,Tölum orð Guðs af djörfung‘
,Tölum orð Guðs af djörfung‘
„Þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung.“ — POST. 4:31.
1, 2. Af hverju ættum við að leggja okkur fram um að vera dugmiklir boðberar?
ÞREM dögum áður en Jesús dó sagði hann við lærisveina sína: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ Eftir að hann var risinn upp en áður en hann steig upp til himna fól hann fylgjendum sínum að ,gera allar þjóðir að lærisveinum og kenna þeim að halda allt það sem hann hafði boðið þeim‘. Hann lofaði að vera með þeim „alla daga allt til enda veraldar“. — Matt. 24:14; 26:1, 2; 28:19, 20.
2 Við sem erum vottar Jehóva tökum virkan þátt í starfi sem hófst á fyrstu öld okkar tímatals. Ekkert starf er eins mikilvægt og að bjarga mannslífum með því að boða ríki Guðs og gera fólk að lærisveinum. Það er því nauðsynlegt að vera dugmiklir boðberar fagnaðarerindisins. Í þessari grein könnum við hvernig heilagur andi hjálpar okkur að tala af djörfung og hugrekki þegar við boðum trúna. Í næstu tveim greinum er bent á hvernig andi Jehóva getur hjálpað okkur að vera góðir kennarar og staðföst í starfi okkar.
Við þurfum á djörfung að halda
3. Af hverju kostar það djörfung og hugrekki að boða ríki Guðs?
3 Guð hefur falið okkur þann óviðjafnanlega heiður að boða ríki sitt. En það er ekki alltaf auðvelt. Sumir taka að vísu fúslega við fagnaðarerindinu um ríkið en margir eru Matt. 24:38, 39) Og ekki má gleyma þeim sem gera gys að okkur eða eru okkur andsnúnir. (2. Pét. 3:3) Andstaðan getur verið frá ráðamönnum, skólafélögum, vinnufélögum eða jafnvel nánum ættingjum. Auk þess eigum við í baráttu við eigin veikleika eins og feimni eða ótta við höfnun. Ótalmargt getur gert það erfitt fyrir okkur að tala orð Guðs „með djörfung“. (Ef. 6:19, 20) En við þurfum að vera hugrökk og áræðin til að halda ótrauð áfram að flytja orð Guðs. Hvar getum við leitað hjálpar?
eins og fólkið á dögum Nóa sem gaf engan gaum að boðun hans „fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt“ eins og Jesús sagði. (4. (a) Hvað er djörfung? (b) Hvernig tókst Páli postula að tala með djörfung í Þessaloníku?
4 Gríska orðið, sem er þýtt „djörfung“, merkir „að vera opinskár, hreinskilinn, hreinn og beinn“. Orðið lýsir „hugrekki, sjálfstrausti . . . að vera óhræddur“. Djörfung er ekki það sama og ónærgætni eða ókurteisi. (Kól. 4:6) Þó að við tölum með djörfung viljum við líka hafa frið við alla. (Rómv. 12:18) Og þegar við boðum fagnaðarerindið um ríki Guðs þurfum við að rata meðalveginn milli djörfungar og háttvísi því að ekki viljum við óvart móðga neinn. Til að tala með djörfung þurfum við að leggja hart að okkur til að tileinka okkur ýmsa aðra eiginleika. Djörfungin, sem við eigum að sýna, kemur ekki innan frá og er ekki sprottin af sjálfsöryggi. Páll postuli og félagar hans töluðu með djörfung í Þessaloníku eftir að þeim hafði verið „misþyrmt í Filippí“. Hvernig tókst þeim það? „Guð minn gaf mér djörfung,“ skrifaði Páll. (Lestu 1. Þessaloníkubréf 2:2.) Jehóva Guð getur hrakið burt óttann og gefið okkur hugrekki og djörfung eins og Páli.
