Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hefur þú tekið frá tíma fyrir biblíunám?

Hefur þú tekið frá tíma fyrir biblíunám?

Hefur þú tekið frá tíma fyrir biblíunám?

Á SÍÐASTA ári tilkynnti hið stjórnandi ráð að breyting yrði gerð á samkomufyrirkomulaginu í söfnuðunum. Við það fengi fólk meiri tíma til fjölskyldu- og biblíunáms. Ef þú ert höfuð fjölskyldunnar skaltu sjá til þess að gagnlegt biblíunám sé á dagskrá fjölskyldunnar í hverri viku. Barnlaus hjón vilja vafalaust nota þennan tíma til að lesa saman í Biblíunni. Bræður og systur, sem eru einhleyp og hafa enga fjölskylduábyrgð, geta nýtt tímann vel fyrir sjálfsnám í Biblíunni.

Margir hafa látið í ljós þakklæti sitt vegna þess fyrirkomulags að hafa sérstakt biblíunámskvöld með fjölskyldunni. Öldungur að nafni Kevin skrifaði til dæmis: „Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa þakklæti okkar hér í söfnuðinum. Við öldungarnir höfum rætt mikið um það hvernig við ætlum að nota þetta kvöld til fjölskyldunáms og fylgja því sem hið stjórnandi ráð hefur mælt með.“

Jodi, sem er eiginkona öldungs, skrifaði: „Við eigum þrjár dætur sem eru 15, 11 og 2 ára. Við byrjuðum fyrir stuttu í táknmálssöfnuði. Það tekur mikinn tíma og fyrirhöfn að undirbúa sig fyrir allar samkomurnar. En eftir þessa breytingu höfum við aukakvöld til að nota sérstaklega fyrir biblíunám fjölskyldunnar.“

Hjónin John og JoAnn, sem eru brautryðjendur, skrifuðu: „Fjölskyldunám okkar hefur stundum verið óreglulegt vegna þess að það er svo mikið að gera í söfnuðinum og erfitt að finna tíma. Þetta nýja fyrirkomulag er gjöf frá Jehóva sem hressir okkur andlega — ef við notum þennan tíma eins og til er ætlast.“

Tony, einhleypur bróðir á þrítugsaldri, tekur þriðjudagskvöldin frá fyrir sjálfsnám. Hann undirbýr sig fyrir samkomur á öðrum tímum vikunnar. Hann segir: „Ég hlakka sérstaklega mikið til þriðjudaganna.“ Hvers vegna? „Þá á ég mínar sérstöku stundir með Jehóva.“ Tony útskýrir: „Í um það bil tvær klukkustundir fer ég yfir efni sem styrkir samband mitt við Jehóva. Þar sem ég hef meiri tíma til sjálfsnáms get ég hugleitt betur þau biblíuvers sem ég les.“ Hver er árangurinn? „Leiðbeiningar Jehóva ná betur til hjarta míns en áður.“ Getur hann nefnt dæmi? „Í Insight bókinni las ég um vináttu Davíðs og Jónatans. Ég lærði mikið af óeigingirni Jónatans. Fordæmi hans hjálpaði mér að sjá skýrar hvað felst í því að vera sannur vinur. Ég hlakka mikið til að finna fleiri slíkar sannleiksperlur á þriðjudagskvöldum!“

Allir þjónar Jehóva munu án efa hafa mikið gagn af að nota þetta aukakvöld, sem við höfum fengið til umráða, til biblíu- og fjölskyldunáms.