Öfund – löstur sem getur eitrað hugi okkar
Öfund – löstur sem getur eitrað hugi okkar
Napóleon Bonaparte fann fyrir henni. Júlíus Sesar fann fyrir henni. Alexander mikli fann fyrir henni. Þrátt fyrir völd og vegsemd ólu þessir menn innra með sér tilfinningu sem getur eitrað hugi fólks. Þessir miklu menn voru öfundsjúkir.
Heimspekingurinn Bertrand Russel skrifaði: „Napóleon öfundaði Sesar, Sesar öfundaði Alexander [mikla] og ég býst við að Alexander hafi öfundað Herkúles sem var þó aldrei til.“ Öfundin getur þjakað alla án tillits til ríkidæmis, hæfileika eða velgengni.
Öfund er gremja út í aðra vegna eigna þeirra, velgengni, yfirburða eða annarra hluta sem þeir búa við. Í handbók um Biblíuna kemur fram að í Biblíunni lýsi orðið öfund ekki aðeins löngun til að vera eins vel stæður og einhver annar heldur einnig löngun til að taka frá þeim það sem þeir hafa.
Það er skynsamlegt að íhuga hvernig við getum orðið öfundsjúk og hvaða afleiðingar það getur haft. Við þurfum sérstaklega að vita hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að öfund stjórni okkur.
HUGARFAR SEM GETUR MAGNAÐ UPP ÖFUND
Við erum ófullkomin og höfum því vissa tilhneigingu til að öfunda aðra. Ýmsir þættir geta alið á þessari tilhneigingu og magnað hana. Páll postuli benti á einn þessara þátta og sagði: „Verum ekki hégómagjörn svo að við áreitum og öfundum hvert annað.“ (Gal. 5:26) Keppnisandinn getur magnað upp tilhneigingu ófullkominna manna til að öfunda. Það sannaðist á Cristinu og José * en þau eru vottar Jehóva.
Cristina, sem er brautryðjandi, segir: „Mér finnst ég oft horfa öfundaraugum á aðra. Ég ber það sem þeir eiga saman við það sem ég á ekki.“ Eitt sinn var Cristina að borða með hjónum sem voru í farandhirðisstarfi. Hún og Eric, eiginmaður hennar, voru á svipuðum aldri og hjónin og höfðu áður starfað að áþekkum verkefnum. Því spurði hún: „Maðurinn minn er líka öldungur. Hvernig stendur þá á því að þið eru í farandhirðisstarfi en við erum ekki neitt neitt?“ Öfundin blossaði upp og keppnisandinn magnaði bálið og blindaði hana fyrir því góða starfi sem þau Eric unnu. Hún varð óánægð með hlutskipti þeirra í lífinu.
José langaði til að verða safnaðarþjónn. Þegar aðrir voru útnefndir en hann ekki öfundaði hann þá og bar illan hug til umsjónarmanns öldungaráðsins. „Öfundin varð til þess að ég fór að hata þennan bróður. Og ég rangtúlkaði hvað honum gekk til,“ viðurkennir José. „Þegar öfund nær
tökum á manni verður maður eigingjarn og getur ekki hugsað skýrt.“LÆRUM AF FRÁSÖGUM Í BIBLÍUNNI
Í Biblíunni er sagt frá mörgum dæmum sem eru okkur til viðvörunar. (1. Kor. 10:11) Sum þeirra sýna bæði hvernig öfund þróast en einnig hvernig hún eitrar huga þeirra sem láta hana taka völdin.
Lítum á eitt dæmi. Kain, sem var frumgetinn sonur Adams og Evu, reiddist þegar Jehóva hafði velþóknun á fórn Abels en ekki fórn hans. Kain hefði getað gert það sem var rétt en öfundin blindaði hann og hann drap bróður sinn. (1. Mós. 4:4-8) Það er engin furða að Biblían skuli segja að Kain hafi verið af „hinum vonda“, Satan djöflinum. – 1. Jóh. 3:12.
Tíu bræður Jósefs öfunduðu hann vegna þess hve náið samband hann hafði við föður þeirra. Hatrið jókst þegar Jósef sagði þeim frá draumum sínum sem höfðu spádómlegt gildi. Þeir vildu drepa hann. Að lokum seldu þeir hann sem þræl og voru svo harðbrjósta að þeir töldu föður sínum trú um að hann væri dáinn. (1. Mós. 37:4-11, 23-28, 31-33) Mörgum árum síðar játuðu þeir synd sína og sögðu hver við annan: „Þetta er refsingin fyrir það sem við gerðum bróður okkar. Við sáum örvæntingu hans þegar hann baðst vægðar en við létum sem við heyrðum það ekki.“ – 1. Mós. 42:21; 50:15-19.
