Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Hvað er sannleikur?“

„Hvað er sannleikur?“

„Hvað er sannleikur?“

RÓMVERSKI landstjórinn Pontíus Pílatus spurði Jesú þessarar spurningar í kaldhæðnistón. Hann hafði ekki áhuga á að fá svar enda svaraði Jesús honum ekki. Kannski fannst Pílatusi einfaldlega að það væri ekki hægt að skilja sannleikann. — Jóhannes 18:38.

Þetta viðhorf er mjög algengt nú á dögum, til dæmis meðal trúarleiðtoga, kennara og stjórnmálamanna. Þeir telja að sannleikur — sérstaklega siðferðilegur og trúarlegur sannleikur — sé ekki afdráttarlaus heldur afstæður og breytist stöðugt. Það gefur til kynna að fólk geti ákveðið sjálft hvað sé rétt og rangt. (Jesaja 5:20, 21) Þá leyfir fólk sér líka að hafna siðferðisstöðlum og gildum fyrri kynslóða á þeim grundvelli að þau séu gamaldags.

Það er áhugavert að skoða hver kveikjan var að spurningu Pílatusar. Jesús hafði sagt við hann: „Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni.“ (Jóhannes 18:37) Sannleikurinn var ekki óljós eða óskiljanlegur í augum Jesú. Hann hafði lofað lærisveinunum: „[Þér] munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ — Jóhannes 8:32.

Hvar er þennan sannleika að finna? Jesús sagði eitt sinn í bæn til Guðs: „Þitt orð er sannleikur.“ (Jóhannes 17:17) Biblían var skrifuð undir innblæstri frá Guði og hún opinberar sannleikann. Í henni fáum við áreiðanlega leiðsögn og örugga von um framtíðina — von um eilíft líf. — 2. Tímóteusarbréf 3:15-17.

Pílatus hafnaði tækifærinu til að kynnast sannleikanum. Hvað um þig? Við hvetjum þig til að tala við votta Jehóva. Þeir eru meira en fúsir til að fræða þig um „sannleikann“ sem Jesús kenndi.