Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Af hverju þurfti Messías að deyja?

Dauði Jesú sannaði að fullkominn maður getur verið trúfastur þrátt fyrir að vera reyndur til hins ýtrasta. Auk þess greiddi hann sektina fyrir syndina sem afkomendur Adams erfðu og opnaði þar með leiðina til eilífs lífs. — 15.12. bls. 22.

• Hvað felur það í sér að eiga góð tjáskipti við börnin?

Það felur meira í sér en að tala við þau. Meðal annars þarf að spyrja spurninga og hlusta með þolinmæði á svör þeirra. Margir hafa komist að raun um að matartíminn er gott tækifæri til að eiga tjáskipti. — 15.1. bls. 18-19.

• Hvenær gæti komið til greina að láta skírast í annað sinn?

Það gæti komið til greina ef einstaklingur hélt því leyndu þegar hann lét skírast að hann tæki þátt í einhverju eða byggi við aðstæður sem hefðu verið brottrekstrarsök hefði hann verið búinn að láta skírast. — 15.2. bls. 22.

• Hvað táknar sáning góða sæðisins í dæmisögu Jesú um hveitið og illgresið?

Jesús, Mannssonurinn, bjó akurinn til sáningar þegar hann þjónaði hér á jörð. Frá og með hvítasunnu árið 33 var góða sæðinu sáð þegar kristnir menn voru smurðir sem börn Guðs, börn ríkisins. — 15.3. bls. 20.

• Hvernig er hinu táknræna hveiti í dæmisögu Jesú safnað í hlöðu Jehóva? (Matt. 13:30)

Uppfylling dæmisögunnar hefur náð fram á endalokatímann. Andasmurðum börnum ríkisins, hinu táknræna hveiti, er safnað inn í hlöðu Jehóva þegar þau eru annaðhvort flutt inn í endurreistan kristinn söfnuð eða þegar þau hljóta himnesk laun sín. — 15.3. bls. 22.

• Hverjir völdu ritin sem er að finna í Grísku ritningunum?

Það voru hvorki kirkjuþing né einstakir trúarleiðtogar heldur voru það sannkristnir menn sem undir leiðsögn heilags anda Guðs lögðu mat á það hvort ritin væru í raun innblásin. Þetta er í samræmi við þá staðreynd að ein af náðargáfum andans, sem kristnir menn fengu á fyrstu áratugum kristninnar, var ,hæfileikinn að sannreyna anda‘. (1. Kor. 12:4, 10) — apríl-júní bls. 28.