Hvernig getum við lagt stund á miskunn?
Hvernig getum við lagt stund á miskunn?
„[Gerum] öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.“ — GALATABRÉFIÐ 6:10.
1, 2. Hvað lærum við um miskunn af dæmisögunni um miskunnsama Samverjann?
ÞEGAR lögfróður maður var að tala við Jesú spurði hann: „Hver er . . . náungi minn?“ Í svari sínu sagði Jesús eftirfarandi dæmisögu: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ‚Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.‘“ Síðan spurði Jesús manninn: „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?“ Maðurinn svaraði: „Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum.“ — Lúkas 10:25, 29-37a.
Lúkas 10:37b) Við getum tekið þessa hvatningu til okkar og lagt okkur fram um að sýna öðrum miskunn. En hvernig getum við lagt stund á miskunn dags daglega?
2 Framkoma Samverjans við særða manninn lýsir því vel hvað sönn miskunn er. Samverjinn fann til með honum og gerði ráðstafanir til að lina þjáningar hans þó svo að hann hafi ekki einu sinni þekkt hann. Þeir sem sýna sanna miskunn láta þjóðerni, trú eða menningu ekki aftra sér. Eftir að hafa sagt dæmisöguna um miskunnsama Samverjann ráðlagði Jesús lögvitringnum: „Far þú og gjör hið sama.“ („Ef bróðir eða systir eru nakin“
3, 4. Af hverju ættum við sérstaklega að huga að því að sýna miskunn innan safnaðarins?
3 Páll postuli sagði: „Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.“ (Galatabréfið 6:10) Við skulum því fyrst skoða hvernig við getum verið auðug af miskunnarverkum í garð trúsystkina okkar.
4 Lærisveinninn Jakob hvatti sannkristna menn til að sýna hver öðrum miskunn og skrifaði: „Dómurinn verður miskunnarlaus þeim, sem ekki auðsýndi miskunn.“ (Jakobsbréfið 2:13) Af samhengi þessara innblásnu orða má sjá nokkrar leiðir til að sýna öðrum miskunn. Við lesum til dæmis í Jakobsbréfinu 1:27: „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ Í Jakobsbréfinu 2:15, 16 stendur: „Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: ‚Farið í friði, vermið yður og mettið!‘ en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?“
5, 6. Hvernig getum við verið dugleg að sýna fólki í heimasöfnuði okkar miskunn?
5 Eitt af því sem einkennir sannkristna menn er að þeir annast aðra og hjálpa bágstöddum. Vegna trúar okkar látum við ekki nægja að sýna öðrum umhyggju með því einu að óska þeim velfarnaðar. Innileg samúð ætti að fá okkur til að láta verkin tala og aðstoða þá sem eru í brýnni þörf. (1. Jóhannesarbréf 3:17, 18) Já, við getum verið dugleg að sýna öðrum miskunn, meðal annars með því að útbúa máltíð fyrir þá sem eru veikir, aðstoða aldraða við húsverk, bjóða fólki far á samkomur og vera örlát við þá sem þurfa á því að halda. — 5. Mósebók 15:7-10.
6 Þótt mikilvægt sé að veita efnislega aðstoð er enn mikilvægara að veita fólki í hinum ört vaxandi söfnuði votta Jehóva andlegan stuðning. Við erum hvött: „Hughreystið ístöðulitla, takið að yður þá, sem óstyrkir eru.“ (1. Þessaloníkubréf 5:14) „Aldraðar konur“ eru hvattar til að kenna „gott frá sér“. (Títusarbréfið 2:3) Biblían segir að umsjónarmenn safnaðarins eigi að vera „sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum“. — Jesaja 32:2.
7. Hvað getum við lært um miskunn af lærisveinunum í Antíokkíu í Sýrlandi?
7 Söfnuðirnir á fyrstu öld önnuðust ekkjur, munaðarleysingja og þá sem þörfnuðust aðstoðar og uppörvunar. En auk þess skipulögðu þeir stundum hjálparstarf til að Postulasagan 11:28-30) En hvernig er þetta nú á dögum? Hinn „trúi og hyggni þjónn“ hefur skipulagt hjálparstarf til að annast bræður okkar sem lenda í náttúruhamförum eins og fellibyljum, jarðskjálftum eða flóðbylgjum. (Matteus 24:45) Góð leið til að sýna miskunn er að bjóða fram tíma okkar, krafta og efnislegar eigur til að styðja þetta fyrirkomulag.
