Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Lítil stúlka með örlátt hjarta

Lítil stúlka með örlátt hjarta

Lítil stúlka með örlátt hjarta

FYRIR skömmu tók níu ára stúlka í Brasilíu peningana, sem hún hafði sparað, og skipti þeim í tvennt, 2.200 krónur og 3.100 krónur. Hún gerði þetta að eigin frumkvæði og setti lægri upphæðina í baukinn í ríkissalnum sem ætlaður er fyrir rekstur heimasafnaðarins. Síðan sendi hún hærri upphæðina til deildarskrifstofu Votta Jehóva ásamt stuttu bréfi. Þar stóð: „Mig langar til að gefa þetta til styrktar alþjóðastarfinu. Mig langar til að hjálpa bræðrum og systrum út um allan heim til að boða fagnaðarerindið. Ég gef þetta af því að ég elska Jehóva.“

Foreldrar litlu stúlkunnar hafa kennt henni hve mikilvægt sé að taka þátt í að boða fagnaðarerindið. Þeir hafa einnig brýnt fyrir henni hve nauðsynlegt sé að ‚tigna Drottin með eigum sínum‘. (Orðskv. 3:9) Líkjum öll eftir þessari litlu stúlku og vinnum af kappi að framgangi Guðsríkis, bæði í heimabyggð og á heimsvísu!