Vissir þú?
Vissir þú?
Hvað átti Páll postuli við þegar hann sagðist bera „merki Jesú“ á líkama sínum? — Gal. 6:17.
▪ Áheyrendur Páls á fyrstu öld hafa getað skilið orð hans á ýmsa vegu. Til forna var til dæmis venja að brennimerkja stríðsfanga, musterisræningja og strokuþræla með rauðglóandi brennijárni. Það var talin smán að vera brennimerktur með þessum hætti.
En brennimörk voru ekki alltaf talin niðurlægjandi. Meðal fornþjóða var algengt að nota brennimark til tákns um að fólk tilheyrði ákveðinni ætt eða aðhylltist vissa trú. „Sýrlendingar helguðu sig guðunum Hadad og Atargatis með merkjum sem brennd voru á úlnlið eða háls . . . Bergfléttulauf var brennt á áhangendur Díonýsosar,“ að því er segir í Theological Dictionary of the New Testament.
Margir biblíuskýrendur telja að Páll eigi hér við ör vegna misþyrminga sem hann mátti þola á ýmsum tímum í trúboðsstarfi sínu fyrir Krist. (2. Kor. 11:23-27) Hugsanlegt er þó að Páll eigi við að líferni hans, en ekki bókstafleg ör eða brennimörk, auðkenni hann sem kristinn mann.