Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Árvekni skilar góðum árangri

Árvekni skilar góðum árangri

Árvekni skilar góðum árangri

ERTU vakandi fyrir tækifærum sem gætu óvænt boðist á starfssvæði þínu? Trúbræður okkar í hinni sögufrægu hafnarborg Turku í Finnlandi voru það og árvekni þeirra skilaði góðum árangri.

Fyrir nokkru tóku bræðurnir í Turku eftir því að hópur manna frá Asíu var kominn til borgarinnar til að ljúka við smíði á gríðarstóru skemmtiferðaskipi í skipasmíðastöð á staðnum. Nokkru síðar komst bróðir á snoðir um á hvaða hótelum útlendingarnir dvöldu. Hann komst einnig að því að snemma morguns var farið með verkamennina á rútum frá hótelum í miðbænum niður að höfn. Hann lét þegar í stað bræðurna í enska söfnuðinum í Turku vita.

Öldungarnir í söfnuðinum áttuðu sig á því að allir þessir útlendingar veittu þeim óvænt tækifæri til að boða fagnaðarerindið um ríki Guðs. Þeir ákváðu strax að gera sérstakt boðunarátak. Næsta sunnudag hittust tíu boðberar við biðstöðina klukkan sjö um morguninn. Í fyrstu var engan verkamann að sjá. Bræðurnir veltu fyrir sér hvort þeir væru of seinir. Voru verkamennirnir kannski farnir frá Turku? En þá kom einn þeirra fyrir hornið klæddur vinnugalla. Annar fylgdi á eftir og síðan fleiri. Áður en langt um leið hafði hópur verkamanna safnast saman nálægt biðstöðinni. Boðberarnir biðu ekki boðanna og nálguðust mennina með rit á ensku. Sem betur fór tók það um klukkustund fyrir mennina að koma sér fyrir í rútunum. Bræðurnir fengu nægan tíma til að tala við langflesta. Þegar vagnarnir fóru af stað höfðu verkamennirnir með sér 126 bæklinga og 329 blöð.

Þessi góði árangur hvatti bræðurna til að endurtaka þetta sérstaka átak vikuna á eftir meðan á heimsókn farandhirðisins stóð. Það rigndi þegar farandhirðirinn stjórnaði samansöfnun fyrir boðunarstarfið klukkan hálf sjö að morgni og 24 boðberar skunduðu niður á biðstöðina. Í þetta sinn höfðu þeir einnig meðferðis rit á tagalog þar sem þeir höfðu komist að því að margir útlendinganna voru frá Filippseyjum. Þegar rúturnar lögðu af stað til hafnarinnar þennan morgun höfðu mennirnir með sér 7 bækur, 69 bæklinga og 479 blöð. Hugsið ykkur gleðina og spenninginn hjá bræðrunum og systrunum sem tóku þátt í boðunarátakinu.

Áður en mennirnir fóru aftur til heimalanda sinna gátu bræðurnir heimsótt nokkra þeirra á hótelunum þar sem þeir dvöldu og útskýrt nánar fyrir þeim fagnaðarerindið um Guðsríki. Sumir þeirra sögðust áður hafa fengið vottana í heimsókn annars staðar í heiminum. Mennirnir voru þakklátir fyrir að bræðurnir skyldu hafa tekið frumkvæði og haft samband við þá meðan þeir dvöldu í Finnlandi.

Ert þú vakandi fyrir óvæntum tækifærum sem gætu boðist á starfssvæði þínu? Reynir þú að ná til fólks af ólíku þjóðerni? Ef svo er býrðu kannski yfir svipaðri reynslu og þeirri sem bræður okkar í Turku upplifðu.

[Kort/​mynd á bls. 32]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

FINNLAND

HELSINKI

Turku

[Rétthafi myndar]

STX Europe