Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Drottinn, hvers vegna þagðirðu?“

„Drottinn, hvers vegna þagðirðu?“

„Drottinn, hvers vegna þagðirðu?“

BENEDIKT páfi sextándi lét þessi orð falla þegar hann heimsótti fangabúðirnar í Auschwitz í Póllandi hinn 28. maí 2006. Þar sem nasistar myrtu mörg hundruð þúsund Gyðinga og aðra sagði hann: „Ótal spurningar vakna hér. Og sífellt leitar á hugann spurningin: Hvar var Guð? Hvers vegna þagði hann? Hvernig gat hann leyft þessi endalausu dráp, leyft hinu illa að sigra? . . . Við verðum að halda áfram að hrópa til Guðs, auðmjúkt en ákveðið: Vaknaðu! Gleymdu ekki sköpun þinni, mannkyninu.“

Ræða páfans kallaði á lífleg viðbrögð. Sumir tóku eftir að páfinn reyndi að koma sér hjá því að minnast á nokkur atriði, eins og til dæmis gyðingahatrið sem bjó að baki grimmdarverkunum í Auschwitz. Aðrir túlkuðu orð hans sem tilraun til að gera lítið úr beiðni Jóhannesar Páls páfa annars um að kirkjunni yrðu fyrirgefnar þær syndir sem hún drýgði. Kaþólskur blaðamaður að nafni Filippo Gentiloni sagði: „Þegar spurt var hvar Guð hefði verið — og við þeirri spurningu er ekkert svar — var ósköp eðlilegt að margir fréttaskýrendur spyrðu annarar og auðveldari spurningar: Hvar var Píus páfi tólfti?“ Fréttaskýrendurnir voru að vísa til þess að Píus páfi tólfti þagði þunnu hljóði meðan á helförinni stóð.

Helförin og öll önnur þjóðarmorð, sem framin hafa verið í aldanna rás, sanna að „einn maðurinn drottnar yfir öðrum honum til ógæfu“. (Prédikarinn 8:9) Skapari mannsins hefur auk þess ekki verið þögull yfir slíkum hryllingi. Hann hefur á síðum Biblíunnar útskýrt ástæðuna fyrir því að hann leyfi illskuna. Guð hefur einnig fullvissað okkur um að hann hefur ekki gleymt mannkyninu. Sá tími, sem hann hefur leyft mönnum að fara með völd, mun bráðum taka enda. (Jeremía 10:23) Viltu vita meira um áform Guðs með okkur mennina? Vottar Jehóva eru fúsir til að aðstoða þig við að finna svör Biblíunnar við spurningunum sem ollu Benedikt páfa heilabrotum.

[Mynd rétthafi á blaðsíðu 32]

Oświęcim-safnið.