Hafðir þú ábyrgðastöðu? Geturðu tekið á þig ábyrgð á ný?
Hafðir þú ábyrgðastöðu? Geturðu tekið á þig ábyrgð á ný?
HAFÐIR þú einhvern tíma ábyrgðarstarf innan kristna safnaðarins? Kannski varstu safnaðarþjónn eða öldungur. Hugsanlega tókst þú þátt í einhverri þjónustu í fullu starfi. Verkefnið gaf þér án efa mikla gleði og lífsfyllingu en af einhverjum ástæðum neyddist þú til að hætta.
Kannski varðst þú að afsala þér verkefni innan safnaðarins til að sinna fjölskyldunni. Hár aldur eða slæm heilsa kann einnig að hafa spilað inn í. Svona ákvarðanir þýða ekki að þér hafi mistekist. (1. Tím. 5:8) Á fyrstu öld þjónaði Filippus sem trúboði en settist síðar að í Sesareu og annaðist fjölskylduna. (Post. 21:8, 9) Davíð, sem var konungur í Ísrael til forna, gerði ráðstafanir til þess að Salómon sonur hans tæki við konungdóminum þegar hann var orðinn gamall. (1. Kon. 1:1, 32-35) Samt sem áður voru bæði Filippus og Davíð elskaðir og mikils virði í augum Jehóva og eru virtir enn þann dag í dag.
Hins vegar má vera að þér hafi verið vikið úr ábyrðarstarfi í söfnuðinum. Var óviturleg hegðun ástæðan fyrir því eða var það vegna fjölskylduaðstæðna? (1. Tím. 3:2, 4, 10, 12) Þér fannst kannski að þetta hafi verið gert að ástæðulausu og þú finnur enn þá til gremju vegna þess.
Þú getur sóst eftir því að þjóna á ný
Er ekki hægt að endurheimta fyrri verkefni í söfnuðinum? Jú, oftast er það hægt. En til þess þarftu að bera þig eftir því. (1. Tím. 3:1) En af hverju að sækjast eftir að þjóna öðrum? Af sömu ástæðu og þú vígðir þig Jehóva — vegna kærleika til hans og þeirra sem þjóna honum. Ef þú vilt sýna þennan kærleika með því að þjóna á ný getur Jehóva notað reynslu þína sem þú hefur orðið þér úti um, bæði fyrir og eftir að þú misstir þjónustuverkefni þitt.
Munum eftir hvernig Jehóva hughreysti Ísraelsmenn eftir að hann hafði réttilega svipt þá tækifærinu til að þjóna sér. Í orði hans stendur: „Ég, Drottinn, er ekki breyttur og þið ekki hættir að vera synir Jakobs.“ (Mal. 3:6) Jehóva elskaði Ísraelsmenn og vildi nota þá áfram. Hann hefur alveg jafn mikinn áhuga á að nota þig í framtíðinni. Hvað getur þú gert við núverandi aðstæður? Hvort þú þjónar hagsmunum Guðsríkis eða ekki veltur meira á því hversu gott samband þú átt við Jehóva en á meðfæddum hæfileikum. Þess vegna skaltu einbeita þér að því að styrkja samband þitt við Jehóva meðan þú ert ekki að sinna öðrum skyldum innan safnaðarins.
Til þess að verða sterkur í trúnni verður þú að leita „Drottins og máttar hans“. (1. Kor. 16:13; Sálm. 105:4) Innileg bæn er ein leið til að leita hans. Þegar þú lýsir aðstæðum þínum fyrir Jehóva, tjáir honum tilfinningar þínar og biður um anda hans, nálgast þú hann og verður styrkari. (Sálm. 62:8; Fil. 4:6, 13) Önnur leið til að byggja upp sambandið við Jehóva er leggja sig enn meira fram við biblíunám. Ef þú hefur tímabundið minni ábyrgð innan safnaðarins færðu tækifæri til að sinna betur sjálfnámi og fjölskyldunámi og hefur meira svigrúm til að koma á reglu sem reyndist kannski erfitt áður.
Jes. 43:10-12) Mesti heiður sem nokkurt okkar getur hlotið er að vera „samverkamenn Guðs“. (1. Kor. 3:9) Að auka starfið á akrinum er góð leið til að bæta sambandið við Jehóva og við trúsystkini sín.
Að sjálfsögðu ertu enn fulltrúi Jehóva og vottur hans. (Að hafa stjórn á tilfinningum
Þú finnur kannski til skammar eða eftirsjár vegna þess að þú misstir þjónustuverkefni. Vera má að þú hafir tilhneigingu til að réttlæta gerðir þínar. En hvað ef öldungar hlustuðu á vörn þína en töldu samt að þú ættir ekki að þjóna áfram? Neikvæðar tilfinningar geta verið viðloðandi og hindrað þig í að sækjast eftir þjónustuverkefni eða gert þér erfitt fyrir að læra af reynslunni. Við skulum skoða hvað við getum lært af Job, Manasse og Jósef um það að takast á við neikvæðar tilfinningar.
Job hafði verið fulltrúi annarra frammi fyrir Jehóva og setið sem öldungur og dómari í ættfeðraþjóðfélaginu til forna. (Job. 1:5; 29:7-17, 21-25) Síðan gerist það skyndilega að hann tapar auði sínum, börnum og heilsunni og fólk missti allt álit á honum. Job sagði: „Nú hlæja þeir að mér sem eru mér yngri að árum.“ — Job. 30:1.
