Gættu þess að gleyma ekki Jehóva
Gættu þess að gleyma ekki Jehóva
SUMIR í hópnum höfðu gert eitthvað svipað áður. En fyrir flesta var þetta í fyrsta og eina skiptið sem þeir myndu ganga þvert yfir árbotn án þess að blotna. Jehóva hafði rétt í þessu stöðvað rennsli Jórdanárinnar. Núna gátu milljónir Ísraelsmanna gengið yfir árfarveginn í fylkingu inn í fyrirheitna landið. Líkt og forfeður þeirra, sem fóru yfir Rauðahafið 40 árum áður, hafa líklega margir þeirra sem fóru yfir Jórdan hugsað með sér: ‚Ég ætla aldrei að gleyma því sem Jehóva gerði hérna.‘ — Jós. 3:13-17.
Jehóva vissi hins vegar að sumir Ísraelsmenn myndu ‚fljótt gleyma verkum hans‘. (Sálm. 106:13) Hann sagði því Jósúa, leiðtoga þjóðarinnar, að taka 12 steina af árbotninum og koma þeim fyrir á fyrsta náttstaðnum þeirra. Jósúa sagði: „Þessir steinar [skulu] vera Ísraelsmönnum minnismerki um alla framtíð.“ (Jós. 4:1-8) Þetta minnismerki átti að minna Ísraelsmenn á máttarverk Jehóva og hvers vegna þeir ættu alltaf að þjóna honum trúfastlega.
Hefur þessi frásaga einhverja þýðingu fyrir þjóna Guðs nú á dögum? Já, við megum heldur ekki gleyma Jehóva og við verðum að halda áfram að þjóna honum trúfastlega. Það má heimfæra fleiri varnaðarorð, sem beint var til Ísraelsmanna, upp á þjóna Jehóva nú á tímum. Tökum sem dæmi þessi orð Móse: „Gæt þín, að þú gleymir ekki Drottni Guði þínum og haldir svo eigi boðorð hans, ákvæði og lög.“ (5. Mós. 8:11) Þetta sýnir að ef við gleymum Jehóva getur það leitt til óhlýðni. Páll postuli varaði kristna menn við að ‚óhlýðnast og falla‘ eins og Ísraelsmenn gerðu í eyðimörkinni. — Hebr. 4:8-11.
Skoðum nokkra atburði í sögu Ísraels sem undirstrika mikilvægi þess að gleyma ekki Guði. Fordæmi tveggja trúfastra Ísraelsmanna hjálpar okkur auk þess að þjóna Jehóva af þrautseigju og þakklæti.
Ástæður til að muna eftir Jehóva
Öll þau ár sem Ísraelsmenn voru í Egyptalandi gleymdi Jehóva þeim aldrei. Hann „minntist . . . sáttmála síns við feður þeirra, Abraham, Ísak og Jakob“. (2. Mós. 2:23, 24) Og það sem hann gerði síðan til að frelsa þá úr þrælkun Egypta var sannarlega minnisstætt.
Jehóva leiddi níu plágur yfir Egyptaland. Spáprestar faraós gátu ekkert gert til að stöðva þær. Engu að síður ögraði faraó Jehóva og neitaði að leyfa Ísraelsmönnum að fara. (2. Mós. 7:14–10:29) En eftir tíundu pláguna neyddist hins vegar þessi stolti maður til að fara að vilja Guðs. (2. Mós. 11:1-10; 12:12) Móse leiddi þjóðina út úr landinu og með í för var mikill fjöldi af alls konar lýð. Hugsanlega voru þetta um þrjár milljónir manna í allt. (2. Mós. 12:37, 38) En það leið ekki á löngu þar til faraó skipti um skoðun. Hann skipaði hernum — öflugasta her þess tíma — að fara á hervögnum sínum og ná þrælunum til baka. Á sama tíma sagði Jehóva Móse að fara með Ísraelsmenn til Pí Hakírót sem var mitt á milli Rauðahafsins og fjallshryggs og virtist ekki bjóða upp á neina undankomuleið. — 2. Mós. 14:1-9.
