarnar af því að fara út á þessa hættulegu braut?
8. Hvað varð þess valdandi að Tímóteus festi trú á Guð?
8 Páll postuli skrifaði Tímóteusi sem var þá ungur maður: „Halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.“ (2. Tímóteusarbréf 3:14, 15) Móðir Tímóteusar og amma, sem voru Gyðingar, höfðu kennt honum Heilaga ritningu frá því hann var barn og lagt góðan grunn að trú hans á Guð. (Postulasagan 16:1; 2. Tímóteusarbréf 1:5) Þær neyddu ekki Tímóteus til að trúa þegar þær snerust til kristni heldur sannfærðu hann með sterkum rökum sem byggðust á biblíuþekkingu.
Jehóva leyfir þér að velja
9. (a) Hvað gaf Jehóva okkur og hvers vegna? (b) Hvernig notaði eingetinn sonur Guðs frjálsan vilja sinn?
9 Jehóva hefði getað skapað okkur eins og viljalaus verkfæri sem geta ekki annað en hlýtt honum. En hann skapaði okkur ekki sem vélmenni heldur gaf okkur frjálsan vilja. Hann vill að þegnar sínir hlýði sér af því að þá langar til þess. Hann hefur yndi af því að sjá þjóna sína, unga sem aldna, þjóna sér af því að þeir elska hann. Eingetinn sonur Guðs var föður sínum undirgefinn í einu og öllu og er okkur góð fyrirmynd. Jehóva sagði um frumgetinn son sinn: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ (Matteus 3:17) Og sonur Guðs sagði við föður sinn: „Að gjöra vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.“ — Sálmur 40:9; Hebreabréfið 10:9, 10.
10. Hvernig vill Jehóva að við þjónum sér?
10 Jehóva væntir þess að þeir sem þjóna honum undir handleiðslu Jesú geri það af fúsu geði eins og hann. Sálmaskáldið spáði: „Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum. Í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kemur dögg æskuliðs þíns til þín.“ (Sálmur 110:3) Allir þjónar Jehóva, bæði á himni og jörð, þjóna honum saman og lúta vilja hans af því að þeir elska hann.
11. Hvað þurfa börn og unglingar, sem alast upp á kristnu heimili, að ákveða sjálf?
11 Þið börn og unglingar þurfið að gera ykkur grein fyrir að hvorki foreldrar ykkar né öldungarnir í söfnuðinum munu reyna að þvinga ykkur til að láta skírast. Löngunin til að þjóna Jehóva verður að koma frá ykkur sjálfum. Jósúa sagði Ísraelsmönnum: „Þjónið [Jehóva] einlæglega og dyggilega, . . . kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna.“ (Jósúabók 24:14-22) Þið þurfið líka að ákveða af eigin hvötum að vígjast Jehóva og helga líf ykkar því að gera vilja hans.
Axlaðu ábyrgð þína
12. (a) Hvað geta foreldrar ekki gert fyrir börnin sín? (b) Hvenær þarf barn að byrja að bera ábyrgð á ákvörðunum sínum frammi fyrir Jehóva?
12 Það kemur að því að þið, börn og unglingar, getið ekki lengur treyst á verndina sem þið njótið vegna trúfesti foreldra ykkar. 1. Korintubréf 7:14) Lærsveinninn Jakob skrifaði: „Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd.“ (Jakobsbréfið 4:17) Foreldrar geta ekki þjónað Guði í þágu barna sinna frekar en börnin geta þjónað Guði í þágu foreldra sinna. (Esekíel 18:20) Hefurðu fræðst um Jehóva og fyrirætlun hans? Ertu nógu gamall til að skilja það sem þú hefur lært og til að eiga persónulegt samband við hann? Er þá ekki rökrétt að Guð álíti að þú sért fær um að ákveða að þjóna honum?
(13. Hvaða spurninga ætti óskírður unglingur að spyrja sig?