5. Hvernig veitti Jehóva þeim Pétri, Jóhannesi og öðrum lærisveinum djörfung og hugrekki?
5 Þegar „höfðingjarnir, öldungarnir og fræðimennirnir“ skipuðu Pétri og Jóhannesi að hætta að prédika svöruðu þeir: „Dæmið sjálfir hvort það sé rétt í augum Guðs að hlýðnast ykkur fremur en honum. Við getum ekki annað en talað það sem við höfum séð og heyrt.“ Þeir báðu ekki Guð að stöðva ofsóknirnar heldur báðust fyrir með trúsystkinum og sögðu: „Drottinn, lít á hótanir þeirra og veit þjónum þínum fulla djörfung að tala orð þitt.“ (Post. 4:5, 19, 20, 29) Hvernig brást Jehóva við bæn þeirra? (Lestu Postulasöguna 4:31.) Hann gaf þeim anda sinn svo að þeir gátu talað með djörfung. Jehóva getur gert það sama fyrir okkur. Hvernig getum við fengið anda Guðs og látið hann leiðbeina okkur í boðunarstarfinu?
Hvernig fáum við djörfung?
6, 7. Hver er beinasta leiðin til að fá heilagan anda Guðs? Nefndu dæmi.
6 Beinasta leiðin til að fá heilagan anda Guðs er að biðja um hann. Jesús sagði við áheyrendur sína: „Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.“ (Lúk. 11:13) Við ættum að vera dugleg að biðja um heilagan anda. Ef okkur óar við ákveðnum þáttum boðunarstarfsins — til dæmis að boða trúna á götum úti, í fyrirtækjum eða við óformlegar aðstæður — getum við beðið Jehóva að gefa okkur heilagan anda sinn og veita okkur hugrekki og djörfung. — 1. Þess. 5:17.
7 Rósa gerði einmitt þetta. * Hún var í vinnunni einn daginn þegar kennari, sem hún vann með, var að lesa skýrslu frá öðrum skóla um illa meðferð á börnum. Kennarinn varð miður sín við lesturinn og sagði stundarhátt: „Hvers konar heimur er þetta?“ Rósa gat ekki látið sér úr greipum ganga þetta tækifæri til að segja frá sannleikanum. Hvernig fékk hún hugrekki til að láta í sér heyra? „Ég bað Jehóva að hjálpa mér með anda sínum,“ segir hún. Henni tókst að koma sannleikanum vel á framfæri og mæla sér mót við kennarann til að halda umræðunum áfram. Lítum á annað dæmi. Milane er fimm ára stúlka sem býr í New York-borg. „Við mamma biðjum alltaf til Jehóva áður en ég fer í skólann,“ segir hún. Þær biðja Jehóva að veita Milane hugrekki til að hvika ekki frá sannfæringu sinni og segja frá Guði sínum. „Þetta hefur hjálpað Milane að skýra afstöðu sína til afmælishalds og helgidaga, og til að taka ekki þátt í neinu slíku,“ segir móðir hennar. Sýna ekki þessi dæmi að bænin getur hjálpað okkur að safna kjarki þegar á þarf að halda?
8. Hvað má læra um djörfung af Jeremía spámanni?
8 Við skulum einnig velta fyrir okkur hvað hjálpaði Jeremía spámanni að sýna hugrekki og djörfung. Þegar Jehóva skipaði hann spámann þjóðanna svaraði hann: „Ég er ekki fær um að tala því að ég er enn svo ungur.“ (Jer. 1:4-6) Þegar fram liðu stundir varð Jeremía hins vegar svo kröftugur og staðfastur í boðun sinni að margir fóru að líta á hann sem hrakspámann. (Jer. 38:4) Í meira en 65 ár boðaði hann dóma Jehóva djarfmannlega. Svo þekktur var hann í Ísrael fyrir það að flytja boðskap sinn óttalaust og kröftuglega að sumir héldu að Jeremía væri upprisinn þegar Jesús flutti orð Guðs af djörfung um sex öldum síðar. (Matt. 16:13, 14) Hvernig sigraðist Jeremía á feimni sinni og hlédrægni? Hann segir: „Mér [fannst] eldur loga í hjarta mér, brenna í beinum mínum,“ og átti þar við orð Guðs. (Jer. 20:9) Já, orð Jehóva hafði sterk áhrif á Jeremía svo að hann fann sig knúinn til að tala.
