Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Snjöll lausn

Snjöll lausn

Snjöll lausn

ÞRJÁ unga menn í Mið-Afríku langaði til að sækja umdæmismót. En þeir höfðu ekkert farartæki. Hvernig áttu þeir að komast 90 kílómetra leið eftir ósléttum og rykugum vegum? Þeir ákváðu að fá lánuð þrjú reiðhjól en tókst ekki að finna hjól sem hentuðu til fararinnar.

Öldungur í söfnuðinum frétti af vandræðum þeirra og bauðst til að lána þeim reiðhjólið sitt — gamalt að vísu en í ágætu standi. Hann lýsti fyrir þeim hvernig hann og fleiri hefðu verið vanir að skipuleggja ferðalagið til mótsstaðarins. Hann lagði til að þeir deildu þessu eina reiðhjóli með sér. Lausnin var einföld en útheimti góða skipulagningu. Hvernig áttu þeir að ferðast þrír saman á einu reiðhjóli?

Til að forðast brennheita sólina hittust ungu bræðurnir snemma morguns og hlóðu pjönkum sínum á hjólið. Einn þeirra hjólaði síðan af stað en hinir tveir gengu rösklega á eftir. Eftir að hafa hjólað um það bil hálfan kílómetra steig hjólreiðamaðurinn af baki og stillti hjólinu upp við tré. Hann gætti þess auðvitað að hinir tveir hefðu hjólið í sjónmáli til að fyrirbyggja að einhver ókunnugur „tæki það að láni“. Sá sem hjólað hafði fyrsta spölinn hélt síðan áfram fótgangandi.

Þegar hinir tveir komu að hjólinu steig annar þeirra á bak en hinn hélt áfram fótgangandi næsta hálfa kílómetrann uns komið var að honum. Þannig tókst þremenningunum, með góðri skipulagningu og einbeitni, að stytta vegalengdina, sem þeir þurftu að ganga, úr 90 kílómetrum í um það bil 60. Það var erfiðisins virði. Þeir nutu mótsins með trúsystkinum sínum. (5. Mós. 31:12) Ætlar þú að gera allt sem þú getur til að vera viðstaddur landsmótið í ár?