Kóra, Datan og Abíram urðu öfundsjúkir þegar þeir báru stöðu sína saman við stöðu Móse og Arons. Þeir ásökuðu Móse um að „látast vera konungur“ og telja sig upp yfir aðra hafinn. (4. Mós. 16:13) Þessi ásökun var tilhæfulaus. (4. Mós. 11:14, 15) Jehóva hafði sjálfur útnefnt Móse. En þessir uppreisnarmenn öfunduðu Móse af stöðu hans. Að lokum leiddi öfundin til þess að Jehóva lét jörðina gleypa þá. – Sálm. 106:16, 17.
Salómon konungur varð vitni að því hve langt öfundin getur gengið. Kona nokkur missti nýfætt barn sitt og reyndi að telja stallsystur sinni trú um að það hefði verið barnið hennar sem dó. Málið var lagt fyrir Salómon og konan, sem laug, féllst jafnvel á að eftirlifandi barnið yrði drepið. En Salómon sá til þess að rétta móðirin fengi barnið. – 1. Kon. 3:16-27.
Öfund getur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Fyrrnefnd dæmi í Biblíunni sýna að öfundin getur leitt til haturs, óréttlætis og morðs. Fórnarlömbin höfðu ekkert aðhafst til að verðskulda það sem gert var á hlut þeirra. Getum við gert eitthvað til að tryggja að öfund nái ekki tökum á okkur? Hvaða mótefni höfum við gegn öfundinni?
ÖFLUG MÓTEFNI
Ræktum með okkur kærleika og bróðurást. Pétur postuli skrifaði söfnuðinum: „Með því að hlýða sannleikanum hafið þið hreinsað ykkur og 1. Pét. 1:22) Og hvað er elska eða kærleikur? Páll postuli sagði: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin.“ (1. Kor. 13:4, 5). Bælum við ekki niður öfundina ef við ræktum með okkur slíkan kærleika? (1. Pét. 2:1) Jónatan öfundaði ekki Davíð heldur „elskaði hann eins og sjálfan sig“. – 1. Sam. 18:1.
getið því borið hræsnislausa elsku hvert til annars.“ (Umgöngumst þá sem þjóna Guði. Sá sem ritaði Sálm 73 öfundaði oflátungana sem lifðu áhyggjulausu munaðarlífi. En hann komst yfir öfundina með því að fara „inn í helgidóma Guðs“. (Sálm. 73:3-5, 17) Samvera með öðrum tilbiðjendum Guðs opnaði augu sálmaritarans fyrir blessuninni sem hann öðlaðist með því „að vera nálægt Guði“. (Sálm. 73:28) Þegar við sækjum safnaðarsamkomurnar að staðaldri getur samvera með bræðrum og systrum hjálpað okkur á sama hátt.
Gerum það sem rétt er. Þegar Guð sá að Kain var orðinn öfundsjúkur og hatursfullur sagði hann honum að gera rétt. (1. Mós. 4:7) Hvað þýðir það fyrir sannkristinn mann að gera rétt? Jesús sagði að við yrðum að elska Jehóva, Guð okkar, af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga, og elska náungann eins og sjálf okkur. (Matt. 22:37-39) Ánægjan, sem það veitir að þjóna Jehóva og hjálpa öðrum, er sterkt mótefni gegn öfundsýki. Góð leið til að þjóna Guði og náunganum er að taka drjúgan þátt í að boða fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum. Því fylgir „blessun Drottins“. – Orðskv. 10:22.
„Fagnið með fagnendum.“ (Rómv. 12:15) Jesús fagnaði velgengni lærisveinanna í boðunarstarfinu, og benti þeim á að þeir myndu jafnvel gera meiri verk en hann hafði gert á þeim vettvangi. (Lúk. 10:17, 21; Jóh. 14:12) Við erum sameinuð sem þjónar Jehóva og þess vegna er velgengni eins öllum til blessunar. (1. Kor. 12:25, 26) Við ættum því að samfagna þeim sem hljóta ný ábyrgðarstörf en ekki öfunda þá.
BARÁTTAN ER EKKI AUÐVELD
Baráttan gegn öfund getur verið langvinn. „Ég hef enn sterka tilhneigingu til að öfunda,“ segir Cristina. „Þótt ég hati þessa tilhneigingu er hún til staðar og ég verð stöðugt að berjast við hana.“ José hefur átt í svipaðri baráttu. Hann segir að Jehóva hafi hjálpað sér að meta góða eiginleika umsjónarmanns öldungaráðsins. Gott samband við Guð hafi reynst ómetanlegt.
Öfund er „holdsins verk“ sem hver einasti þjónn Jehóva verður að berjast gegn. (Gal. 5:19-21) Við verðum hamingjusamari og gleðjum Jehóva, himneskan föður okkar, ef við látum ekki öfund stjórna okkur.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Nöfnum hefur verið breytt.
[Innskot á bls. 17]
„Fagnið með fagnendum.“