Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Hvenær heimsóttu vitringarnir Jesú?

Í skýringum í biblíu nokkurri segir: „Vitringarnir [heimsóttu] ekki Jesú meðan hann lá í jötunni nóttina sem hann fæddist, líkt og fjárhirðarnir gerðu. Þeir komu nokkrum mánuðum síðar.“ Þegar þar var komið sögu bjó Jesús í húsi. (Matt. 2:7-11) Varla hefði María látið nægja að fórna tveim fuglum í musterinu 40 dögum síðar ef Jesú hefði verið gefið gull og aðrar verðmætar gjafir nóttina sem hann fæddist. — Janúar-mars, bls. 31.

• Hvernig geta margir auðgað líf sitt?

Gott er að spyrja sig hvort maður geti breytt aðstæðum sínum og tekið upp einfaldari lífsmáta. Amy gerði það. Hún var vel stæð en ekki hamingjusöm. Hún áttaði sig á því að hún hafði næstum villst frá trúnni með því að sækjast eftir frama í heiminum. Hún ákvað því að láta þjónustuna við Jehóva ganga fyrir og henni tókst að vera brautryðjandi um tíma. „Nú finn ég fyrir innri gleði sem ég fann aldrei þegar ég notaði lungann úr tímanum til að vinna fyrir heiminn,“ segir hún. — 15. janúar, bls. 19.

• Hvað getur veitt mæðrum mikla gleði?

Margar mæður vinna úti. Sumar gera það til að sjá fyrir nauðsynjum fjölskyldunnar en aðrar til að vera fjárhagslega sjálfstæðar eða til að eiga fyrir munaðarvörum. Sumar vinna úti af því að þær hafa mikla ánægju af starfi sínu. Kristnar mæður hafa mikilvægu hlutverki að gegna á heimilinu — ekki síst meðan börnin eru ung. Sumar hafa ákveðið að vinna aðeins hluta úr degi eða segja upp vinnunni til að geta sinnt fjölskyldunni meira. Það hefur gefið þessum mæðrum mikla gleði. — Apríl-júní, bls. 28-31.

• Um hvaða „kynslóð“ er Jesús að tala í Matteusi 24:34?

Jesús notaði oft orðið „kynslóð“ í neikvæðu samhengi þegar hann talaði um óguðlega menn. Í þessu tilfelli gerði hann það ekki því að hann var að tala við lærisveinana sem áttu að hljóta andasmurningu innan skamms. Þeir gátu manna best dregið þá ályktun sem talað er um í Matteusi 24:32, 33. Hér virðist Jesús því eiga við andasmurða fylgjendur sína, bæði á fyrstu öld og á okkar tímum. — 15. febrúar, bls. 23-24.

• Í hvaða skilningi var lögmálið tyftari eins og sagt er í Galatabréfinu 3:24?

Tyftari til forna var gjarnan þræll sem var treyst til að gæta barns og sjá um að óskir föðurins væru virtar. Lögmálið verndaði Gyðinga með svipuðum hætti gegn spillandi áhrifum, til dæmis gegn því að stofna til hjúskapar við heiðingja. En lögmálið var tímabundið, líkt og tyftarinn, og gilti aðeins þangað til Kristur kom. — Apríl-júní, bls. 10-13.

• Hvaða eiginleika ættum við að temja okkur samkvæmt Jakobsbréfinu 3:17?

Ef við erum hreinlíf höfnum við hinu illa tafarlaust. (1. Mós. 39:7-9) Við ættum einnig að vera friðsöm og forðast árásargirni eða annað sem myndi spilla friði. Við ættum að spyrja okkur hvort við séum þekkt fyrir að stuðla að friði eða spilla friði. Lendum við oft í útistöðum við aðra, móðgumst við auðveldlega eða móðgum við oft aðra? Eða erum við fljót til að fyrirgefa og ætlumst ekki til þess að okkar eigin hugmyndir ráði ferðinni? — 15. mars, bls. 24-25.