Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sköpuð til að vera varanlegt heimili mannsins

Sköpuð til að vera varanlegt heimili mannsins

Sköpuð til að vera varanlegt heimili mannsins

FINNST þér ekki athyglisvert að þau skilyrði, sem vísindamenn telja nauðsynleg til að líf geti þrifist á einhverri reikistjörnu, skuli vera nefnd beint eða óbeint í fyrsta kafla Biblíunnar? Hvaða skilyrði eru þetta?

Mikið magn af vatni er nauðsynlegt til að líf geti þrifist. Í 1. Mósebók 1:2 er minnst á vatnsdjúp. Hitastig þarf að vera rétt til að vatnið á reikistjörnunni sé í fljótandi formi. Til þess þarf hún að vera í hæfilegri fjarlægð frá sólinni sem hún gengur um. Í sköpunarsögu Biblíunnar er minnst aftur og aftur á sólina og áhrif hennar á jörðina.

Til að reikistjarna sé byggileg mönnum þarf hún að hafa andrúmsloft með sérstakri blöndu lofttegunda. Þessi mikilvægi þáttur er nefndur í 1. Mósebók 1:6-8. Gróðurinn, sem er lýst í 1. Mósebók 1:11, 12, er ein meginuppspretta þess súrsefnis sem er í gufuhvolfinu. Til að fjölbreytt dýralíf geti þrifist þarf að vera þurrlendi og jarðvegur eins og lýst er í 1. Mósebók 1:9-12. Að síðustu þarf snúningsmöndull reikistjörnunnar að hallast hæfilega til að tempra veðurfarið, og hallinn þarf að vera stöðugur. Aðdráttarafl tunglsins sér að nokkru leyti um að halda jörðinni í réttu horfi. Minnst er á tunglið og sum af áhrifum þess í 1. Mósebók 1:14, 16.

Nú skrifaði Móse sköpunarsöguna fyrir 3500 árum, án hjálpar nútímavísinda. Hvernig stendur á því að hann skuli vekja athygli á áðurnefndum atriðum? Gerði hann sér hreinlega grein fyrir þýðingu þeirra langt á undan sinni samtíð? Nei, skýringin er sú að skapari himins og jarðar innblés skrif hans. Þetta er eftirtektarvert í ljósi þeirrar vísindalegu nákvæmni sem einkennir sköpunarsögu Biblíunnar.

Af Biblíunni er ljóst að það býr ákveðinn tilgangur að baki þeim undrum sem við sjáum í alheiminum. „Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefir hann gefið mannanna börnum,“ segir í Sálmi 115:16. Í öðrum sálmi stendur: „Þú [Guð] grundvallar jörðina á undirstöðum hennar, svo að hún haggast eigi um aldur og ævi.“ (Sálmur 104:5) Ef alheimurinn og hið fagra heimili okkar, jörðin, er verk skapara er ekki nema rökrétt að gera ráð fyrir að hann geti viðhaldið hvoru tveggja. Það þýðir að við getum treyst eftirfarandi loforði: „Hinir réttlátu fá landið [það er að segja jörðina] til eignar og búa í því um aldur.“ (Sálmur 37:29) Ljóst er að Guð skapaði ekki jörðina „til þess, að hún væri auðn“ heldur til þess „að hún væri byggileg“ þakklátum mönnum um alla eilífð, mönnum sem kunna að meta handaverk hans. — Jesaja 45:18.

Að sögn Biblíunnar kom Jesús til jarðar til að fræða okkur um Guð og þá fyrirætlun hans að veita hlýðnum mönnum eilíft líf. (Jóhannes 3:16) Okkur er lofað að Guð muni bráðlega „eyða þeim, sem jörðina eyða“ en veita líf friðelskandi mönnum af öllum þjóðum sem þiggja hjálpræðið sem hann býður upp á. (Opinberunarbókin 7:9, 14; 11:18) Það verður unaðslegt fyrir mennina að halda áfram að kynna sér undur sköpunarverksins og njóta þeirra um alla eilífð. — Prédikarinn 3:11; Rómverjabréfið 8:21.

[Mynd rétthafi á blaðsíðu 8]

Ljósmynd: NASA