Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Vissir þú?

Hverjir af riturum Grísku ritninganna voru staddir í loftstofunni í Jerúsalem á hvítasunnu árið 33?

Einungis sex af þeim átta, sem rituðu þennan hluta Biblíunnar, virðast hafa verið viðstaddir.

Samkvæmt Postulasögunni sagði Jesús lærisveinunum „að fara ekki burt úr Jerúsalem heldur bíða eftir því sem faðirinn gaf fyrirheit um“. (Post. 1:4) Þar kemur einnig fram að Matteus, Jóhannes og Pétur hafi gert eins og þeim var boðið og verið „saman komnir á einum stað“ ásamt hinum lærisveinunum. Hálfbræður Jesú voru einnig á staðnum. (Post. 1:12-14; 2:1-4) Tveir þeirra, Jakob og Júdas, skrifuðu síðar bréfin tvö sem kennd eru við þá. – Matt. 13:55; Jak. 1:1; Júd. 1.

Markús minnist í guðspjalli sínu á ungan mann sem forðaði sér nóttina sem Jesús var handtekinn. Hann virðist vera að tala um sjálfan sig því að hinir lærisveinarnir voru allir búnir að yfirgefa Jesú. (Mark. 14:50-52) Árið 36 var farið að halda safnaðarsamkomur á heimili móður hans í Jerúsalem. (Post. 12:12) Markús virðist því hafa gerst lærisveinn meðan Jesús var enn á lífi og það er hugsanlegt að hann hafi verið staddur í loftstofunni á hvítasunnu árið 33.

Þá eru ónefndir þeir Páll og Lúkas sem rituðu einnig hluta af Grísku ritningunum. Páll var ekki orðinn fylgjandi Krists á hvítasunnu árið 33. (Gal. 1:17, 18) Lúkas virðist ekki heldur hafa verið viðstaddur því að hann talar ekki um sjálfan sig sem sjónarvott að starfi Jesú. – Lúk. 1:1-3