Margfalt mikilvægara en veðrið
Margfalt mikilvægara en veðrið
VELFLESTAR þjóðir eiga sér málshætti um veðrið. Til dæmis er stundum haft á orði að kvöldroðinn bæti en morgunroðinn væti. Veðurfræðingar kunna vísindalegar skýringar á því hvers vegna veðrið geti þróast eins og málshátturinn segir.
Á dögum Jesú var einnig venja að reyna að lesa veðurhorfur af útliti himins. Jesús sagði við Gyðinga: „Að kvöldi segið þér: ‚Það verður góðviðri, því að roði er á lofti.‘ Og að morgni: ‚Illviðri í dag, himinninn er rauður og þungbúinn.‘ Útlit loftsins kunnið þér að ráða, en . . . “ En hvað? „En ekki tákn tímanna,“ bætti hann við. — Matteus 16:2, 3.
Hver voru „tákn tímanna“? Það voru hin mörgu og skýru merki þess að Jesús væri Messías og væri sendur af Guði. Verk hans voru auðsæ ekki síður en roði á himni. Flestir Gyðingar létu hins vegar sem þeir sæju ekki tákn þess að Messías væri kominn — og það var þó sannarlega mikilvægara en að spá í veðrið.
Núna eru líka á lofti tákn sem eru margfalt mikilvægari en liturinn á himni. Jesús spáði að hinn illi heimur, sem nú er, myndi líða undir lok og annar betri taka við. Hann nefndi margs konar atburði og framvindu sem myndi vera skýrt tákn um að þessi breyting væri í nánd. Meðal þeirra eru heimsstyrjaldir og hungursneyðir. Jesús sagði að þegar þetta kæmi fram væri að því komið að Guð myndi skerast í leikinn. — Matteus 24:3-21.
Sérðu „tákn tímanna“?