Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið vandlega nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Nefndu þrennt sem getur hjálpað okkur að forðast sérhverja tilhneigingu til að vera óheiðarleg.

(1) Temdu þér heilbrigðan guðsótta. (1. Pét. 3:12) (2) Uppfræddu samviskuna með hjálp Biblíunnar. (3) Vendu þig á að vera nægjusamur. – 15. apríl, bls. 6-7.

• Hvernig vitum við að það er ekki nauðsynlegt að vera alltaf strangur á svipinn eða forðast afþreyingu til að taka þjónustuna við Guð alvarlega?

Lítum á Jesú sem dæmi. Hann naut þess að matast með vinum í afslöppuðu umhverfi. Við vitum að hann var ekki strangur og alvörugefinn úr hófi fram því að fólk laðaðist að honum og börnum leið vel í návist hans. – 15. apríl, bls. 10.

• Hvað var táknað með olíutrénu í 11. kafla Rómverjabréfsins?

Líkingin um olíutréð fjallar um andlega Ísraelsmenn sem voru niðjar Abrahams. Rót olíutrésins táknar Jehóva og stofninn táknar Jesú. Þegar Gyðingar upp til hópa höfnuðu Jesú var hægt að græða við fólk af þjóðunum sem tók trú, þannig að niðjar Abrahams kæmu allir með tölu. – 15. maí, bls. 22-25.

• Þegar Jesús lagði líf sitt í sölurnar sem lausnargjald fórnaði hann þá samtímis lífi þeirra fullkomnu afkomenda sem hann hefði getað eignast?

Nei. Þó að Jesús hefði getað eignast fullkomna afkomendur í milljarðatali voru þeir ekki hluti lausnargjaldsins. Fullkomið líf Jesú eitt sér samsvaraði lífi Adams. (1. Tím. 2:6) – 15. júní, bls. 13.

• Hvernig geta kristnir menn sýnt að þeir vari sig á falskennurum eins og hvatt er til í Postulasögunni 20:29, 30?

Þeir heilsa hvorki falskennurum né bjóða þeim inn á heimili sín. (Rómv. 16:17; 2. Jóh. 9-11) Kristnir menn forðast rit fráhvarfsmanna, sjónvarpsþætti þar sem þeir koma fram og vefsíður þar sem þeir viðra kenningar sínar. – 15. júlí, bls. 15-16.

• Hvað geta hjón gert ef þau fjarlægjast hvort annað eftir að þau eignast börn?

Þau þurfa að staðfesta ást sína hvort til annars. Eiginmaðurinn getur lagt sig fram um að byggja upp öryggiskennd konunnar. Og bæði þurfa þau að vera opinská hvað varðar tilfinningar sínar og líkamlegar þarfir. – júlí-september, bls. 12-13.