Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Aldraður en ekki einangraður

Aldraður en ekki einangraður

Aldraður en ekki einangraður

ÞEGAR aldurinn fer að segja til sín verða margir óvinnufærir og einangrast frá öðrum í samfélaginu. En það var ekki hægt að segja um Fernand Rivarol en hann lést 95 ára gamall í Genf í Sviss. Hann bjó einn þar sem eiginkonan var látin og gift dóttir hans bjó í eigin húsnæði. Þótt hann væri að mestu bundinn heima við var hann ekki einmana. Hann sat tíðum við borð í stofunni, með símtólið í hendinni, hringdi í fólk og ræddi við það um trúarleg málefni.

Á viðburðaríkri ævi Fernands komu tímar sem hann var bókstaflega einangraður. Hvernig þá? Á sama tíma og Fernand og eiginkona hans urðu vottar Jehóva árið 1939 braust út í Evrópu heimstyrjöldin síðari. Fernand hélt fast við þá biblíulegu ákvörðun sína að skaða ekki nokkra manneskju. Fyrir vikið missti hann atvinnuna og afplánaði nokkrum sinnum refsivistartíma — samtals fimm og hálft ár — en þann tíma var hann einangraður frá eiginkonu sinni og barnungri dóttur.

Fernand leit um farinn veg og sagði: „Í augum margra virtist sem ég yfirgæfi örugga atvinnu og skildi fjölskyldu mína eftir bjargarlausa. Fólk fyrirleit mig og kom fram við mig eins og glæpamann. Þegar ég hugsa um þessi erfiðu ár er mér samt efst í minni hvernig Jehóva styrkti okkur og hjálpaði. Síðan eru liðin mörg ár en traust mitt á Jehóva er enn eins öruggt og það var þá.“

Þessi trú knúði Fernand til að nota símann til að segja öðrum frá voninni sem Biblían gefur. Ef einhver sýndi áhuga sendi hann viðkomandi biblíutengd rit í pósti. Seinna hafði hann svo aftur símasamband við manneskjuna til að kanna hvort hún hefði haft ánægju af lestrinum. Stundum kom fyrir að fólk svaraði honum með þakkarbréfi og það fannst honum mjög ánægjulegt.

Það gæti verið að einhver, líkt og Fernand, hafi samband við þig þar sem þú býrð. Hvernig væri að hlusta á hann og heyra hverju hann trúir? Vottar Jehóva hafa alltaf ánægju af að segja frá trú sinni.