9. Af hverju getur orð Guðs haft sömu áhrif á okkur og það hafði á Jeremía?
9 Páll postuli segir í Hebreabréfinu: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ (Hebr. 4:12) Orð Guðs, það er að segja boðskapur hans, getur haft sömu áhrif á okkur og það hafði á Jeremía. Við skulum hafa hugfast að enda þótt menn hafi verið látnir skrifa Biblíuna er hún ekki samsafn mannlegrar visku vegna þess að hún er innblásin af Guði. Í 2. Pétursbréfi 1:21 stendur: „Aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.“ Þegar við tökum okkur tíma til að stunda innihaldsríkt sjálfsnám í Biblíunni fyllum við hugann af boðskap sem er innblásinn af heilögum anda. (Lestu 1. Korintubréf 2:10.) Þessi boðskapur getur orðið eins og eldur innra með okkur sem við getum ekki byrgt inni.
10, 11. (a) Hvernig þarf biblíunám okkar að vera til að við getum talað orð Guðs af djörfung? (b) Nefndu að minnsta kosti eitt sem þú ætlar að gera til að biblíunám þitt verði sem innihaldsríkast.
10 Til að nám í Biblíunni hafi sterk áhrif á okkur þarf það að fara þannig fram að boðskapur hennar nái til hjartans og snerti hinn innri mann. Esekíel spámaður sá til dæmis sýn þar sem honum var sagt að borða bók nokkra en í henni var kröftugur boðskapur sem átti að flytja þverúðugri þjóð. Esekíel átti að taka við boðskapnum og tileinka sér hann. Þá yrði það ánægjulegt að flytja boðskapinn — sætt eins og hunang. — Lestu11 Við erum í svipuðum sporum og Esekíel. Margir vilja hreinlega ekki heyra hvað stendur í Biblíunni. Til að halda ótrauð áfram að tala orð Guðs þurfum við að lesa það og hugleiða með þeim hætti að við tileinkum okkur boðskapinn í einu og öllu. Biblíunám okkar þarf að vera reglufast — ekki tilviljun háð. Okkur ætti að vera innanbrjósts eins og sálmaskáldinu sem söng: „Mættu orð mín vera þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns koma fram fyrir þig, Drottinn, bjarg mitt og frelsari.“ (Sálm. 19:15) Það er ákaflega mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hugleiða það sem við lesum svo að sannleikur Biblíunnar festi djúpar rætur í hjartanu. Við ættum að leggja okkur vel fram svo að biblíunám okkar verði sem innihaldsríkast. *
12. Af hverju eru samkomurnar hjálp til að láta heilagan anda leiðbeina sér?
12 Önnur leið til að njóta góðs af heilögum anda Jehóva er að ,hvetja hvert annað til kærleika og góðra verka og vanrækja ekki safnaðarsamkomur okkar‘. (Hebr. 10:24, 25) Við látum anda Guðs leiða okkur ef við gerum okkur far um að sækja safnaðarsamkomur reglulega, hlusta vel og fara eftir því sem við lærum. Þegar allt kemur til alls notar Jehóva söfnuðinn til að leiðbeina okkur með anda sínum. — Lestu Opinberunarbókina 3:6.
Hvernig er djörfung til góðs fyrir okkur?
13. Hvað má álykta af því hve miklu frumkristnir menn áorkuðu í boðunarstarfinu?
13 Heilagur andi er sterkasta afl í alheiminum og hann getur gefið mönnum kraft til að gera vilja Jehóva. Undir áhrifum hans áorkuðu frumkristnir menn gríðarlega miklu í boðunarstarfinu. Þeir boðuðu fagnaðarerindið „öllu sem skapað er í heiminum“. (Kól. 1:23) Þegar haft er í huga að flestir þeirra voru „óbrotnir alþýðumenn“ má ljóst vera að þeir gerðu þetta ekki í eigin krafti. — Post. 4:13.
14. Hvað getur hjálpað okkur að vera „brennandi í andanum“?
Rómv. 12:11) Í Biblíunni er sagt frá því að „Gyðingur nokkur, Apollós að nafni, ættaður frá Alexandríu, kom til Efesus. Hann var maður vel máli farinn . . . og brennandi í andanum talaði hann og kenndi kostgæfilega um Jesú.“ (Post. 18:24, 25) Ef við erum „brennandi í andanum“ fáum við meiri djörfung þegar við boðum fagnaðarerindið hús úr húsi og þegar við vitnum óformlega.