aðstoða trúsystkini í öðrum söfnuðum. Sem dæmi má nefna að þegar Agabus spámaður spáði því að „mikil hungursneyð mundi koma yfir alla heimsbyggðina“ ákváðu lærisveinarnir í Antíokkíu í Sýrlandi „að hver þeirra skyldi eftir efnum senda nokkuð til hjálpar bræðrunum, sem bjuggu í Júdeu“. Framlögin voru síðan send til öldunganna í Júdeu „með þeim Barnabasi og Sál“. („Ef þér farið í manngreinarálit“
8. Hvernig vinnur hlutdrægni gegn miskunn?
8 Jakob varaði við viðhorfi sem vinnur gegn miskunn og hinu ‚konunglega boðorði‘ kærleikans. Hann skrifaði: „Ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið sannar upp á yður að þér séuð brotamenn.“ (Jakobsbréfið 2:8, 9) Ef við gerum þeim hærra undir höfði sem eru ríkir eða í góðum metum getum við orðið ónæm fyrir „kveini hins fátæka“. (Orðskviðirnir 21:13) Hlutdrægni vinnur gegn miskunn. Við leggjum stund á miskunn með því að vera óhlutdræg í samskiptum við aðra.
9. Af hverju er ekki rangt að veita öðrum viðurkenningu fyrir það sem þeir gera?
9 Fyrst við eigum að vera óhlutdræg eigum við þá aldrei að veita öðrum viðurkenningu fyrir það sem þeir gera? Jú. Í bréfi sínu til kristinna manna í Filippí sagði Páll postuli um samverkamann sinn Epafródítus: „Hafið slíka menn í heiðri.“ Af hverju? „Hann var að vinna fyrir Krist. Þess vegna var hann að dauða kominn. Hann lagði líf sitt í hættu til þess að bæta upp það, sem brast á hjálp yðar mér til handa.“ (Filippíbréfið 2:25, 29, 30) Epafródítus verðskuldaði viðurkenningu fyrir dygga þjónustu sína. Og í 1. Tímóteusarbréfi 5:17 stendur: „Öldungar þeir, sem veita góða forstöðu, séu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir sem erfiða í orðinu og í kennslu.“ Við ættum því einnig að meta mikils þá sem sýna góða kristilega eiginleika. Það er ekki merki um hlutdrægni.
„Sú speki, sem að ofan er, hún er . . . full miskunnar“
10. Af hverju verðum við að hafa taum á tungunni?
10 Jakob kallaði tunguna „óhemju, sem er full af banvænu eitri“. Hann sagði: „Með henni vegsömum vér Drottin vorn og föður og með henni formælum vér mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs. Af sama munni gengur fram blessun og bölvun.“ Síðan bætti hann við: „Ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl. En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.“ — Jakobsbréfið 3:8-10a, 14-17.
11. Hvernig getum við verið miskunnsöm í tali?
Sálmi 94:4 eru þeir sem „ausa úr sér drambyrðum“ kallaðir ‚illvirkjar‘. Illt umtal getur mjög fljótt skaðað mannorð saklausra. (Sálmur 64:4-6) Hugsaðu þér líka þann skaða sem hlýst af því þegar „falsvottur fer með lygar“. (Orðskviðirnir 14:5; 1. Konungabók 21:7-13) Eftir að hafa rætt um skaðlega notkun tungunnar sagði Jakob: „Þetta má ekki svo vera, bræður mínir.“ (Jakobsbréfið 3:10b) Sönn miskunn felur í sér að nota tunguna á heiðvirðan, friðsaman og ljúflegan hátt. „Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi,“ sagði Jesús. (Matteus 12:36) Það er því mjög mikilvægt að vera miskunnsöm í tali.
11 Tal okkar gefur því til kynna hvort við búum yfir þeirri speki sem er „full miskunnar“. Hvað segði það um okkur ef við myndum stæra okkur, ljúga eða dreifa skaðlegu slúðri vegna öfundsýki eða þrætugirni? Í„Fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra“
12, 13. (a) Hvað lærum við um miskunn af dæmisögunni um þjóninn sem skuldaði húsbónda sínum mikla fjárhæð? (b) Hvað þýðir það að fyrirgefa bróður sínum „sjötíu sinnum sjö“ sinnum?
12 Jesús benti á aðra leið til að sýna miskunn með því að segja dæmisögu um þjón sem skuldaði húsbónda sínum, konunginum, 60 milljónir denara. Þar sem þjónninn gat með engu móti borgað skuldina bað hann konunginn að miskunna sér. Konungurinn „kenndi í brjósti um hann“ og gaf honum upp skuldina. En þjónninn var miskunnarlaus, fór og fann samþjón sinn sem skuldaði honum aðeins hundrað denara og lét varpa honum í fangelsi. Þegar konungurinn frétti þetta lét hann kalla á þjóninn sem hann hafði miskunnað og sagði við hann: „Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?“ Síðan lét konungurinn afhenda hann fangavörðunum. Jesús lauk dæmisögunni með orðunum: „Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.“ — Matteus 18:23-35.
