Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Trúboðar hvattir til að líkjast Jeremía

Trúboðar hvattir til að líkjast Jeremía

125. Útskrift úr Gíleaðskólanum

Trúboðar hvattir til að líkjast Jeremía

„ÞESSI útskrift úr Gíleaðskólanum markar tímamót,“ sagði Geoffrey Jackson sem situr í hinu stjórnandi ráði. Um var að ræða 125. útskrift úr trúboðsskólanum Gíleað hinn 13. september 2008. Útskriftarnemendur voru 56 en alls voru 6.156 viðstaddir. Tímamótin voru þau að með þessari útskrift var Gíleaðskólinn búinn að senda út rúmlega 8.000 trúboða „allt til endimarka jarðarinnar“. — Post. 1:8.

Bróðir Jackson, sem var fundarstjóri við útskriftarathöfnina, ræddi um að trúboðar gætu gert starf sitt öflugra með því að vera trúverðugir á allan hátt. Hann nefndi fernt sem hægt væri að gera til að byggja upp traust annarra: hafa rétt hugarfar, vera góð fyrirmynd, byggja kennsluna tryggilega á Biblíunni og einbeita sér að því að kunngera nafn Jehóva.

David Schafer starfar með fræðslunefndinni. Hann varpaði fram spurningunni: „Munuð þið skilja allt?“ Hann fullvissaði Gíleaðnemendurna um að þeir gætu ‚skilið allt‘ sem þeir þyrftu til að vera trúboðar ef þeir héldu áfram að leita Jehóva og virtu og viðurkenndu hinn ‚trúa og hyggna þjón‘. — Orðskv. 28:5; Matt. 24:45.

Þessu næst ræddi John E. Barr, sem situr í hinu stjórnandi ráði, um efnið: „Látið ekkert gera ykkur viðskila við kærleika Guðs.“ Bróðir Barr talaði á föðurlegum nótum og hvatti trúboðana og foreldra þeirra að hafa ekki áhyggjur af því sem kynni að mæta þeim á nýju starfssvæði. „Við erum örugg og óhult ef við látum kærleika Guðs varðveita okkur,“ sagði hann. Ekkert getur gert trúboðana viðskila við kærleika Guðs nema þeir slíti sjálfir tengslin við Guð.

Sam Roberson starfar á skólaskrifstofunni í Patterson í New York þar sem Gíleaðskólinn er til húsa. Hann hvatti áheyrendur til að íklæðast „bestu flíkinni“. Með því að kynna sér hvað Jesús gerði og líkja eftir honum geta þeir ‚íklæðst Drottni Jesú Kristi‘. (Rómv 13:13) Þessu næst tók William Samuelson til máls en hann er umsjónarmaður skólaskrifstofunnar. Hann benti á að það væri afstaða Guðs en ekki manna sem réði því hvort við teldumst heiðvirðir einstaklingar.

Michael Burnett, sem er kennari við skólann, tók viðtöl við nemendur sem sögðu frá því sem drifið hafði á daga þeirra í boðunarstarfinu meðan þeir voru við nám í Gíleaðskólanum. Þó svo að flestum þeirra hafi verið falið að boða trúna á svæðum þar sem starfað er oft og reglulega fundu þeir áhugasamt fólk. Gerald Grizzle á mótsskrifstofunni tók viðtal við þrjá bræður sem voru við nám í Deildarnefndaskólanum. Ábendingar þeirra voru góð hjálp fyrir nemendur Gíleaðskólans til að búa sig undir nýjan starfsakur á erlendri grund.

David Splane var í 42. útskriftarhópi Gíleaðskólans en situr nú í hinu stjórnandi ráði. Hann flutti ræðuna „Líkist Jeremía“. Jeremía var kvíðinn að takast á við verkefni sitt en Jehóva styrkti hann. (Jer. 1:7, 8) Nýir trúboðar geta líka treyst á stuðning Jehóva. Splane sagði: „Ef snurða hleypur á þráðinn í samskiptum ykkar við einhvern skuluð þið setjast niður og skrifa á blað tíu atriði sem þið kunnið að meta í fari þessarar persónu. Ef þið getið ekki talið upp tíu atriði þýðir það að þið þekkið manneskjuna ekki nógu vel.“

Jeremía var fórnfús. Þegar hann var kominn á fremsta hlunn með að gefast upp baðst hann fyrir og Jehóva stóð með honum. (Jer. 20:11) „Ræðið málið við Jehóva þegar þið verðið niðurdregin,“ sagði Splane. „Það á eftir að koma ykkur á óvart hvernig hann hjálpar ykkur.“

Í lok dagskrárinnar minnti fundarstjóri áheyrendur á að nemendurnir hefðu lært ýmsar leiðir til að sýna að þeim sé treystandi. Það ætti að gera trúboðsstarf þeirra öflugra á nýju starfssvæði. — Jes. 43:8-12.

[Rammi á blaðsíðu 22]

TÖLULEGT YFIRLIT

Nemendur komu frá 6 löndum

Sendir til 21 lands

Fjöldi nemenda: 56

Meðalaldur: 32,9 ár

Meðalaldur í trúnni: 17,4 ár

Meðalaldur í fullu starfi: 13 ár

[Mynd á blaðsíðu 23]

125. útskriftarhópur Biblíuskólans Gíleað

Nöfn nemenda eru talin frá vinstri til hægri í hverri röð og fyrsta röð er fremst á myndinni.

(1) Aggie Hodgson, Anna Wall, Kristina Beerens, Maria Hortelano, Leslie Newman, Ana De Caso. (2) Jennifer Jenkins, Tamuela Jarzemski, Nancy Méndez, Vianey Corona, Leila Canalita. (3) Heather Fryer, Melanie Savage, Kim Tidwell, Nikea Erickson, Esther Dyck, Rebekah McBeath. (4) Lali Perez, Lisa Puse, Amber Skidmore, Belinda Young, Nicole McBride, Paoloa Rondón, Erica Goodman. (5) Misja Beerens, Jessica Ferguson, Natasha Pearson, Lisa Chapman, Jennifer Wardle, Michael Canalita. (6) Pablo Perez, Daniel De Caso, Tyson Young, David Rondón, Garth Goodman, Michael Jenkins, Gordon Dyck. (7) Mario Corona, Ryan Wall, Scott Puse, Floiran Méndez, Scott Jarzemski, Tom Savage. (8) Christian Newman, Donald Ferguson, Drew Skidmore, Tyson Erickson, Javon McBride, Mark Pearson, Matthew Chapman. (9) Kerry Hodgson, Alastair Wardle, Adam McBeath, Trevor Tidwell, Joshua Fryer, Jonatan Hortelano.