Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Er einhver von um upprisu fyrir barn sem deyr í móðurkviði?

Lífið byrjar við getnað. Jehóva getur reist einstaklinga upp frá dauðum á hvaða stigi lífs þeirra sem er vegna þess að honum „er ekkert um megn“. (Mark. 10:27) En Biblían segir ekki beint út hvort hann muni reisa upp ófædd börn sem dóu í móðurkviði. — 15. apríl, bls. 12, 13.

• Hvað getum við lært af maurnum, klettagreifingjanum, engisprettunni og gekkónum?

Þessi fjögur dýr eru kölluð vitrust vitringa í Biblíunni. Þau upphefja visku Guðs. (Orðskv. 30:24-28) — 15. apríl, bls. 16-19.

• Af hverju er vel talað um þögnina í Biblíunni?

Biblían segir að þögn geti verið merki um virðingu, hjálpað til við að hugleiða og vitnað um hyggni og visku. (Sálm. 37:7; 63:7; Orðskv. 11:12) — 15. maí, bls. 3-5.

• Hvað eiga John Wycliffe, William Tyndale, Robert Morrison og Adroniram Judson sameiginlegt?

Allir elskuðu þeir orð Guðs og þýddu það yfir á tungumál sem almenningur gat lesið. Wycliffe og Tyndale þýddu Biblíuna yfir á ensku, Morrison á kínversku og Judson á búrmnesku (mjanmar). — Júlí-september, bls. 8-11.

• Hve margir af konungunum í Júda höfðu brennandi áhuga á húsi Guðs?

Fjórir konungar af 19, sem fóru með völd í suðurríkinu Júda, báru af sökum þess hve brennandi áhuga þeir höfðu á sannri tilbeiðslu. Þetta voru þeir Asa, Jósafat, Hiskía og Jósía. — 15. júní, bls. 7-11.

• Taka allir hinna andasmurðu á jörðinni þátt í að útbúa andlegu fæðuna?

Nei. Allir hinna smurðu eru hluti af trúa og hyggna þjónshópnum en þeir sem sitja í hinu stjórnandi ráði hafa yfirumsjón með því að útbýta andlegri fæðu. — 15. júní, bls. 22-24.

• Af hverju er hægt að segja að kærleikurinn hafi verið aðalmunurinn á því hvernig Jesús og trúarleiðtogarnir nálguðust fólk?

Trúarleiðtogunum þótti ekki vænt um fólk heldur fyrirlitu það. Þeir elskuðu ekki heldur Guð. Jesús elskaði föður sinn og kenndi í brjósti um fólk. (Matt. 9:36) Hann var hlýr, umhyggjusamur og vingjarnlegur. — 15. júlí, bls. 15.

• Hvernig geturðu hjálpað unglingi að undirbúa sig fyrir fullorðinsárin?

Til þess að undirbúa ungling fyrir fullorðinsárin þarftu að hjálpa honum aga hugann þannig að hann læri að taka skynsamlegar ákvarðanir upp á eigin spýtur. Hjálpaðu unglingnum að nota meginreglur Biblíunnar í eigin lífi. Þannig lærir hann að taka góðar ákvarðanir þegar hann er orðinn fullorðinn og forðast slæmar ákvarðanir og afleiðingar þeirra. (Fil. 4:5; Gal. 6:7; Kól. 3:21) Meginreglur Biblíunnar eru traustur grunnur fyrir farsælu fjölskyldulífi. — Júlí-september, bls. 18.