14 Þegar við lifum í samræmi við handleiðslu heilags anda finnum við hjá okkur hvöt til að boða fagnaðarerindið með hugrekki. Ef við biðjum stöðugt um andann, erum dugleg við sjálfsnám, hugleiðum í bænarhug það sem við lesum og sækjum samkomur reglulega getur það hjálpað okkur að vera „brennandi í andanum“. (15. Af hverju er það til góðs fyrir okkur að tala af meiri djörfung og hugrekki?
15 Ef okkur eykst djörfung og hugrekki í boðunarstarfinu hefur það góð áhrif á okkur. Við verðum jákvæðari af því að við skiljum betur hve mikilvægt og gagnlegt starf okkar er. Við verðum enn áhugasamari af því að við finnum til meiri gleði þegar okkur gengur vel í boðunarstarfinu. Og við verðum kappsamari vegna þess að við finnum betur fyrir því hve áríðandi þetta starf er.
16. Hvað ættum við að gera ef við höfum ekki sama áhuga á boðunarstarfinu og áður?
16 Hvað er til ráða ef við erum ekki eins áhugasöm og kappsöm í boðunarstarfinu og við vorum? Þá er ástæða til að gera heiðarlega sjálfsrannsókn. Páll skrifaði: „Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf.“ (2. Kor. 13:5) Spyrðu þig: Er ég enn þá brennandi í andanum? Bið ég Jehóva að gefa mér anda sinn? Sýna bænir mínar að ég reiði mig á hjálp hans til að gera vilja hans? Þakka ég honum fyrir þá þjónustu sem mér er trúað fyrir? Hvernig eru námsvenjur mínar? Hve mikinn tíma gef ég mér til að hugleiða það sem ég les og heyri? Hve mikinn þátt tek ég í safnaðarsamkomum? Ef við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi komum við ef til vill auga á vissa veikleika í fari okkar og getum gert viðeigandi ráðstafanir.
Látum anda Guðs veita okkur djörfung
17, 18. (a) Í hvaða mæli er fagnaðarerindið boðað nú á tímum? (b) Hvernig getum við boðað fagnaðarerindið um ríki Guðs „með allri djörfung“?
17 Hinn upprisni Jesús sagði við lærisveinana: „Þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“ (Post. 1:8) Starfið, sem hófst þá, heldur áfram og er víðtækara og öflugra en nokkru sinni fyrr. Um sjö milljónir votta Jehóva boða boðskapinn um ríkið í meira en 230 löndum og nota til þess næstum 1,5 milljarð klukkustunda á ári. Það er spennandi að mega taka virkan þátt í þessu starfi sem verður aldrei endurtekið.
18 Boðunarstarfið um allan heim fer fram undir handleiðslu anda Guðs rétt eins og á fyrstu öld. Ef við fylgjum leiðsögn andans tölum við „með allri djörfung“ í boðunarstarfinu. (Post. 28:31) Við skulum því fyrir alla muni fylgja handleiðslu heilags anda þegar við boðum fagnaðarerindið um ríki Guðs.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Nöfnum er breytt.
^ gr. 11 Í köflunum „Vertu kostgæfinn að lesa“ og „Nám er auðgandi“ á bls. 21-32 í bókinni Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum eru leiðbeiningar um hvernig hægt sé að hafa sem mest gagn af biblíulestri og sjálfsnámi.
Hvað lærðir þú?
• Af hverju þurfum við að flytja orð Guðs með djörfung og hugrekki?
• Hvað hjálpaði lærisveinum Jesú á fyrstu öld að tala með djörfung?
• Hvernig getum við byggt upp djörfung?
• Hvernig er djörfung til góðs fyrir okkur?
[Spurningar]
[Mynd á bls. 7]
Hvernig geta foreldrar hjálpað börnum sínum að byggja upp djörfung?
[Myndir á bls. 8]
Stutt bæn getur hjálpað þér að tala með djörfung í boðunarstarfinu.