Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Hvaða vandamál koma stundum upp eftir að stofnað hefur verið til hjónabands og hvað ættu kristin hjón að reyna að gera?

Sum hjón uppgötva að þau eiga ósköp fátt sameiginlegt. Þau vita hins vegar að skilnaður, sem brýtur í bága við Biblíuna, er ekki boðleg leið til að leysa vandann og leggja sig þess vegna fram um að viðhalda hjónabandinu. — 15. apríl, bls. 17.

• Hvaða erfiðleikar geta fylgt því fyrir kristinn mann að búa á elliheimili?

Elliheimilið er ef til vill á safnaðarsvæði þar sem hann þekkir engan. Líklegt er að flestir á elliheimilinu séu annarrar trúar en hann og reyni að fá hann til að taka þátt í trúarathöfnum. Kristnir ættingjar og söfnuðurinn á staðnum ættu að vera vakandi fyrir þessum vandamálum, sýna honum umhyggju og bjóða fram stuðning. — 15. apríl, bls. 25-27.

• Hvaða fjögur skref geta hjálpað hjónum að greiða úr vandamálum?

Ákveðið tíma til að ræða vandamálin. (Préd. 3:1, 7) Tjáið skoðanir ykkar af hreinskilni og virðingu. (Ef. 4:25) Hlustið og berið virðingu fyrir tilfinningum makans. (Matt. 7:12) Finnið lausn sem þið eruð bæði sátt við og vinnið saman að því að hún fái framgang. (Préd. 4:9, 10) — Júlí-september, bls. 10-12.

• Hvaða skuldir átti Jesús við þegar hann hvatti okkur til að biðja Guð að fyrirgefa skuldir okkar?

Með því að bera saman Matteus 6:12 og Lúkas 11:4 má sjá að Jesús átti ekki við fjárhagslegar skuldir heldur syndir. Við þurfum að líkja eftir Guði með því að vera fús til að fyrirgefa. — 15. maí, bls. 9.

• Í hvaða nefndum sitja bræðurnir sem skipa hið stjórnandi ráð?

Ritaranefnd, starfsmannanefnd, útgáfunefnd, þjónustunefnd, fræðslunefnd og ritnefnd. — 15. maí, bls. 29.

• Er verið að lýsa atferli Gyðinga eða heiðingja í Rómverjabréfinu 1:24-32?

Lýsingin gæti átt við báða hópana en Páll er fyrst og fremst að tala um Ísraelsmenn sem höfðu ekki fylgt lögmálinu öldum saman. Þeir þekktu réttlát ákvæði Guðs en lifðu ekki eftir þeim. — 15. júní, bls. 29.

• Hvernig getum við varðveitt gleði okkar með því að gera sanngjarnar kröfur til sjálfra okkar?

Ef við streitumst við að ná óraunhæfum markmiðum, sama hvað það kostar, erum við að setja óþarfa pressu á okkur. En við megum ekki heldur gera of litlar kröfur til okkar og nota það sem við teljum hamla okkur sem afsökun fyrir því að hægja á okkur í þjónustunni. — 15. júlí, bls. 29.