„Draumurinn hefur ræst“
„Draumurinn hefur ræst“
Emilia hafði verið brautryðjandi en þurfti að hætta fyrir 15 árum. Á undanförnum árum varð henni oft hugsað til þess hve mikla ánægju hún hafði af því að vera brautryðjandi og hana langaði til að taka upp þráðinn á nýjan leik.
En Emilia vann fulla vinnu og hafði því ekki tök á að láta drauminn rætast. Það skyggði á gleði hennar og einn daginn sagði hún mæðulega í áheyrn vinnufélaganna: „Ég vildi óska að ég gæti minnkað við mig vinnu!“ Yfirmaður hennar heyrði hvað hún sagði og spurði hana hvort henni væri alvara. Emilia fullvissaði hann um það. Þar sem það var stefna fyrirtækisins að starfsmenn ynnu fulla vinnuviku þurfti Emilia að semja við einn af framkvæmdastjórunum um styttri vinnutíma. Hún bjó sig undir fundinn og bað Jehóva að hjálpa sér að vera hugrökk og halda ró sinni.
Emilia var ákveðin en sýndi þó fyllstu kurteisi þegar hún fór fram á að fá að stytta vinnutímann. Hún sagði framkvæmdastjóranum að hún aðstoðaði fólk í frístundum sínum. „Ég er vottur Jehóva og hjálpa fólki að kynna sér Biblíuna,“ sagði hún. „Siðferðisvitund margra er ekki eins sterk og hún var. Fólk þarf að hafa góð lífsgildi og skýrar siðferðisreglur, og viska Biblíunnar, sem ég get miðlað, er því mikils virði. Ég vil ekki að það sem ég geri utan vinnutíma komi niður á vinnunni hér, en mig langar til að hafa rýmri tíma til að liðsinna fólki. Þess vegna þarf ég að minnka við mig vinnu.“
Framkvæmdastjórinn hlustaði með athygli og sagði að sig hefði einu sinni langað til að starfa að góðgerðarmálum. Síðan sagði hann: „Ég skil hvað þér gengur til og þess vegna finnst mér ég þurfa að verða við beiðni þinni. En þú gerir þér grein fyrir að tekjurnar lækka.“ Emilia sagðist gera það og myndi einfalda líf sitt ef þörf krefði. Hún bætti svo við: „Mikilvægasta markmiðið hjá mér er að vinna gefandi störf í þágu annarra.“ Framkvæmdastjórinn svaraði: „Ég dáist að fólki sem sýnir þá óeigingirni að nota krafta sína í þágu annarra.“
Enginn starfsmaður fyrirtækisins hafði náð svona hagstæðum samningi áður. Emilia vinnur nú aðeins fjóra daga í viku. Henni til mikillar undrunar fékk hún launahækkun þannig að hún hefur sömu tekjur og áður. „Draumurinn hefur ræst,“ segir hún. „Nú get ég aftur verið brautryðjandi.“
Hefurðu velt fyrir þér hvort þú getir breytt aðstæðum þínum og gerst brautryðjandi eða tekið upp þráðinn að nýju ef þú hefur verið það áður?
[Innskot á bls. 32]
Framkvæmdastjórinn sagði við hana: „Ég dáist að fólki sem sýnir þá óeigingirni að nota krafta sína í þágu annarra.“