Notaðu alla ævidaga þína til dýrðar Guði
Notaðu alla ævidaga þína til dýrðar Guði
„LÁT mig heyra miskunn þína að morgni dags,“ var bæn sálmaritarans Davíðs til Jehóva. „Vísa mér veginn sem ég skal halda.“ (Sálm. 143:8) Þegar þú vaknar á morgnana og þakkar Jehóva fyrir nýjan dag, gerirðu þá eins og Davíð og biður Jehóva um að leiðbeina þér þegar þú tekur ákvarðanir og að hjálpa þér að velja bestu leiðina í öllum málum? Vafalaust.
Sem vígðir þjónar Jehóva reynum við, ,hvort sem við etum eða drekkum eða hvað sem við gerum, að gera allt Guði til dýrðar‘. (1. Kor. 10:31) Við vitum að annaðhvort heiðrum við Jehóva eða vanheiðrum með daglegum athöfnum okkar. Við erum einnig minnug þess að í orði Guðs er sagt að Satan ákæri bræður Krists, og í raun og veru alla þjóna Guðs á jörðu, „dag og nótt“. (Opinb. 12:10) Við erum því ákveðin í að svara falskri ákæru Satans og gleðja hjarta Jehóva, föður okkar á himnum, með því að veita honum heilaga þjónustu „dag og nótt“. — Opinb. 7:15; Orðskv. 27:11.
Við skulum nú líta stundarkorn á tvær mikilvægar leiðir sem við getum notað á hverjum degi Guði til dýrðar. Sú fyrri varðar rétta forgangsröð og sú síðari umhyggju fyrir öðrum.
Lifum samkvæmt vígsluheiti okkar
Við vígðum okkur Jehóva vegna þess að okkur langaði í einlægni til að þjóna honum. Við lofuðum Jehóva einnig að við skyldum ganga á vegum hans „alla daga“ — að eilífu. (Sálm. 61:6, 9) En hvernig lifum við samkvæmt þessu loforði? Hvernig sýnum við daglega einlægan kærleika okkar til Jehóva?
Orð Guðs bendir greinilega á hvers Jehóva ætlast til af okkur. (5. Mós. 10:12, 13) Í rammanum á bls. 22, með yfirskriftinni „Það sem Guð ætlast til af okkur“, er getið nokkurra atriða. Öll þessi verkefni eru frá Guði og því mikilvæg. Hvernig getum við ákveðið hvað eigi að ganga fyrir þegar við þurfum að sinna tveim eða fleiri verkefnum á sama tíma?
Við látum heilaga þjónustu okkar ganga fyrir, það er að segja biblíunám, bæn, samkomur og boðunarstarf. (Matt. 6:33; Jóh. 4:34; 1. Pét. 2:9) Við getum þó ekki verið upptekin af andlegum verkefnum allan daginn. Við þurfum líka tíma til að stunda vinnu og skóla og sinna fjölmörgum heimilisskyldum að auki. Þrátt fyrir það reynum við af fremsta megni að skipuleggja tímann til vinnu og annarra verka þannig að það trufli ekki heilaga þjónustu okkar svo sem samkomusókn. Við gætum þess til dæmis þegar við skipuleggjum frí að við missum ekki af heimsókn farandhirðisins, sérstaka mótsdeginum eða svæðis- og umdæmismótinu. Stundum getum við sameinað sum af verkefnum okkar. Til dæmis gæti fjölskyldan unnið saman við að ræsta ríkissalinn. Við gætum notað matartímann í vinnunni eða skólanum til að vitna fyrir vinnu- eða skólafélögum. Hvenær sem við þurfum að velja eitthvað í lífinu, til dæmis leita að vinnu eða velja námsbraut og vini, skulum við láta ákvarðanir okkar ráðast af því sem vegur þyngst í lífinu, tilbeiðslunni á Jehóva, gæskuríkum föður okkar. — Préd. 12:13.
Sýnum öðrum umhyggju
Jehóva vill að við sýnum öðrum samúð og gerum þeim gott. Aftur á móti ýtir Satan undir eigingirni. Heimur hans er fullur af mönnum sem eru „sérgóðir“ og „elska munaðarlífið“, og einnig af fólki sem „sáir í hold sjálfs sín“. (2. Tím. 3:1-5; Gal. 6:8) Margir hugsa lítið um hvaða áhrif verk þeirra hafa á aðra. „Holdsins verk“ blasa alls staðar við. — Gal. 5:19-21.