Faraó var viss um að nú hefðu Ísraelsmenn gengið í gildru og að her hans gæti ráðist á þá. En Jehóva hélt aftur af Egyptum með því að setja skýstólpa og eldstólpa á milli þeirra og Ísraelsþjóðarinnar. Síðan klauf Guð Rauðahafið 2. Mós. 13:21; 14:10-22.
svo að gangur myndaðist eftir sjávarbotninum og meðfram honum háir vatnsveggir hvor sínum megin, ef til vill allt að 15 metra háir. Ísraelsmenn hófu að ganga yfir hafsbotninn þurrum fótum. Egyptar komu skömmu síðar að ströndinni og horfðu á Ísraelsþjóðina nálgast hinn bakkann. —Líklega hefðu aðrir leiðtogar sýnt þá visku að hætta eftirförinni en það gerði faraó ekki. Hann var sjálfsöryggið uppmálað og sendi stríðsvagna sína og riddaralið niður á sjávarbotninn. Og áfram héldu Egyptar. En áður en þeir náðu til öftustu raða Ísraelsmanna tók eftirför þeirra snöggan enda. Stríðsvagnar þeirra staðnæmdust! Jehóva hafði tekið hjólin undan þeim. — 2. Mós. 14:23-25; 15:9.
Meðan Egyptar kepptust við að laga hervagna sína náðu allir Ísraelsmenn að komast upp á ströndina austan megin. Nú rétti Móse út höndina yfir Rauðahafið og við það lét Jehóva vatnsveggina falla niður. Milljónir tonna af vatni dundu á faraó og mönnum hans svo að þeir drukknuðu. Enginn þeirra komst lífs af. Ísraelsmenn voru nú frjálsir! — 2. Mós. 14:26-28; Sálm. 136:13-15.
Fréttir af þessum atburði bárust til nágrannalandanna og ollu miklum ótta. (2. Mós. 15:14-16) Fjörutíu árum síðar sagði Rahab frá Jeríkó við tvo Ísraelsmenn: „Við erum skelfingu lostin . . . Við höfum frétt hvernig Drottinn þurrkaði upp vatnið í Sefhafinu fyrir framan ykkur þegar þið hélduð út úr Egyptalandi.“ (Jós. 2:9, 10) Þessar heiðnu þjóðir höfðu ekki gleymt hvernig Jehóva hafði frelsað fólk sitt. Hafði þá ekki Ísraelsþjóðin enn meiri ástæðu til að muna eftir honum?
‚Gætti þeirra sem sjáaldurs auga síns‘
Eftir að hafa farið yfir Rauðahafið kom Ísrael inn í hina „miklu og ógnvekjandi eyðimörk“, Sínaí. Þegar þjóðin gekk um „skrælnað land þar sem ekki fannst vatnsdropi“ — og hvað þá matur fyrir allan þennan fjölda — var hönd Jehóva ekki stutt. Og þegar Móse rifjaði þennan tíma upp sagði hann: „[Jehóva] 5. Mós. 8:15; 32:10) Hvernig gætti Guð þeirra?
fann [Ísrael] í auðninni, í ýlfrandi óbyggðum, sveipaði hann, hlúði að honum, gætti hans sem sjáaldurs auga síns.“ (Jehóva lét „brauði rigna af himni“, sem kallaðist manna og birtist í eyðimörkinni fyrir kraftaverk. (2. Mós. 16:4, 14, 15, 35) Jehóva lét líka „vatn streyma úr tinnuhörðum kletti“. Vegna blessunar Guðs slitnuðu klæði þeirra ekki og fætur þeirra þrútnuðu ekki þau 40 ár sem þeir voru í eyðimörkinni. (5. Mós. 8:4) Hvað vildi Jehóva réttilega fá í staðinn? Móse sagði við Ísrael: „Vertu varkár og gættu þín vel svo að þú gleymir ekki þeim atburðum sem þú hefur séð með eigin augum. Láttu þá ekki líða þér úr minni meðan þú lifir.“ (5. Mós. 4:9) Ef Ísraelsmenn minntust frelsunar Jehóva með þakklæti myndu þeir alltaf þjóna honum og reyna að hlýða lögum hans eftir bestu getu. Hvað ætluðu þeir að gera?
