Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jörðin gimsteinn í geimnum

Jörðin gimsteinn í geimnum

Jörðin gimsteinn í geimnum

STJÖRNUFRÆÐINGAR vita að heimili okkar, jörðin, er ekki nema örsmátt korn í óravíddum alheimsins. Hvergi annars staðar í alheiminum hefur fundist líf. Hvergi nema á jörðinni er að finna nákvæmlega réttar aðstæður til að líf geti þrifist.

Við getum líka notið þess að lifa á þessari fallegu jarðarkúlu. Er ekki yndislegt að finna sólargeislana ylja sér á köldum degi? Er ekki hrífandi að horfa á litfagurt sólsetur eða sólarupprás? En sólin gerir auðvitað meira en að gæla við skynfæri okkar því að tilvera okkar mannanna er algerlega háð henni.

Um milljónir ára hefur aðdráttarafl sólarinnar haldið jörðinni og öðrum reikistjörnum á stöðugri sporbraut. Og eins og við vitum er allt sólkerfið á hringferð um miðju Vetrarbrautarinnar. Sólin okkar er þó aðeins ein af rúmlega 100 milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni sem fara þessa hringferð.

Vetrarbrautin okkar tilheyrir þyrpingu sem í eru um 35 vetrarbrautir. Í stórum þyrpingum geta verið þúsundir vetrarbrauta. Sennilega væri sólkerfið okkar ekki eins stöðugt ef það væri í miklu stærri og þéttari vetrarbrautaþyrpingu. Fáir staðir í alheiminum „henta flóknu lífkerfi jafn vel og svæðið þar sem við búum“, að því er Guillermo Gonzalez og Jay W. Richards segja í bókinni The Privileged Planet.

Er lífið hér á jörð til komið af einskærri tilviljun? Varð það til af hreinni hendingu í „miklahvelli“? Eða hefur lífið á þessari undurfögru reikistjörnu einhvern háleitari tilgang?

Margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að jörðin hafi verið sérhönnuð til að viðhalda lífi. * Endur fyrir löngu vakti hebreskt skáld athygli á himni og jörð í ljóði þar sem segir: „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn?“ (Sálmur 8:4, 5) Þetta ljóðskáld trúði að það hlyti að vera til skapari. Er það rökrétt ályktun á tækniöld?

[Neðanmáls]

^ gr. 7 Sjá Sálmana í Biblíunni, einkum Sálm 8.

[Rammi/mynd á blaðsíðu 3]

„Úr fjarlægð séð tindrar jörðin eins og blár gimsteinn í dimmum geimnum,“ segir í The Illustrated Science Encyclopedia — Amazing Planet Earth.

[Rétthafi]

Jörðin: U.S. Fish & Wildlife Service, Washington, D.C./NASA