Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvers vegna er mikilvægt að breyta rétt?

Hvers vegna er mikilvægt að breyta rétt?

Hvers vegna er mikilvægt að breyta rétt?

FRÓÐUR maður sagði einu sinni: „Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða. Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Hvers vegna fannst þessum manni erfitt að gera hið góða sem hann vildi? Hann hélt áfram og sagði: „Þannig reynist mér það þá regla fyrir mig, sem vil gjöra hið góða, að hið illa er mér tamast. Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“ — Rómverjabréfið 7:18, 19, 21-23.

Þessi orð, sem Páll postuli sagði fyrir um 2000 árum, skýra hvers vegna það getur verið erfitt fyrir ófullkomna menn að breyta rétt. Við þurfum að hafa siðferðisþrek til að halda fast við réttar meginreglur, ekki síst við erfiðar kringumstæður. Við getum því spurt hver sé mikilvægasta ástæðan fyrir því að breyta rétt.

Taktu eftir hvað Biblían segir um framtíð heiðarlegs fólks. Í Sálmi 37:37, 38 segir: „Gef gætur að hinum ráðvanda og lít á hinn hreinskilna, því að friðsamir menn eiga framtíð fyrir höndum, en afbrotamönnum verður útrýmt öllum samt, framtíðarvon óguðlegra bregst.“ Í Orðskviðunum 2:21, 22 segir: „Hinir hreinskilnu munu byggja landið, og hinir grandvöru verða eftir í því. En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.“

En þótt þessi loforð og önnur sem er að finna í Biblíunni gefi okkur góða ástæðu til að gera vilja Guðs eru þau ekki aðalástæðan fyrir því að við ættum að gera það. Aðalástæðan tengist máli sem snertir allar vitibornar sköpunarverur. Í næstu grein verður rætt um hvaða mál þetta er og hvernig það hefur áhrif á okkur.