Gleymska leiðir til vanþakklætis
Móse sagði: „Þú afræktir bjargið sem gat þig, gleymdir Guði sem ól þig.“ (5. Mós. 32:18) Frelsun Jehóva við Rauðahafið, ráðstafanir hans til að halda þjóðinni lifandi í eyðimörkinni og allt það góða sem hann hafði gert féll fljótlega í gleymsku eða var virt að vettugi. Ísraelsmenn urðu uppreisnargjarnir.
Eitt sinn gagnrýndu þeir Móse því að þeir óttuðust vatnsskort. (4. Mós. 20:2-5) Og þeir kvörtuðu yfir matnum sem þó hélt í þeim lífi. Þeir sögðu um mannað: „Okkur býður við þessu léttmeti.“ (4. Mós. 21:5) Þeir drógu í efa dómgreind Guðs og höfnuðu Móse sem leiðtoga og sögðu: „Við vildum að við hefðum dáið í Egyptalandi eða í þessari eyðimörk . . . Við skulum velja okkur annan leiðtoga og snúa aftur til Egyptalands.“ — 4. Mós. 14:2-4.
Hvaða áhrif hafði óhlýðni Ísraels á Jehóva? Þegar sálmaritari minntist þessara atburða skrifaði hann: „Hve oft risu þeir ekki gegn honum í auðninni, styggðu hann í eyðimörkinni. Þeir reyndu Guð hvað eftir annað og vanvirtu Hinn heilaga í Ísrael. Þeir minntust ekki handar hans, dagsins sem hann frelsaði þá frá óvininum, þegar hann gerði tákn sín í Egyptalandi.“ (Sálm. 78:40-43) Já, gleymska Ísraelsmanna særði Jehóva djúpt.
Tveir sem gleymdu ekki
Sumir Ísraelsmenn gleymdu samt ekki Jehóva. Tveir þeirra voru Jósúa og Kaleb. Þeir höfðu verið í tólfmanna njósnasveit sem var send frá Kades Barnea til að kanna fyrirheitna 4. Mós. 14:6-10.
landið. Tíu þessara njósnara gáfu neikvæða skýrslu, en Jósúa og Kaleb sögðu við fólkið: „Landið, sem við fórum um til að kanna, er afar gott. Hafi Drottinn velþóknun á okkur leiðir hann okkur inn í þetta land og gefur okkur það. Landið flýtur í mjólk og hunangi. En gerið ekki uppreisn gegn Drottni.“ Þegar fólkið heyrði þessi orð talaði það um að grýta Jósúa og Kaleb. En þeir stóðu fastir á sínu og treystu á Jehóva. —Árum síðar sagði Kaleb við Jósúa: „Móse, þjónn Drottins, sendi mig frá Kades Barnea til þess að kanna landið. Ég greindi honum frá því sem ég hafði orðið vísari en bræður mínir, sem með mér höfðu farið, gerðu fólkið hugdeigt. En sjálfur fylgdi ég Drottni, Guði mínum, heils hugar.“ (Jós. 14:6-8) Kaleb og Jósúa stóðust ýmsar prófraunir vegna þess að þeir treystu Jehóva. Þeir voru ákveðnir í að muna eftir honum alla ævi sína.
Kaleb og Jósúa voru líka þakklátir og viðurkenndu að Jehóva hefði staðið við loforð sitt um að veita fólki sínu frjósamt land. Ísraelsmenn áttu honum líf sitt að þakka. Jósúa skrifaði: „Drottinn gaf Ísrael allt það land sem hann hafði heitið að gefa feðrum þeirra . . . Ekkert brást af öllum þeim fyrirheitum sem Drottinn hafði veitt samfélagi Ísraelsmanna. Þau rættust öll.“ (Jós. 21:43, 45) Hvernig getum við sýnt sama þakklæti og Kaleb og Jósúa?
Verum þakklát
Eitt sinn spurði guðrækinn maður: „Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar velgjörðir hans við mig?“ (Sálm. 116:12) Guð gefur okkur efnislegar gjafir, veitir okkur andlega leiðsögn og lofar okkur frelsun í framtíðinni. Hann hefur blessað okkur svo mikið að eilífðin er ekki nógu löng til að borga honum til baka. Reyndar getum við aldrei endurgreitt Jehóva. En við getum öll sýnt þakklæti.
