Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gnægð þeirra bætti úr skorti hinna

Gnægð þeirra bætti úr skorti hinna

ÞAÐ var árið 49 að Pétur, Jakob og Jóhannes, „sem álitnir voru máttarstólparnir“, fólu Páli og Barnabasi ákveðið verkefni. Þeir áttu að prédika meðal þjóðanna en hafa jafnframt fátæk trúsystkini sín í huga. (Gal. 2:9, 10) Hvernig ræktu þeir þessa skyldu sína?

Af bréfum Páls má sjá hvernig hann sinnti þessu máli. Hann skrifaði til dæmis kristnum mönnum í Korintu: „Hvað samskotin til hinna heilögu í Jerúsalem snertir, þá skuluð einnig þið fara með þau eins og ég hef fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu. Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar leggja í sjóð heima hjá sér það sem efni leyfa til þess að ekki verði þá fyrst farið að efna til samskota þegar ég kem. En þegar ég svo kem mun ég senda þá sem þið teljið til þess fallna með gjöf ykkar til Jerúsalem og skrifa með þeim.“ – 1. Kor. 16:1-3.

Í síðara innblásnu bréfi sínu til Korintumanna ítrekaði Páll hvaða markmið þessi fjársöfnun hafi haft. Það var að,gnægð þeirra bætti úr skorti hinna‘. – 2. Kor. 8:12-15.

Þessari fjársöfnun var næstum lokið þegar Páll skrifaði kristnum mönnum í Róm um árið 56. Hann sagði: „Nú ætla ég til Jerúsalem til að færa hjálp hinum heilögu þar. Því að Makedónía og Akkea hafa ákveðið að gangast fyrir samskotum handa fátæklingum meðal hinna heilögu þar í borg.“ (Rómv. 15:25, 26) Páll lauk þessu verkefni skömmu síðar því að þegar hann sneri aftur til Jerúsalem og var handtekinn þar sagði hann við Felix, landstjóra Rómverja: „Eftir margra ára fjarveru kom ég til að færa fólki mínu ölmusugjafir og bera fram fórnir.“ – Post. 24:17.

Orð Páls lýsa vel hugarfari kristinna manna á fyrstu öld. Hann segir um Makedóníumenn: „Lögðu þeir fast að mér og báðu um að mega taka þátt í samskotunum.“ Hann hvatti trúsystkini sín í Korintu til að líkja eftir þeim og sagði: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ Hvers vegna voru söfnuðirnir svona örlátir? Það var ,ekki aðeins til að bæta úr skorti hinna heilögu heldur leiddi það einnig til þess að margir menn þökkuðu Guði‘. (2. Kor. 8:4; 9:7, 12) Þegar við látum eitthvað af hendi rakna getum við gert það af sama tilefni. Við megum treysta að Jehóva Guð blessar slíkt örlæti – og blessun hans auðgar manninn. – Orðskv. 10:22.

LEIÐIR TIL AÐ STYÐJA ALÞJÓÐASTARFIÐ FJÁRHAGSLEGA

Margir líkja eftir kristnum mönnum á dögum Páls og taka frá ákveðna fjárhæð til að leggja í safnaðarbaukinn sem er merktur „Alþjóðastarfið“. (1. Kor. 16:2) Söfnuðirnir senda þessi framlög mánaðarlega til þeirrar deildarskrifstofu Votta Jehóva sem hefur umsjón með starfseminni í landinu. Einstaklingar geta sent framlög beint til Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, eða lagt þau inn á bankareikning 525-26-24564 hjá Íslandsbanka. Kennitala safnaðarins er 591072-0219. Þeir sem vilja styðja alþjóðastarfið með reglulegum fjárframlögum og hafa aðgang að netbanka eða heimabanka geta látið bankann millifæra ákveðna upphæð með reglulegu millibili. Ef sent er framlag með ávísun á að stíla hana á Votta Jehóva. Hægt er að senda framlög af eftirfarandi tagi beint til skrifstofu Votta Jehóva í landinu:

BEIN FRAMLÖG

  • Reiðufé, skartgripir eða annað lausafé.

  • Gjöfinni á að fylgja bréf þess efnis að um sé að ræða beint framlag.

FRAMLÖG AF ÖÐRU TAGI

Auk þess að gefa bein fjárframlög er hægt að styðja boðunarstarfið með eftirfarandi hætti. Í öllum tilfellum er best að hafa samband við deildarskrifstofuna, sem hefur umsjón með starfseminni í landinu, til að kanna með hvaða hætti sé best að gera slíkar ráðstafanir.

Líftrygging: Hægt er að tilnefna söfnuð Votta Jehóva sem rétthafa bóta. Tryggingartaki þarf að eiga samráð við tryggingafélag sitt um slíka ráðstöfun.

Hlutabréf og önnur verðbréf: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva hlutabréf og ýmis önnur verðbréf að gjöf.

Fasteignir: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva seljanlegar fasteignir að gjöf.

Erfðaskrá: Hægt er að ánafna söfnuði Votta Jehóva fasteignir eða lausafé í erfðaskrá. Erfðaskráin þarf að fullnægja opinberum formskilyrðum.

ÖRLÆTI EINS OG BIBLÍAN LÝSIR ÞVÍ

Örlæti er gleðigjafi: „Sælla er að gefa en þiggja.“ – Post. 20:35.

Örlæti vitnar um trú: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki? . . . Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og eitthvert ykkar segði við þau: ,Farið í friði, vermið ykkur og mettið!‘ en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?“ – Jak. 2:14-16.

Örlæti vekur örlæti hjá öðrum: „Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“ – Lúk. 6:38.

Örlát manneskja líður aldrei skort: „Örlátur maður hlýtur ríkulega umbun og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað.“ – Orðskv. 11:25.

Guð er þess megnugur að veita ykkur ríkulega allar góðar gjafir til þess að þið í öllu og ávallt hafið allt sem þið þarfnist og getið sjálf veitt ríkulega til allra góðra verka. Eins og ritað er: Hann miðlaði mildilega, gaf hinum snauðu, réttlæti hans varir að eilífu. Guð sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu mun og gefa ykkur sáð og margfalda það og auka ávöxt réttlætis ykkar. Guð mun auðga ykkur í öllu svo að þið getið jafnan sýnt örlæti.“ – 2. Kor. 9:8-11.

Örlæti á að spretta af kærleika: „Þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.“ – 1. Kor. 13:3.

Örlæti á að vera hræsnislaust: „Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum . . . En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“ – Matt. 6:2-4.

Örlæti er Jehóva til lofs: „Þessi þjónusta, sem þið innið af hendi, bætir ekki aðeins úr skorti hinna heilögu heldur leiðir hún einnig til þess að margir menn þakka Guði. Þegar menn sjá hvers eðlis þessi þjónusta er munu þeir lofa Guð fyrir að þið farið eftir fagnaðarerindi Krists sem þið játið og gefið með ykkur af örlæti bæði þeim og öllum.“ – 2. Kor. 9:12, 13