Því er ólíkt farið með framkomu þeirra sem eru hvattir af heilögum anda Jehóva og sýna kærleika, gæsku og góðvild í samskiptum við aðra. (Gal. 5:22) Orð Guðs segir okkur að taka hag annarra fram yfir okkar eigin. Þess vegna sýnum við hvert öðru áhuga þótt við gætum þess að blanda okkur ekki í einkamál fólks. (1. Kor. 10:24, 33; Fil. 2:3, 4; 1. Pét. 4:15) Við sýnum trúsystkinum sérstaka umhyggju. Samt gerum við okkur einnig far um að vera öðrum hjálpleg. Geturðu leitað að tækifæri í dag til að sýna góðvild einhverjum sem þú hittir? — Sjá rammann „Sýnum þeim umhyggju“ á bls. 23.
Gal. 6:2; Ef. 5:2; 1. Þess. 4:9, 10) Þess í stað reynum við dag hvern að vera vakandi fyrir aðstæðum annarra og vera tilbúin að hjálpa þeim ef þörf krefur þó að það gæti valdið okkur óþægindum. Við viljum vera örlát á allt sem við höfum til ráðstöfunar, tíma okkar, efnislegar eigur, reynslu og visku. Jehóva lofar að vera örlátur við okkur ef við erum örlát við aðra. — Orðskv. 11:25; Lúk. 6:38.
Umhyggja er ekki bundin við ákveðinn tíma eða sérstakar kringumstæður. (Heilög þjónusta „dag og nótt“
Er virkilega hægt að veita Jehóva heilaga þjónustu „dag og nótt?“ Já, með því að vera stöðug og kostgæfin í öllu er varðar tilbeiðslu okkar. (Post. 20:31) Við getum fyllt líf okkar heilagri þjónustu með því að lesa og hugleiða daglega orð Guðs, biðja án afláts, kappkosta að vera á öllum samkomum og nýta öll tækifæri til að bera vitni. — Sálm. 1:2; Lúk. 2:37; Post. 4:20; 1. Þess. 3:10; 5:17.
Veitum við Jehóva slíka heilaga þjónustu? Ef svo er mun löngun okkar til að gleðja hann og svara ákæru Satans endurspeglast á allan hátt í daglega lífinu. Við sækjumst eftir að gefa Jehóva dýrðina í öllu sem við gerum og hvernig svo sem aðstæður okkar eru. Við látum meginreglur hans stjórna tali okkar og hegðun og leiðbeina okkur þegar við tökum ákvarðanir. Við sýnum að við metum ástríka umhyggju hans og stuðning með því að treysta honum fullkomlega og nota alla krafta okkar í þjónustu hans. Við fögnum ráðum hans og ögun þegar við náum ekki að fylgja meginreglum hans að öllu leyti vegna ófullkomleikans. — Sálm. 32:5; 119:97; Orðskv. 3:25, 26; Kól. 3:17; Hebr. 6:11, 12.
Höldum áfram að lifa hvern dag Guði til dýrðar. Þá finnum við hvíld sálum okkar og njótum að eilífu ástríkrar umhyggju föður okkar á himnum. — Matt. 11:29; Opinb. 7:16, 17.
[Rammi/myndir á bls. 22]
Það sem Guð ætlast til af okkur
• Biðjum oft. — Rómv. 12:12.
• Lesum og hugleiðum Biblíuna, notum það sem við lærum. — Sálm. 1:2; 1. Tím. 4:15.
• Tilbiðjum Jehóva í söfnuðinum. — Sálm. 35:18; Hebr. 10:24, 25.
• Sjáum fyrir efnislegum, andlegum og tilfinningalegum þörfum fjölskyldunnar. — 1. Tím. 5:8.
• Prédikum fagnaðarboðskapinn um ríkið og gerum fólk að lærisveinum. — Matt. 24:14; 28:19, 20.
• Gætum að líkamlegri og andlegri heilsu okkar, meðal annars með heilnæmri afþreyingu. — Mark. 6:31; 2. Kor. 7:1; 1. Tím. 4:8, 16.
• Sinnum skyldum okkar í söfnuðinum. — Post. 20:28; 1. Tím. 3:1.
• Sjáum um að heimili okkar og ríkissalurinn líti vel út. — 1. Kor. 10:32.
[Rammi/mynd á bls. 23]
Sýnum þeim umhyggju
• Öldruðu trúsystkini. — 3. Mós. 19:32.
• Þeim sem á við að stríða líkamlegan eða geðrænan sjúkdóm. — Orðskv. 14:21.
• Bróður eða systur í söfnuðinum í brýnni þörf fyrir eitthvað sem þú getur látið í té. — Rómv. 12:13.
• Nánum ættingja. — 1. Tím. 5:4, 8.
• Trúsystkini sem hefur misst maka sinn. — 1. Tím. 5:9.
• Safnaðaröldungi sem leggur hart að sér. — 1. Þess. 5:12, 13; 1. Tím. 5:17.