Hefur leiðsögn Jehóva auðveldað þér að sneiða hjá vandamálum? Hefur fyrirgefning hans hjálpað þér að eignast aftur hreina samvisku? Þú nýtur góðs af blessun hans í langan tíma og því ætti þakklæti þitt sömuleiðis að vara í langan tíma. Sandra er 14 ára stelpa sem þurfti að glíma við alvarlegt vandamál en Orðskviðina 3:5, 6: ‚Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.‘ Ég er viss um að Jehóva haldi áfram að hjálpa mér eins og hann hefur gert hingað til.“
vann bug á því með hjálp Jehóva. Hún segir: „Ég bað Jehóva um hjálp og mér fannst stórkostlegt hvernig hann leysti málin. Núna veit ég af hverju pabbi talaði oft umMundu eftir Jehóva með því að sýna þolgæði
Í Biblíunni er lögð áhersla á annan eiginleika sem tengist því að muna eftir Jehóva: „Þolgæðið á að birtast í því sem þið gerið, til þess að þið séuð fullkomin og alger og ykkur sé í engu ábótavant.“ (Jak. 1:4) Hvað felur það í sér að vera „fullkomin og alger“? Við verðum að þroska með okkur þá eiginleika sem hjálpa okkur að standast prófraunir, treysta Jehóva og vera ákveðin í að yfirvinna prófraunirnar en gefast ekki upp. Slíkt þolgæði veitir okkur sanna ánægju þegar trúarprófraunir taka enda. Og það gera þær alltaf. — 1. Kor. 10:13.
Gamalreyndur þjónn Jehóva sem hefur þurft að glíma við mikil veikindi segir hvað hafi hjálpað honum að halda út: „Ég reyni að hugsa um það sem Jehóva er að gera en ekki um það sem mig langar til að gera. Til að vera ráðvandur einbeiti ég mér að fyrirætlun Guðs en ekki löngunum mínum. Þegar ég verð fyrir mótlæti segi ég ekki: ‚Af hverju ég, Jehóva?‘ Þess í stað þjóna ég honum áfram og held mér nálægt honum þó að óvæntir erfiðleikar komi upp.“
Kristni söfnuðurinn tilbiður Jehóva „í anda og sannleika“. (Jóh. 4:23, 24) Ólíkt Ísraelsþjóðinni munu sannkristnir menn sem hópur aldrei gleyma honum. En það er ekki sjálfgefið að við höldum áfram að vera trúföst þótt við séum hluti af söfnuðinum. Líkt og Kaleb og Jósúa verðum við hvert og eitt að sýna Jehóva þakklæti og þjóna honum þolgóð. Og það er góð ástæða til að gera það því að Jehóva heldur áfram að leiðbeina okkur og hugsa um okkur sem einstaklinga á þessum erfiðu tímum þegar endirinn nálgast.
Minnismerkið, sem Jósúa lét reisa, átti að minna Ísraelsþjóðina á að Jehóva yfirgefur ekki fólk sitt. Frásögurnar af björgunarverkum Guðs veita okkur svipaða fullvissu. Við getum því tekið undir orð sálmaritarans sem sagði: „Ég minnist verka Drottins, já, ég vil minnast fyrri dáða þinna, ég vil hugleiða öll þín verk, íhuga stórvirki þín.“ — Sálm. 77:11-13.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Öll þjóðin þurfti að ganga um „skrælnað land“.
[Credit line]
Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.
[Mynd á blaðsíðu 8]
Njósnarar voru sendir inn í fyrirheitna landið meðan Ísrael dvaldi í Kades Barnea.
[Credit line]
Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.
[Mynd á blaðsíðu 9]
Eftir að hafa verið í eyðimörkinni í fjölmörg ár gátu Ísraelsmenn verið þakklátir fyrir hið frjósama fyrirheitna land.
[Credit line]
Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.
[Mynd á blaðsíðu 10]
Ef við einbeitum okkur að fyrirætlun Jehóva getum við staðist hvaða prófraun sem er.