Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Af hverju refsaði Guð ekki Aroni fyrir að gera gullkálfinn?

Aron braut lög Guðs sem bönnuðu skurðgoðadýrkun. (2. Mós. 20:3-5) Í bæn til Guðs bað Móse Aroni vægðar og bæn hans var kröftug. (Jak. 5:16) Aron hafði verið Guði trúr árum saman. Og þótt fólkinu tækist að telja hann á að gera gullkálfinn sýndi hann eftir á að hann studdi það ekki í hjarta sér því að hann tók afstöðu með Jehóva ásamt Levítunum. (2. Mós. 32:25-29) — 15. maí, bls. 21.

• Hvað getur hjálpað kristnum manni ef makinn er ótrúr?

Ef saklausi makinn hefur reynt að lifa eftir meginreglum Biblíunnar þarf hann ekki að finna til sektarkenndar vegna þess sem hinn gerði. Guð veit að þú þarfnast huggunar og hughreystingar. Hann getur veitt þér hana fyrir milligöngu trúsystkina. — 15. júní, bls. 30-31.

• Hvað getur hjálpað fólki að gæta hófs í neyslu áfengis?

Bæn og biblíunám getur hjálpað. Mikilvægt er að temja sér sjálfstjórn, vera ákveðinn í að gæta hófs og velja sér heilnæman félagsskap. Þeir sem neyta áfengis ættu að setja sér skýr mörk og læra að segja nei. — júlí-september, bls. 7-9.

• Hvað er hægt að gera til að börnin læri að hafa yndi af lestri?

Kærleiksríkt andrúmsloft og gott fordæmi foreldranna stuðla að því að börnin læri að hafa yndi af lestri. Hafið greiðan aðgang að bókum fyrir börnin. Lesið upphátt. Hvetjið til þátttöku og ræðið saman um það sem þið lesið. Látið börnin lesa upphátt fyrir ykkur og hvetjið þau til að spyrja spurninga. — 15. júlí, bls. 26.