Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Hvaða engil sendi Guð á undan Ísraelsmönnum þegar hann leiddi þá út úr Egyptalandi? (2. Mós. 23:20, 21)

Það er rökrétt að álykta að þessi engill, sem hafði,nafn Jehóva í sér‘, hafi verið frumgetinn sonur hans, síðar þekktur sem Jesús. — 15. september, bls. 21.

• Hvaða afsakanir tekur Guð ekki gildar þegar sönn tilbeiðsla er annars vegar?

„Það er of erfitt. Mig langar ekki til þess. Ég er of upptekinn. Ég er ekki nógu duglegur. Mér sárnaði.“ Þetta eru ekki gildar ástæður til að fylgja ekki fyrirmælum Guðs. — 15. október, bls. 12-15.

• Hvernig geturðu stuðlað að því að samkomurnar séu uppbyggilegar fyrir þig og aðra?

Undirbúðu þig. Sæktu samkomur reglulega. Komdu tímanlega. Hafðu námsgögnin með þér. Vertu með hugann við efnið. Taktu þátt í samkomunni. Hafðu svörin stutt. Skilaðu af þér verkefnum. Hrósaðu öðrum þátttakendum. Blandaðu geði við aðra fyrir og eftir samkomur. — 15. október, bls. 22.

• Hvað má læra af því að Aron skyldi láta undan hópþrýstingi?

Móse var fjarstaddur þegar Ísraelsmenn báðu Aron að búa til guð handa þeim. Hann lét undan. Þetta dæmi sýnir að það eru ekki bara börn og unglingar sem verða fyrir hópþrýstingi. Hann hefur einnig haft áhrif á þá sem eru eldri en vilja gera rétt. Við þurfum að standa á móti skaðlegum hópþrýstingi. — 15. nóvember, bls. 8.