Job fannst hann vera alsaklaus og vildi verja sig frammi fyrir Guði. (Job. 13:15) En hann var samt tilbúinn til að bíða eftir Jehóva og hann uppskar blessun fyrir vikið. Job lærði að hann þurfti á leiðréttingu að halda, sér í lagi vegna þess hvernig hann brást við prófrauninni sem hann gekk í gegnum. (Job. 40:6-8; 42:3, 6) Auðmýkt Jobs leiddi að lokum til þess að Guð blessaði hann ríkulega. — Job. 42:10-13.
Ef eigin afbrot hafa orðið til þess að þú misstir þjónustuverkefni veltir þú kannski fyrir þér hvort Jehóva og trúsystkini þín muni nokkurn tímann fyrirgefa þér. Lítum nánar á málið. Manasse var konungur í Júda. Hann „aðhafðist margt sem illt var í augum Drottins og vakti reiði hans“. (2. Kon. 21:6) Samt sem áður var Manasse trúfastur þegar hann dó og ríkti enn sem konungur. Hvernig stóð á því?
Manasse tók að lokum við ögun frá Jehóva. Eftir að hafa hunsað aðvaranir Jehóva leiddi Jehóva Assýringa gegn honum og hann var hlekkjaður og fluttur í útlegð alla leið til Babýlonar. Þar „ákallaði hann Drottin, Guð sinn. Hann auðmýkti sig mjög frammi fyrir Guði feðra sinna og bað til hans.“ Manasse sýndi með góðum verkum að hann iðraðist í einlægni og honum var fyrirgefið. — 2. Kron. 33:12, 13.
Menn fá yfirleitt ekki öll þjónustuverkefni til baka í einu. Hins vegar er líklegt að þú fáir einhver verkefni með tíð og tíma. Ef þú tekur við þeim og sinnir þeim eftir bestu getu leiðir það oft til þess að þér verði falin frekari ábyrgð. Það er ekki þar með sagt að þetta verði auðvelt. Þú verður kannski fyrir vonbrigðum en fúsleiki og þrautseigja skila sér engu að síður.
1. Mós. 37:2, 26-28) Þetta var sannarlega ekki sú framkoma sem hann vænti af bræðrum sínum. Hann var hins vegar tilbúinn að gera það besta úr aðstæðunum og með stuðningi Jehóva var hann settur yfir allar eigur húsbónda síns. (1. Mós. 39:2) Síðar var Jósef varpað í fangelsi en hann reyndist trúfastur og Jehóva var með honum. Hann var því settur yfir alla hina fangana. — 1. Mós. 39:21-23.
Tökum sem dæmi Jósef, son Jakobs. Þegar hann var 17 ára varð hann fyrir miklu óréttlæti þegar bræður hans seldu hann í þrældóm. (Jósef vissi ekki að þetta myndi allt þjóna ákveðnum tilgangi. Hann hélt einfaldlega áfram að gera sitt besta. Það varð til þess að seinna lét Jehóva hinn fyrirheitna niðja koma í ættlegg Jósefs. (1. Mós. 3:15; 45:5-8) Þó að ekkert okkar geti búist við að fá eins þýðingarmikið hlutverk og Jósef sýnir hin innblásna frásaga að Jehóva hefur hönd í bagga með hvers konar verkefni þjónar hans fá. Líktu eftir Jósef og þá getur þú einnig hlotið blessun.
Lærðu af erfiðleikunum
Job, Manasse og Jósef urðu allir fyrir erfiðri lífsreynslu. En allir sættu þeir sig við ástandið sem Jehóva leyfði og lærðu hver sína lexíu. Hvað gætir þú lært?
Reyndu að sjá hvað Jehóva er að reyna að kenna þér. Í glímu sinni við örvæntinguna varð Job sjálfhverfur og missti sjónar á heildarmyndinni. Þegar Jehóva leiðrétti hann náði hann aftur jafnvægi og viðurkenndi: „Ég hef talað af skilningsleysi.“ (Job. 42:3) Ef þú ert sár vegna þess að þú færð ekki lengur að sinna ákveðnu verkefni skaltu ekki ‚hugsa hærra um sjálfan þig en hugsa ber heldur í réttu hófi‘. (Rómv. 12:3) Vera má að Jehóva sé að leiðrétta þig á einhvern hátt sem þú skilur enn ekki til fulls.
Taktu ögun. Í upphafi hefur Manasse líklega ekki fundist hann verðskulda eins harðan aga og hann fékk. En hann tók aganum, iðraðist og lét af rangri breytni. Óháð því hvað þér finnst um agann sem þú færð skaltu ‚auðmýkja þig fyrir Drottni og hann mun upphefja þig‘. — 1. Pét. 5:6; Jak. 4:10.
Vertu þolinmóður og leyfðu Jehóva að móta þig. Það sem Jósef gekk í gegnum hefði auðveldlega geta fengið hann til að ala með sér hatur og hefnigirni. Þess í stað þroskaði hann með sér innsæi og miskunn. (1. Mós. 50:15-21) Ef þú hefur orðið fyrir vonbrigðum vertu þá þolinmóður og fús til láta Jehóva móta þig.
Gegndir þú eitt sinn ábyrgðarstöðu innan kristna safnaðarins? Gefðu Jehóva tækifæri til að fela þér þjónustuverkefni í framtíðinni. Styrktu sambandið við Jehóva. Hafðu stjórn á tilfinningum þínum og vertu þolinmóður og auðmjúkur. Vertu fús til að taka að þér hvaða verkefni sem er. Þú mátt treysta að Jehóva „synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik“. — Sálm. 84:12.
[Innskot á blaðsíðu 30]
Styrktu trú þína með einlægri bæn
[Mynd á blaðsíðu 31]
Aukið starf á akrinum er kjörin leið til að styrkja sambandið við Jehóva.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Gefðu Jehóva tækifæri til að fela þér þjónustuverkefni í framtíðinni.