„Viltu taka mynd af okkur?“
„Viltu taka mynd af okkur?“
Josué er betelíti í Mexíkó. Eftir annan daginn á umdæmismóti fór hann í útsýnisferð um borgina Queretaro. Hjónin Javier og Maru, sem voru ferðamenn frá Kólumbíu, báðu Josué að taka mynd af þeim. Vegna þess hve Josué og vinir hans, sem voru líka vottar, voru vel til fara og báru barmmerki spurðu hjónin hvort hópurinn hefði verið að koma úr útskriftarveislu eða frá öðrum sérstökum viðburði. Josué sagði að þau væru á móti Votta Jehóva og bauð hjónunum að vera viðstödd sunnudagsdagskrána.
Hjónunum fannst að það yrði vandræðalegt að mæta vegna þess að þau höfðu ekki nein spariföt meðferðis. En Josué lét þau samt sem áður vita hvað hann héti og fékk þeim símanúmerið á deildarskrifstofunni þar sem hann starfaði.
Fjórum mánuðum síðar heyrði Josué frá Javier, sér til mikillar undrunar. Hjónin höfðu farið á mótið og nú vildu þau fá heimsókn frá vottum Jehóva í Mexíkóborg, þar sem þau bjuggu. Fljótlega byrjuðu Javier og Maru að kynna sér Biblíuna og fóru strax að sækja samkomur. Tíu mánuðum síðar voru þau orðin boðberar. Þau þurftu að flytja til Tórontó í Kanada en héldu áfram að taka miklum framförum og létu skírast.
Josué fékk síðar bréf frá Javier sem útskýrði hvað það hefði verið sem fékk hann til þess að taka við sannleikanum. „Áður en við fórum á mótið höfðum við hjónin rætt um að okkur vantaði leiðsögn í lífinu. Þegar við sáum hve vel þið voruð til fara hugsuðum við að þið hlytuð að hafa verið á mjög mikilvægri samkomu. Á mótinu hrifumst við af kærleikanum sem okkur var sýndur þegar okkur var vísað til sætis og hjálpað að fylgjast með í Biblíunni, og af hegðun viðstaddra. Það virtist ekki skipta neinu máli þó að við værum klædd eins og ferðamenn.“
Orð Salómons konungs rættust svo sannarlega á Josué. Salómon skrifaði: „Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi því að þú veist ekki hvort muni heppnast þetta eða hitt eða hvort tveggja verði jafngott.“ (Préd. 11:6) Geturðu sáð sæði sannleikans með því að nýta hvert tækifæri til að segja öðrum frá komandi móti eða opinberri ræðu? Það gæti verið að Jehóva noti þig til þess að draga þá að sem hungrar og þyrstir eftir leiðsögn Biblíunnar, alveg eins og Javier og Maru. – Jes. 55:1.
[Mynd á bls. 32]
Frá vinstri: Alejandro Voeguelin, Maru Pineda, Alejandro Pineda, Javier Pineda og Josué Ramírez við deildarskrifstofuna í Mexíkó.