13 Ertu óskírður unglingur sem hefur alist upp á kristnu heimili? Sækirðu safnaðarsamkomur og tekur jafnvel þátt í að boða fagnaðarerindið um ríkið? Ef svo er skaltu spyrja sjálfan þig hreinskilnislega: ‚Af hverju er ég að þessu? Sæki ég samkomur og tek þátt í boðunarstarfinu af því að foreldrarnir ætlast til þess eða geri ég það af því að mig langar til að þóknast Jehóva?‘ Hefurðu kynnst af eigin raun hver sé „vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna“? — Rómverjabréfið 12:2.
Hvers vegna að fresta því að skírast?
14. Hvaða dæmi í Biblíunni sýna að við ættum ekki að fresta því að óþörfu að skírast?
14 „Hvað hamlar mér að skírast?“ Eþíópski maðurinn, sem spurði Filippus trúboða þessarar spurningar, var nýbúinn að uppgötva að Jesús væri Messías. En hann hafði næga þekkingu á Ritningunni til að átta sig á að hann ætti ekki að fresta því að sýna opinskátt að hann ætlaði að þjóna Jehóva þaðan í frá og tilheyra kristna söfnuðinum. Og þetta gladdi hann. (Postulasagan 8:26-39) Hið sama gerðist hjá konu sem hét Lýdía. Jehóva „opnaði . . . hjarta hennar, og hún tók við því, sem Páll sagði“. Hún lét skírast þegar í stað og heimafólk hennar einnig. (Postulasagan 16:14, 15) Fangavörðurinn í Filippí hlustaði á Pál og Sílas þegar þeir færðu honum „orð Drottins“ og hann var „þegar skírður og allt hans fólk“. (Postulasagan 16:25-34) Ef þú hefur góða undirstöðuþekkingu á Jehóva og fyrirætlun hans, langar til að gera vilja hans og hefur gott mannorð í söfnuðinum, og ef þú sækir samkomur dyggilega og tekur þátt í boðunarstarfinu, er þá nokkur ástæða til að fresta því að skírast? — Matteus 28:19, 20.
15, 16. (a) Hvaða ranghugmynd gæti hindrað suma unglinga í að skírast? (b) Hvernig geta vígsla og skírn verið unglingum til verndar?
15 Getur verið að þú sért hræddur við að þurfa að svara til saka ef þú skyldir gera eitthvað af þér, og hikir þar af leiðandi við að stíga þetta mikilvæga skref? Ef svo er skaltu hugleiða eftirfarandi: Myndirðu neita að taka bílpróf af því að þú óttaðist að þú gætir einhvern tíma orðið fyrir slysi? Auðvitað ekki. Þú ættir ekki heldur að hika við að láta skírast ef þú ert hæfur til. Ef þú hefur vígt Jehóva líf þitt og lofað að gera vilja hans verður það þér sterk hvöt til að gera þitt ýtrasta til að gera ekkert rangt. (Filippíbréfið 4:13) Þú skalt ekki ímynda þér að þú getir firrt þig ábyrgð þó að þú frestir því að skírast. Þegar þú ert orðinn nógu gamall til að geta tekið ábyrga afstöðu þarftu að bera ábyrgð á gerðum þínum frammi fyrir Jehóva, hvort sem þú ert skírður eða ekki. — Rómverjabréfið 14:11, 12.
16 Fjölmargir vottar út um allan heim létu skírast á unglingsárum, og þeir eru sammála um að það hafi verið sér mikil hjálp. Tökum 2. Tímóteusarbréf 2:22) Hann setti sér snemma það markmið að þjóna í fullu starfi og starfar núna á einni af deildarskrifstofum Votta Jehóva. Allir unglingar, sem velja að þjóna Jehóva, eiga mikla blessun í vændum — þú líka.
sem dæmi 23 ára vott í Vestur-Evrópu en hann var 13 ára þegar hann skírðist. Hann minnist þess að það hafi verið sér hvatning til að láta ekki „æskunnar girndir“ ná tökum á sér. (17. Á hvaða sviðum þurfum við að skilja hver sé „vilji Drottins“?