13 Þessi dæmisaga sýnir skýrt að til að vera miskunnsöm verðum við að vera fús til að fyrirgefa. Jehóva hefur fyrirgefið okkur fjölmargar syndir. Ættum við þá ekki líka að ‚fyrirgefa mönnum misgjörðir þeirra‘? (Matteus 6:14, 15) Áður en Jesús sagði dæmisöguna um miskunnarlausa þjóninn spurði Pétur hann: „Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?“ Jesús svaraði honum: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.“ (Matteus 18:21, 22) Já, þeir sem eru miskunnsamir eru fúsir til að fyrirgefa „sjötíu sinnum sjö“ sinnum, það er að segja takmarkalaust.
14. Hvernig getum við lagt stund á miskunn dags daglega samkvæmt Matteusi 7:1-4?
14 Í fjallræðunni benti Jesús á enn aðra leið til að sýna miskunn: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir . . . Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ‚Lát mig draga flísina úr auga þér?‘ Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.“ (Matteus 7:1-4) Við getum því lagt stund á miskunn dags daglega með því að umbera veikleika annarra án þess að vera dómhörð eða of gagnrýnin.
Gerum öllum gott
15. Hvers vegna ættu miskunnarverk okkar ekki að takmarkast við söfnuðinn?
15 Þótt Jakobsbréfið leggi áherslu á að sýna trúsystkinum miskunn þýðir það ekki að miskunnarverk okkar eigi að takmarkast við söfnuðinn. „Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar,“ stendur í Sálmi 145:9. Við erum hvött til að vera „eftirbreytendur Guðs“ og „gjöra öllum gott“. (Efesusbréfið 5:1; Galatabréfið 6:10) Þótt við elskum hvorki heiminn né „þá hluti, sem í heiminum eru“ erum við ekki ónæm fyrir þörfum fólks í heiminum. — 1. Jóhannesarbréf 2:15.
16. Hvað hefur áhrif á það hvernig við sýnum öðrum miskunn?
16 Ef einhver lendir í erfiðleikum eða neyð vegna ‚tíma og tilviljunar‘ hika kristnir menn ekki við að veita hverja þá aðstoð sem þeir eru færir um. (Prédikarinn 9:11) Auðvitað fer það eftir aðstæðum hvað við getum gert og í hve miklum mæli. (Orðskviðirnir 3:27) Ef við styðjum aðra fjárhagslega þurfum við að gæta þess að tilætlað góðverk ýti ekki undir leti. (Orðskviðirnir 20:1, 4; 2. Þessaloníkubréf 3:10-12) Raunveruleg miskunnarverk byggjast því bæði á góðri dómgreind og umhyggju eða meðaumkun.
17. Hver er besta leiðin til að sýna fólki utan safnaðarins miskunn?
17 Besta leiðin til að sýna fólki utan safnaðarins miskunn er að segja því frá sannleika Biblíunnar. Af hverju? Af því að meirihluti mannkyns fálmar um í andlegu myrkri. Flestir eru „hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa“ vegna þess að þeir geta ekki tekist á við vandamál sín og hafa enga örugga framtíðarvon. (Matteus 9:36) Boðskapur Biblíunnar getur verið „lampi fóta“ þeirra og hjálpað þeim að takast á við vandamál lífsins. Hann getur einnig verið „ljós á vegum“ þeirra því að í Biblíunni er sagt frá fyrirætlun Guðs og það veitir þeim bjarta framtíðarvon. (Sálmur 119:105) Það er mikill heiður að miðla þessum dásamlegu biblíusannindum til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Í ljósi þess hve stutt er í ‚þrenginguna miklu‘ verðum við að vera dugleg að boða fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum. (Matteus 24:3-8, 21, 22, 36-41; 28:19, 20) Ekkert miskunnarverk er mikilvægara.
Gefum „það sem er hið innra“
18, 19. Af hverju ættum við að leggja okkur fram um að sýna enn meiri miskunn?
18 Jesús sagði: „Gefið sem miskunnargjafir það sem er hið innra.“ (Lúkas 11:41, NW) Til að góðverk sé byggt á sannri miskunn verður það að koma innan frá og spretta af kærleiksríku og fúsu hjarta. (2. Korintubréf 9:7) Það er ánægjulegt að sjá slíka miskunn í heimi þar sem harka, sjálfselska og fálæti gagnvart þjáningum og vandamálum annarra ræður ríkjum.
19 Leggjum okkur því fram um að sýna enn meiri miskunn. Því miskunnsamari sem við erum þeim mun meira líkjumst við Guði. Það gerir líf okkar innihaldsríkara og ánægjulegra. — Matteus 5:7.
Hvað lærðir þú?
• Af hverju er sérstaklega mikilvægt að sýna trúsystkinum miskunn?
• Hvernig getum við lagt stund á miskunn innan safnaðarins?
• Hvernig getum við gert fólki utan safnaðarins gott?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 8]
Samverjinn sýndi miskunn.
[Myndir á blaðsíðu 9]
Kristnir menn eru auðugir af miskunnarverkum.
[Mynd á blaðsíðu 10]
Besta leiðin til að sýna fólki utan safnaðarins miskunn er að segja því frá sannindum Biblíunnar.