Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Áreiðanlegt vitni er á himnum“

„Áreiðanlegt vitni er á himnum“

„Áreiðanlegt vitni er á himnum“

LJÓÐSKÁLD og lagahöfundar hafa löngum lofað fegurð tunglsins. Til dæmis er talað í innblásnu ljóði um konu sem er „fögur sem máninn“. (Ljóðaljóðin 6:10) Og sálmaskáld talar á ljóðmáli um tunglið sem „áreiðanlegt vitni . . . á himnum“. (Sálmur 89:38) Hvaða þýðingu hefur þessi lýsing á tunglinu?

Tunglið fer eina hringferð um jörðina á 27,3 dögum. Það bregst aldrei. Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að tunglið var sagt vera áreiðanlegt. En ef til vill höfðu þessi orð dýpri merkingu í huga sálmaskáldsins. Hann kallaði tunglið „áreiðanlegt vitni“ í spádómlegu ljóði um ríkið sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um. — Matteus 6:9, 10.

Fyrir meira en 3000 árum gerði Jehóva Guð sáttmálann um ríkið við Davíð Ísraelskonung. (2. Samúelsbók 7:12-16) Markmið sáttmálans var að skapa lagalegan grundvöll til að Jesús Kristur, erfingi Davíðs, gæti ríkt að eilífu. (Jesaja 9:7; Lúkas 1:32, 33) Sálmaskáldið söng um hásætið sem ‚niðji‘ Davíðs átti að erfa: „Það skal standa stöðugt að eilífu sem tunglið, svo sannarlega sem áreiðanlegt vitni er á himnum.“ — Sálmur 89:37, 38.

„Ljósið til að ráða nóttu“ — tunglið — er viðeigandi tákn þess hve varanleg stjórn Krists er. (1. Mósebók 1:16) Í Daníel 7:14 segir um ríki Krists: „Hans vald er eilíft vald, sem ekki skal undir lok líða, og ríki hans skal aldrei á grunn ganga.“ Tunglið er vitni sem minnir á þetta ríki og þá blessun sem það mun færa mannkyninu.

[Rétthafi á blaðsíðu 32]

Tunglið: NASA photo