17 Vígsla og skírn eru upphaf lífsstefnu þar sem við tökum mið af vilja Jehóva í öllu sem við gerum. Til að lifa eftir vígsluheiti okkar þurfum við að ‚nota hverja stund‘ sem best. Hvernig gerum við það? Með því að taka tíma frá öðru sem minna máli skiptir til að sinna markvissu biblíunámi, sækja samkomur reglulega og taka sem mestan þátt í að boða ‚fagnaðarerindið um ríkið‘. (Efesusbréfið 5:15, 16; Matteus 24:14) Ef við erum vígð Jehóva og þráum að gera vilja hans hefur það jákvæð áhrif á allt sem við gerum, þar á meðal í frístundum. Það hefur áhrif á matar- og drykkjuvenjur og hvernig tónlist við hlustum á. Hví ekki að velja sér þess konar afþreyingu sem hægt er að njóta um alla eilífð? Þúsundir ungra og ánægðra votta geta vitnað um að það er hægt að skemmta sér á marga heilbrigða vegu innan þess ramma sem „vilji Drottins“ setur. — Efesusbréfið 5:17-19.
„Vér viljum fara með yður“
18. Hvaða spurninga ættu unglingar að spyrja sig?
18 Frá 1513 f.Kr. fram til hvítasunnu árið 33 e.Kr. átti Jehóva sér ákveðna þjóð á jörð sem hann hafði útvalið til að tilbiðja sig og vera vottar sínir. (Jesaja 43:12) Ísraelsk börn tilheyrðu þessari þjóð frá fæðingu. En frá hvítasunnu árið 33 hefur Jehóva átt nýja „þjóð“ á jörð, andlega Ísraelsþjóð sem ‚ber nafn hans‘. (1. Pétursbréf 2:9, 10; Postulasagan 15:14; Galatabréfið 6:16) Páll postuli segir að Kristur hafi hreinsað sjálfum sér til handa „eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka“. (Títusarbréfið 2:14) Þið unga fólkið getið gengið úr skugga um það sjálf hvar þessa þjóð er að finna. Hverjir eru núna „réttlátur lýður . . . sá er trúnaðinn varðveitir“? Hverjir lifa í samræmi við meginreglur Biblíunnar, vitna dyggilega um Jehóva og boða ríki hans sem einu von mannkynsins? (Jesaja 26:2-4) Virtu fyrir þér kirkjudeildir kristna heimsins og önnur trúfélög og berðu þau saman við þær hegðunarkröfur sem gerðar eru í Biblíunni til sannra þjóna Guðs.
19. Um hvað hafa milljónir manna um allan heim sannfærst?
19 Milljónir manna um heim allan, þar á meðal fjöldi unglinga, hafa sannfærst um að hinar andasmurðu leifar meðal votta Jehóva séu þessi ‚réttláti lýður‘. Þessar milljónir segja við andlega Ísraelsmenn: „Vér viljum fara með yður, því að vér höfum heyrt, að Guð sé með yður.“ (Sakaría 8:23) Það er bæn okkar og von að þið unga fólkið ákveðið að tilheyra fólki Jehóva og þar með ‚velja lífið‘ — eilíft líf í nýjum heimi. — 5. Mósebók 30:15-20; 2. Pétursbréf 3:11-13.
Til upprifjunar
• Hvað er átt við með „umvöndun“?
• Á hvers konar þjónustu hefur Jehóva velþóknun?
• Hvað þurfa börn og unglingar, sem alast upp á kristnu heimili, að ákveða sjálf?
• Af hverju ættu unglingar ekki að fresta því að óþörfu að láta skírast?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 18]
Á hvern ætlarðu að hlusta?
[Mynd á blaðsíðu 20]
Hvernig getur það verið þér til verndar að vígjast Jehóva og skírast?
[Mynd á blaðsíðu 21]
Hvað hamlar þér að skírast?